Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 25
Með fróðleik í fararnesti
Gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands fyrstu
50 árin, 25. maí kl. 11
Valitor er stuðningsaðili
Ferðafélags Íslands.
Allar nánari upplýsingar á hi.is
Næstu ferðir: Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands
halda áfram samstarfi sínu um fræðandi
gönguferðir sem hófust á aldarafmæli
skólans 2011.
Reynsla og þekking fararstjóra
Ferðafélagsins og þekking kennara
og vísindamanna Háskóla Íslands
blandast saman í áhugaverðum
gönguferðum um höfuðborgarsvæðið
og næsta nágrenni þess.
Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild,
leiðir gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands laugardaginn 25. maí. Farið
verður á staði þar sem Háskóli Íslands starfaði og ráðgert var á fyrstu árum
hans að ný háskólabygging myndi rísa. Lagt verður af stað frá Alþingishúsinu
við Austurvöll kl. 11.
8. júní kl. 10 – Gönguferð um
Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar.
31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð
í Heiðmörk.
21. september kl. 11 – Gönguferð
þar sem matur, saga og menning
verða meginefnið.
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 131662
Aldrei reykt eða drukkið áfengi
Ég undrast hversu hress Guðni
er og finnst hann alls ekki bera
þess merki að vera orðin níræður.
Allavega þekki ég fólk sem er
áratugum yngra og er við mun
verri heilsu. „Það eru sex læknar
í ættinni minni. Kannski er það
þeim að þakka hvað ég er við góða
heilsu,“ segir Guðni kankvís.
Hann hefur alltaf lifað heilbrigðu
lífi, aldrei smakkað áfengi og
aldrei notað tóbak. Þá syndir
hann talsvert og fer í göngutúra.
Í raun er það eina sem hrjáir
hann eru meiðsli á hné sem hann
fékk fyrir fjörutíu árum. „Þá var
ég sem blaðamaður á heræfingu
í Noregi og flugvélin brotlenti.
Þetta háir mér ekki nema ég
gangi stiga. En ég get vel gengið
þá,“ segir Guðni sem sannaði það
aldeilis með því að ganga upp á
þriðju hæð þar sem skrifstofur
Fréttatímans eru. Hann segist
heldur ekki borða neinn sérstak-
an mat sér til heilsubótar. Guðni
borðar allan mat og er sérlega
hrifinn af því þegar hann er vel
kryddaður.
Það var fyrir aðra tilviljun að
hann komst í samband við yfir-
völd í Kongó. Landið öðlaðist sjálf-
stæði frá Belgíu árið 1960 en fram
til ársins 1997 var landinu stjórn-
að af einræðisherranum Mobutu
sem var mikill bandamaður
Bandaríkjamanna í Kalda stríðinu
og passaði hann vel upp á að
Rússar kæmust ekki í kóbaltnám-
urnar í Kongó til að ná sér í efni-
við til í atómsprengjur. Laurent
Kabila steypti honum af stóli og
varð sjálfur forseti en Kabila var
myrtur af einum lífvarða sinna. Þá
tók sonur hans, Joseph Kabila, við
keflinu og hefur reynt að vinna að
friði í landinu. „Engar framfarir
urðu í landinu í tíð einræðisherr-
ans. Allt var í frosti,“ segir Guðni.
Fartölvan er nauðsynleg
Fyrir tíu árum vildu stjórnvöld í
Kongó endurvekja þar flugstarf-
semi og vantaði flugvélar. „Þeir
vildu ekki semja við Bandaríkja-
menn um kaup á Boeing-vélum.
Frændi minn, sem er hálfur af
íslenskum ættum, var þá einn af
aðalstjórnendum Boeing og hann
bað mig að fara til Kongó til að
athuga hvort þeir vildu semja við
mitt fyrirtæki. Þeir samningar
náðust og ég var kominn í við-
skiptasamband við Kongó.“ Guðni
annaðist þá breiðþotuflug til
Evrópu en sá tími kom að Alþjóða-
bankinn var tregur til að koma
með meiri peninga til stjórnvalda
í Kongó vegna borgarastyrjaldar.
„Enn eru innrásir frá Úganda,
Rúanda og Tansaníu sem eru fjár-
magnaðar af vopnuðu liði sem vill
komast yfir námusvæðin. En horf-
ur eru á að þar séu að nást samn-
ingar og kominn mikill áhugi á að
byggja upp í landinu.“
Rétt í þessu hringir farsími
Guðna, sem hann sækir í brjóst-
vasann, segist vera á fundi og
heldur viðtalinu áfram. Hann er
greinilega tæknisinnaður og notar
fartölvu eins og allir alvöru við-
skiptamenn. „Ég geri allt þetta
helsta á tölvu. Það er ómetanlegt
því þessi samskiptatækni er
grundvöllur fyrir mína starfsemi.
