Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 24.05.2013, Qupperneq 2
2 x 10 Kvennahlaupið 8. júní Hreyfum okkur saman í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ Taktu daginn frá fyrir Gefa öllum yngstu grunnskólabörnum hjálma Ísfirðingurinn Óskar Jakobsson mun þann 30. maí leggja af stað hlaupandi frá Reykja- vík til Ísafjarðar til styrktar langveikum börnum. Vegalengdin er 456 kílómetrar og ætlar Óskar að hlaupa hana á tíu dögum. Samsvarar það rúmlega maraþonhlaupi á dag, tíu daga í röð. Verkefnið gengur undir nafninu Hlaupið heim en Óskar ólst upp á Ísafirði og er því að hlaupa aftur heim á æskuslóðirnar. Óskar vill með hlaupi sínu vekja athygli á bágri stöðu langveikra barna og stofna um leið styrktarsjóðinn Hlaupið heim. Kveikjan að styrktarsjóðnum er ungur vinur Óskars, Vestfirðingurinn Finnbogi Örn Rúnarsson 11 ára, en hann hefur gengið í gengum miklar raunir á sinni stuttu ævi og hefur síðasta ár verið honum og fjölskyldu hans sérlega erfitt. Finnbogi Örn fór í hjarta- aðgerð til Svíþjóðar í apríl fyrir ári síðan þar sem gert var við hjartaloku. Viðgerðin gekk vel en aðgerðin tók mjög á Finnboga og var hann lengi að jafna sig. Stóra áfallið reið svo yfir 1. desember síðastliðinn en þá fékk Finnbogi Örn heilablóðfall. Hann lamaðist á hægri hlið líkamans og missti málið. Rifa hafði komið á ósæð sem olli blóðtöppum, Finnbogi var í lífshættu en áhættan við að- gerð var svo mikil að það var ekki reynandi. Finnbogi Örn lá á Barnaspítala Hringsins fram að jólum en þá virtist sem skemmdin á ósæðinni hafi lagast að einhverju leyti af sjálfu sér, sem telst í raun kraftaverk. Finnbogi Örn er á góðum batavegi en á þó enn þónokkuð í land með að ná fyrri styrk og heilsu, en það er vandfundinn eins mikill baráttujaxl og þessi Vestfjarðavíkingur er. Mikið hefur mætt á fjölskyldunni síðan Finnbogi Örn veiktist, bæði andlegt álag sem er eðlilegt eftir svona áfall sem og fjár- hagsáhyggjur en móðir Finnboga hefur verið frá vinnu síðan hann veiktist. Styrktarsjóður Hlaupið heim mun styðja við bakið á Finnboga Erni og fjölskyldu auk þess sem Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna nýtur góðs af þessu afreki Óskars. Hægt verður að fá nánari upplýsingar og fylgjast með Óskari á facebook síðunni Hlaupið heim. Upplýsingar um söfnunina: Reikningsnúmer 0556-26-330 Kenni- tala:121101-3190 -sda Íslykillinn vinsæll Íslykillinn var tekinn í notkun í apríl síðastliðnum en hann er ætlaður til inn- skráningar á vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Ennþá er hægt að notast við veflykil ríkisskattstjóra en því verður hætt á næstu mánuðum að því er kemur fram á vef innanríkisráðu- neytisins. Þegar hafa á fimmtánda þúsund einstaklingar og á annað hundrað lögaðilar eignast Íslykil. Fjölmargir þjónustuaðilar sem nýta sér innskráningarþjónustu Ísland. is hafa nú innleitt Íslykilinn og munu flestir framhaldsskólar landsins bætast í hópinn á næstunni. Um þrjú þúsund manns skrá sig daglega í innskráningarþjónustu Ísland.is og notar meirihluti þeirra Íslykil eða veflykil ríkisskattstjóra. Höfnuðu hóteli Í Vestmannaeyjum hafa íbúar kosið um það hvort veita eigi byggingarleyfi fyrir hótel við Hástein. Alls var greitt 1041 atkvæði svo þriðjungur kosningabærra Vestmannaeyinga tók þátt. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 56% voru á móti hóteli við Hástein en 44% fylgjandi því. Íbúakönnunin var ráðgefandi fyrir bæjar- stjórn og mun hún taka sér tíma til að fara yfir niðurstöðurnar. Elliði Vignisson, bæjar- stjóri Vestmannaeyjabæjar, er ánægður með þátttökuna og segir hana meiri en hann hafi þorað að vona. „Ég lít svo á að þetta leggi enn ríkari kröfu á okkur í bæjar- stjórninni að tryggja lóðir til framkvæmda fyrir framsækna aðila í ferðaþjónustu en jafnframt þannig að heimamenn séu sáttir við staðsetningu,“ segir Elliði. Fatasöfnun um helgina Rauði kross Íslands og Eimskip standa fyrir árlegu fatasöfnunarátaki nú um helgina og hefur af því tilefni komið fyrir söfnunar- gámum við allar sundlaugar á höfuð- borgarsvæðinu. Á landsbyggðinni er tekið á móti fötum á móttökustöðvum Eimskips Flytjanda og í merktum fatagámum Rauða krossins um allt land. Rauði krossinn hefur sent sérmerkta fatsöfnunarpoka á öll heimili á landinu til að minna á fatasöfn- unarátakið. Pósturinn styður