Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Side 29

Fréttatíminn - 24.05.2013, Side 29
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú nnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR Skipulagðar nauðganir Mik gerði sitt til þess að vekja athygli Sameinuðu þjóðanna á skipulögðum nauðgunum á bosnískum konum í landinu og það leynir sér ekki að það fær á hann að rifja þann hrylling upp. „Alice, konan mín, náði sam- bandi við konurnar og þær sögðu henni frá þeim óhugnaði sem þær höfðu þurft að þola. Ég hefði aldrei getað fengið þessar sögur sjálfur enda útilokað að múslimskar konur gætu talað við karlmann, síst af öllu um eitthvað svona. Alice náði hins vegar til þeirra og ég skrifaði síðan skýrslu um þetta.“ Mik segist ekki vita fyrir víst hversu mikil áhrif skýrsla hans hafði og útilokar ekki að fleiri hafi vakið athygli á voða- verkunum. „Við fórum frá Sarajevo fljótlega eftir að ég sendi þetta frá mér. Okkur var bara öllum lokið og gátum ekki meira.“ Leikari á sjó Vestmannaeyjar eiga stóran sess í hjarta Miks enda kunni hann vel við sig við hafið og í slorinu. „Mér fannst samt ekki nóg að standa bara og flaka og vildi komast nær þessu og fara á sjóinn. Ég fékk ekki pláss í Eyj- um og fór til Reykjavíkur og réði mig á togara. Ég kom svo aftur til Eyja for- framaður mjög og fékk skipspláss þar.“ Þegar Mik hélt út í óvissuna til Íslands var hann á fullu í leiklistinni í Skotlandi. „Það var mikið líf í þessu en ég vissi ekkert hvað ég vildi leggja fyrir mig í leikhús- inu. Hvort ég vildi verða leikari, leikstjóri, leik- myndasmiður eða hvað þannig að ég ákvað að kúpla mig út úr þessu og finna hugarró og slökun í Eyjum.“ Mik var lærður loft- skeytamaður og leikari og gat ekki hrist leik- listarbakteríuna af sér og setti upp leiksýningar hjá áhugamannafélögum bæði í Eyjum og víða á fastalandinu. Hann var og er fréttafíkill og fylgd- ist með fréttum BBC í út- varpstæki sem hann tók með sér hvert sem hann fór. „Einhverra hluta vegna voru móttökuskil- yrðin verst í Reykjavík en ég náði fréttum alls staðar annars staðar á landinu. Mér fannst þetta bagalegt og endaði með að fara á fund útvarps- stjóra og spyrja hann hvernig stæði á því að Ríkisútvarpið væri ekki með fréttir á ensku fyrir útlendinga. Honum leist vel á hugmyndina og bað mig um að taka þetta að mér, sem ég gerði.“ Frá hernum til SÞ Vinna Miks fyrir RÚV skilaði honum síðan starfi hjá BBC. „Þegar einvígi Fischers og Spasskís var háð í Reykjavík var Guðni kjaftur, síðar rektor MR, fréttaritari BBC á Ís- landi. Það var talið að hann kæmist ekki yfir allt í sambandi við ein- vígið samhliða öðrum störfum og hann benti BBC á mig.“ Mik varð í kjölfarið fastur starfsmaður BBC og flutti meðal annars fréttir héðan af tveimur þorskastríðum. Og aftur vöktu fréttir hans athygli sem skiluðu honum enn einu starf- inu. „Bandaríski herinn var hérna við litlar vin- sældir. Bandaríkjamenn höfðu áhyggjur af þessu og vildu reyna að rétta ímynd sína við í hugum Íslendinga. Einhverj- um þarna fannst fréttir mínar af þorskastríð- unum það góðar að mér bauðst að gerast kynningarfulltrúi Upp- lýsingaþjónustu Banda- ríkjanna (USIS) og síðar hersins á Kefla- víkurflugvelli.“ Þetta starf leiddi Mik síðan til Sameinuðu þjóðanna og heimshornaflakkið byrjaði fyrir alvöru. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Mik og Alice á Íslandi. Hann kann vel við sig í íslenska rokinu en Alice er minna gefin fyrir veðráttuna á landinu. viðtal 29 Helgin 24.-26. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.