Hvort sem það er í Kongó eða á Ís-
landi þá er ég alltaf með fartölvu.“
Með lífverði í Kongó
Kongó býr yfir gríðarlegum nátt-
úruauðlindum og þar er gull,
demantar og úran unnið úr nám-
um. Og nú á að nýta auðlindirnar
til uppbyggingar. Á grundvelli tíu
ára vinskapar bauð forseti Kongó
Guðna í ellefu daga heimsókn
um síðustu mánaðarmót, ásamt
fimm manna fylgdarliði. „Það var
tekið mjög vel á móti okkur. Við
vorum gestir á heimilum æðstu
stjórnenda og þrátt fyrir að höfuð-
borgin sé nú tiltölulega friðsæl
var okkar gætt af lífvörðum. Við
funduðum alla daga frá morgni til
kvölds. Til að byrja með verðum
við að byggja upp ríkisflugfélagið
en síðan ætlum við að finna fjár-
festa í öðrum greinum, í námuiðn-
aði, fjarskiptum og fleiru.“ Guðni
ætlar því ekki að láta staðar num-
ið þegar flugsamgöngur í Kongó
að íslenskri fyrirmynd verða að
veruleika en hann reiknar með að
eftir tvö ár verði farþegafjöldinn
hjá flugfélaginu orðinn um ein
milljón. Stjórnvöld í Kongó eru
stórhuga og finnst viðeigandi að
leita í viskubrunn þaulreynds
manns úr flugrekstrariðaðinum
sem hefur lifað níu áratugi til að
byggja upp flugsamgöngur í sínu
landi.
Guðni skrifaði undir samning-
inn við Mari Ilunga sem fulltrúa
stjórnvalda í Kongó, konu sem
er hámenntuð í viðskiptum frá
bandarískum háskóla og kemur
úr fjölskyldu forsetans. Í sumar
er stefnt á að næstæðsti maður
landsins, yfirmaður hersins, og
ríkisskattstjóri Kongó komi til
Íslands ásamt eiginkonum og
fylgdarliði til að skoða hvernig Ís-
lendingar hafa byggt upp orkuver
sín. „Eitt af framtíðarverkefnun-
um í Kongó er að byggja orku-
ver við fossa sem gætu útvegað
um 400 milljónum Afríkubúa
raforku. Landið er svo gjöfult af
vatni og við ætlum því að skoða
meðal annars gufuaflsvirkjanir
Orkuveitu Reykjavíkur og læra
hvernig best er að nýta jarðhita.“
Hann fullyrðir að jafnvel á næstu
árum geti skapast tækifæri fyrir
íslenska fjárfesta í Kongó, hvort
sem um er að ræða í orkuvinnslu,
samgöngum eða öðrum.
Vill fá aldraða Norðmenn
til Íslands
En Guðni er með fleiri járn í eld-
inum því á Íslandi rekur hann
nú ferðaskrifstofuna Sunnu-
ferðir – Heilsulind ásamt Sigríði
Ellu Magnúsdóttur óperusöng-
konu. „Fyrir þremur árum var
ég beðinn um að ganga til liðs
við Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands og byggja upp nýjungar á
sviði heilsu og menningar. Þá
stofnuðu við þetta fyrirtæki.“
Sigríður Ella er háskólamenntuð
í menningarstjórn um, lærði við
tónlistarháskólann í Vínarborg
og hefur stjórnar tónlistarvið-
burðum víða um lönd. „Núna
erum við að vinna að því að koma
íslenskum kórum og öðru tón-
listarfólki á framfæri erlendis.
Meðal ferða sem eru á dagskrá
hjá ferðaskrifstofunni á næstunni
er óperuferð til Ítalíu. Elsa Waage
óperusöngkona leiðir þá ferð og
farið verður á óperur eftir Puccini
og Verdi. Í gegnum samböndin
okkar hefur okkur síðan tekist
að fá sæti á sérstaklega góðum
stöðum,“ segir Guðni og glottir.
Hvað heilsutenginguna varðar
þá hefur fyrirtækið boðið upp á
helgardvöl á heilsuhóteli í Reyk-
holti þar sem góðvinur Guðna,
Gunnar Eyjólfsson, hefur leitt
fólk í Qi gong-æfingar. „Við erum
síðan að skipuleggja ferðir fyrir
eldri borgara í Noregi til Íslands í
heilsubótarferðir. Við ætlum líka
að fara með þá á sögulega staði
og koma þeim í skilning um að
Snorri Sturluson er Íslendingur
en ekki Norðmaður.“
Í dag hefur hann samt vænt-
anlega um annað að hugsa því
nú fagnar hann níræðisafmæl-
inu. Honum finnst satt að segja
ekki þægilegt að tala mikið um
aldurinn því á Íslandi virðist litið
öðruvísi á fólk sem komið er á
aldur heldur en víða erlendis þar
sem ómæld virðing er borin fyrir
eldri borgurum, visku þeirra og
reynslu. Það er því eitt sem Guðni
er alveg með á hreinu. „Ég ætla
nú ekki að gera mikið úr þessu
afmæli.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Mari Ilunga, fulltrúi stjórnvalda, og Guðni skrifa undir samninginn. Í baksýn er
sendinefnd þróunarsjóðsins í Kongó.
Ríkisskattstjóri og fjármálaráðherra Kongó funda með Guðna.
viðtal 25 Helgin 24.-26. maí 2013