verkefnið með því að dreifa pokunum endurgjalds- laust. Árlega eru þúsund tonn af fatnaði urðuð hér á landi sem myndu nýtast til endurvinnslu og skapað gæti tekjur fyrir hjálparstarf Rauða krossins. -sda Eimskipafélag Íslands og Kiwanishreyf- ingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjóla- hjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins. Verk- efnið nefnist „Óskabörn þjóðarinnar“ en samtals munu um 4.500 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf að þessu sinni. Á þeim áratug sem verkefnið hefur staðið yfir hafa rúmlega 40 þúsund börn eða um 13% af þjóðinni notið góðs af því. „Verkefnið er okkur mjög kært og stendur okkur nærri. Við fáum fregnir af því á hverju ári frá foreldrum, lögreglu og skólayfirvöldum að hjálmarnir hafi bjargað barni frá alvarlegum meiðslum,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. ,,Hjálmarnir hafa sannarlega komið að góðum notum fyrir rúmlega 40 þúsund börn á þessum árum. Við höfum átt mjög gott og ánægjulegt samstarf við Eimskip í þessu mikilvæga verkefni,“ segir Hjördís Harðardóttir, umdæmisstjóri hjá Kiwanis- hreyfingunni. Kiwanishreyfingin hefur á undanförn- um vikum farið í alla grunnskóla landsins og afhent börnum 1. bekks grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt.  Hættuástand vegna björgunarþyrlu í drammen í noregi Þakklát að lifa þetta af Það var smá innskot í klett þarna og við settum börnin og hundinn strax þangað. Svo reyndum við að vera upp við klettavegginn og hlífa okkur fyrir grjótregninu. Við vorum ellefu saman að ganga upp með skógi vöxnu gili og sáum mann falla niður gilið og slasast á höfði. Við hlúðum að honum og hringdum eftir hjálp,“ segir Gyða Ölvis- dóttir. Þegar hópurinn áttaði sig á því að þyrla væri á leiðinni að sækja hinn særða reyndu tveir úr hópnum að benda þyrlunni á að koma ofar á hæðina vegna trjáa sem voru á slysstaðnum. „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að það yrði hættulegt ef þyrlan kæmi til okkar og reyndum að vísa henni burt en það gekk ekki,“ segir Gyða. Þyrlan kom á slysstaðinn og spaðar hennar slógust í há tré sem féllu niður á hópinn. Við þetta þyrluðust stórir grjóthnullungar upp i loft- ið og hættuástand skapað- ist. „Það var smá innskot í klett þarna og við settum börnin og hundinn strax þangað. Svo reyndum við að vera upp við klettavegg- inn og hlífa okkur fyrir grjótregninu,“ segir Gyða. Björgunarþyrlan sem kom til að sækja einn særðan snéri því til baka með þrjá vegna grjót- hrunsins. „Ein úr mínum hópi höfuðkúpubrotnaði og skarst illa og svo var þarna annar sem skarst illa og þau tvö fóru til Óslóar með björgunar- þyrlunni, ásamt þeim sem þyrlan kom upphaflega að sækja en sá hafði slasast enn meira eftir grjótregn- ið. Svo voru þrír aðrir sem slösuðust minna. Sjálf er ég með skurð á nefi og er marin og blá á báðum fótum og baki en við fórum tvö á eigin vegum til læknis í Drammen,“ segir Gyða. „Mér finnst margt rangt við það hvernig þessi björgunaraðgerð var fram- kvæmd og mikilvægt að lærdómur verði dreginn af þessu atviki. Þetta var hörmulegt en við erum mjög þakklát að lifa þetta af. Þetta var eins og nátt- úruhamfarir,“ segir Gyða. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  góðgerðarstarf Hleypur til styrktar langveikum börnum Hleypur tíu maraþon á tíu dögum Gönguferð hóps nokkurra Íslendinga og Norðmanna um Kjøsterudjuvet í Drammen í Noregi um síðustu helgi tók óvænta stefnu þegar hópurinn varð vitni að því þegar maður hrapaði niður gil. Hópurinn hringdi eftir hjálp og var þyrla send á staðinn. Spaðar þyrlunnar slógust í há tré sem féllu niður og ollu miklu grjóthruni sem slasaði þá sem á vettvangi voru. „Við erum fegin að eng- inn dó í þessu slysi,“ segir Gyða Ölvisdóttir, ein þeirra sem var á staðnum. Spaðar þyrlunnar slógust í tré sem féllu og mikið grjóthrun fylgdi á eftir. Bakpokar göngufólks- ins lentu undir trjám og grjóti. Hluti hópsins að leggja af stað upp gilið. Gyða Ölvisdóttir er önnur á myndinni til hægri. Þyrla af gerðinni Sea King kom að sækja slasaðan göngumann en í björgunaraðgerðinni slösuðust nokkrir aðrir til viðbótar og snéri þyrlan til baka með þrjá slasaða. Ljósmynd/Agnar Guðmundsson. Óskar Jakobsson og Finnbogi Örn Rúnarsson 2 fréttir Helgin 24.-26. maí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.