Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 6
Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Loksins virka debetkort á netinu Það eru álíka mörg debet- og kreditkort í umferð á Íslandi. Tekur þín vefverslun við öllum kortum? Fáðu frekari upplýsingar á www.borgun.is eða í síma 560 1600 Þ að er ekki rétt að þetta kerfi hafi fest í sessi á undanförnum árum. Staðreyndin er sú að það hefur engum lóðum verið úthlutað frá því um 1970. Þessi Þingvallanefnd hefur aðeins veitt eitt nýbyggingarleyfi og það var til stækkunar húss. Ég reyndar studdi það ekki á sínum tíma,“ segir Álfheiður Inga- dóttir, formaður Þingvallanefndar. Stefán Erlendsson leiðsögumaður rit- aði grein í Fréttatímann í síðustu viku sem bar yfirskriftina Á Þingvöllum er frelsið afstætt! Greinin vakti mikla at- hygli enda gagnrýndi Stefán hvernig vildarvinum ráðamanna hafi verið úthlutað sumar- húsalóðum á Þingvöllum. „Eitthvert áþreifanlegasta dæmið um það siðleysi og spillingu sem um langan aldur hefur viðgengist í ís- lenskum stjórnmálum er meðferð Alþingis á helg- asta sögustað þjóðarinnar, Þingvöllum,“ sagði Stefán. Álfheiður kveðst geta tekið undir margt í grein Stefáns um liðinn tíma. „Úthlutun þessara lóða til gæðinga var ekki annað en tær spilling. Það hafa mjög margar Þing- vallanefndir reynt að vinda ofan af þessu með mismiklum árangri.“ Álfheiður segir að þegar þjóðgarð- urinn var skráður á heimsminjaskrá Unesco árið 2004 hafi sú stefna verið mörkuð að ríkið neytti forkaupsréttar síns og leysti smám saman til sín sumar- hús á Þingvöllum. Þá hafi verið sett inn í fjárlög heimild til að kaupa sumarhús og jarðir en sú heimild hafi aldrei fengist nýtt. Eftir hrun var heim- ildin felld út en var endur- nýjuð í fyrra. „Og heimild- in var nýtt nú í vor þegar þrjú sumarhús voru keypt fyrir 35 milljónir króna. Það þýðir að allt svæðið neðan vegar í Gjábakkalandi er sumarbústaðafrítt sem er stór áfangi,“ segir Álfheiður. Álfheiður telur að núverandi Þing- vallanefnd hafi áorkað ýmsu. „Þessir bústaðir voru flestir í eigu sömu fjölskyldna, mann fram af manni, en svo tók útrásin sér bólfestu þarna við vatnið. Menn keyptu gömul hús, rifu þau og byggðu ný. Meira að segja stórar steinsteyptar hallir. Þeir voru farnir að haga sér eins og þeir ættu þetta land og settu upp skilti og keðjur og sögðu að um einkavegi væri að ræða. Þegar þessi nefnd kemur að standa sum þessara húsa hálfköruð í hruninu en það var engin leið til að stíga til baka með þessar stein- steyptu byggingar, enda höfðu þessir aðilar öll tilskilin leyfi. Það hefði kostað veruleg fjárútlát, peninga sem ekki voru til, að bæta fólki það ef ríkið hefði leyst til sín þessi hús.“ Í staðinn hafi verið hertar reglur um sumarbústaði og engar nýbyggingar leyfðar. Í dag eru lóðir aðeins leigðar til tíu ára í senn í stað fimmtíu áður og lóðaleiga hækkuð um helming. „Nú er aðeins leigt til einstaklinga, með undan- tekningu um starfsmannafélög, en áður voru þetta einkahlutafélög sem ómögu- legt var að vita hverjir áttu. Nú eru í gildi 80 slíkir samningar og tveir til viðbótar á starfsmannafélög.“ Álfheiður ítrekar að hún sé sammála því að einkasumarbústaðir eigi ekki að vera á helgasta reit þjóðarinnar. Mikil- vægt sé að almannahagsmunir séu tekn- ir fram yfir einkahagsmuni. Hún telur þó að eitt og annað í grein Stefáns eigi ekki lengur við. „Hafi ástandið verið þannig eins og því er lýst í þessari grein frá 1930 til 1970 þá eru 43 ár síðan og menn hafa reynt að snúa þessu við. Fólk sem á bústaði þarna þekkir sinn rétt, það veit að ríkið getur hvenær sem er sett allar þessar lóðir bótalaust inn í þjóðgarðinn með því að segja upp lóðaleigusamningnum. Við höfum kosið í þessari Þingvallanefnd að vera ekki í stríði við þetta fólk heldur að vinna þetta í rólegheitum og í samstarfi. Markmiðið er alveg ljóst, að leysa þessi hús smám saman til sín inn í þjóðgarð- inn í samræmi við ábendingar frá heims- minjaráði. Sjálf hefði ég viljað sjá að sett yrðu markmið, til að mynda að á 100 ára afmæli Alþingishátíðarinnar 1930 verði engin sumarhús í garðinum, þannig að menn vissu að hverju væri stefnt. Þessu hefur verið hreyft innan nefndarinnar við litlar undirtektir.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Þjóðgarður Formaður ÞingvallaneFndar um grein SteFánS erlendSSonar leiðSögumannS Vill alla sumarbústaði burt af Þingvöllum Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvalla­ nefndar, vill að almanna­ hagsmunir séu teknir fram yfir einkahags­ muni og telur að einkasumar­ bústaðir eigi ekki heima á Þingvöllum. Hún telur að ýmislegt hafi áunnist í þeim málum síðustu ár. Álfheiður Ingadóttir. Yfir áttatíu sumarbústaðir eru nú á Þingvöllum. Formaður Þingvallanefndar telur ekki rétt að einkasumarbústaðir séu á helgasta stað þjóðarinnar. 6 fréttir Helgin 24.-26. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.