Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Page 32

Fréttatíminn - 24.05.2013, Page 32
É g ólst upp á Norður-Englandi, frá fæðingu til sjö ára aldurs í Manchester og svo í Liverpool. Á Bretlandi skiptir máli hvort fólk kemur að sunnan eða norðan því menningin er ólík. Það er sennilega ástæða þess að mér líður svo vel á Norðurlöndunum. Því norðar, því betra,“ segir Alyson brosandi spurð um uppruna sinn. Faðir Alyson var sérfræðingur í sögu enskrar tungu og kunni forn norsku og var mjög hrifinn af Íslendingasögunum. Hans uppáhaldssögur voru Grettis saga og sagan af Gunnlaugi orms- tungu sem hann þýddi sjálfur. „Pabbi minn las þessar sögur fyrir mig í staðinn fyrir hefðbundin ævintýri. Síðan hafði mig alltaf langað að koma í heimsókn til Íslands og lét verða af því árið 1982 og var hérna í tvær vikur og varð ástfangin af land- inu og kom á hverju ári eftir það,“ segir Alyson og bætir við að því hafi legið beint við að sækja síðar um starf hjá Háskóla Íslands árið 2007 þegar hún lauk störfum sem yfirmaður Friðarrannsóknar- stofnuninnar SIPRI í Stokkhólmi. Yngsti diplómati Breta Í grunnskóla var námi Alyson flýtt um eitt ár sem varð til þess að hún hóf nám í Oxford háskóla að- eins sautján ára gömul og lauk þaðan námi í sam- tímasögu tvítug að aldri. Að háskólanámi loknu sótti Alyson um starf hjá bresku utanríkisþjónust- unni. „Einn kennaranna minna úr sagnfræðinni benti mér á að sækja um starf hjá utanríkisþjón- ustunni því henni fannst ég ekki nógu áhugasöm um sagnfræðina heldur frekar um samskipti við annað fólk og rökræður. Þetta var alveg rétt hjá henni. Ég hefði sennilega aldrei lokið doktors- gráðu í sagnfræði,“ segir Alyson og hlær. Umsækjendur hjá bresku utanríkisþjónustunni þurfa að taka ýmis skrifleg próf, fara í viðtöl og þreyta líkamleg próf. „Mér fannst mjög gaman að taka prófin og skildi fyrst þá að hverju utan- ríkisþjónustan væri að leita í fari umsækjenda,“ segir Alyson sem lauk prófunum með glæsibrag og var fyrst í sögu bresku utanríkisþjónustunnar til að fá fullt hús stiga í þeim öllum ásamt því að vera yngsti diplómatinn frá upphafi. Síðar hafa þó aðrir leikið það eftir að fá fullt hús stiga í inntöku- prófunum. Þegar Alyson var 21 árs var hún send til Ungverjalands til starfa hjá sendiráði Breta þar í landi. „Ég gekk ung í háskóla lífsins því sendi- ráðsstörfin neyða fólk til að kynnast heiminum. Ungverjaland var kommúnistaríki á þessum tíma og þetta var því menntun í sjálfu sér,“ segir Alyson sem síðar varð sendiherra. „Það að ég yrði sendi- herra var ekki eitthvað sem blasti við að myndi gerast. Ég kem úr venjulegri fjölskyldu þar sem enginn hafði sinnt svona starfi áður. Afi minn var námuverkamaður og foreldrar mínir þau fyrstu í sínum fjölskyldum til að stunda háskólanám en voru þó láglaunafólk,“ segir Alyson. Síðar varð Alyson yfirmaður Friðarrannsóknarstofnuninnar SIPRI í Stokkhólmi, fyrst kvenna. Konur í öryggis- og varnarmálum Aðspurð hvort hún sé ekki oft eina konan meðal karlanna þar sem hún sé sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum svarar Alyson hlæjandi: „Mér finnst það að sumu leyti fínt. Að vera umkringd myndarlegum einkennisklæddum karlmönnum frá Ítalíu, Frakklandi og Kanada.“ Hún bætir svo við að réttara sé að það skipti máli að vera kona í þessu fagi en að konur hafi jafnframt mis- munandi sjónarmið gagnvart öryggismálum. „Ég hef tekið virkan þátt í tengslanetinu Women in International Security og kynnst þar konum sem myndu ráðast inn í Sýrland á morgun og fjölga kjarnorkuvopnum ef þær fengju að ráða. Þarna eru líka margar konur sem hafa brennandi áhuga á mannúðarstörfum og friðsamlegum úrlausnum deilumála. Konurnar eiga það þó allar sameigin- legt að vera mjög hagsýnar. Þær sjá allar að þetta Ef Georg Bush Bandaríkja- forseti hefði verið kona hefði hann sennilega ráðist inn í Írak. Hann hefði bara gert það á áhrifaríkari hátt og hugsað innrásina til enda. Ólst upp við sögur af Gretti sterka og Gunnlaugi ormstungu Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands, á að baki þrjátíu og þriggja ára feril hjá bresku utanríkisþjónustunni og var rétt rúmlega tvítug þegar hún hóf störf sem diplómat. Síðar varð Alyson yfirmaður Friðarrann- sóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi, fyrst kvenna. Alyson ólst upp við norræna menningu og er mikill aðdáandi færeysku þungarokkhljómsveitarinnar Týs. Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum svo jafn- vægi náist. Ljósmynd/Hari. er enginn leikur. Stríð hefur alvarleg áhrif á fólk og það þarf að hugsa um afleiðingarnar,“ segir Alyson og bætir við að ef Georg Bush Bandaríkjafor- seti hefði verið kona hefði hann senni- lega ráðist inn í Írak. Hann hefði bara gert það á áhrifaríkari hátt og hugsað innrásina til enda. „Konur hafa hvorki farið fyrir herjum né stjórnað heiminum og sjá því hlutina í öðru ljósi. Þær þora að spyrja spurninga sem karlar myndu ekki spyrja. Alveg eins og í sögunni af nýju fötum keisarans. Hann var allsber og enginn þorði að segja neitt nema lítill drengur sem hrópaði; „Hey, hann er ekki í neinum fötum.“ Rödd kvenna ætti að leika það hlut- verk því það er svo mikilvægt til að ná jafnvægi. Við myndum aldrei ná öryggi án karla en ekki heldur án kvenna,“ segir Alyson. Öryggismál eru spennandi Alyson segir þá klisju vera sanna að ef kennarinn sé áhugasamur um námsefnið verði nemendurnir það sjálfkrafa líka. „Það getur engum leiðst við að læra um öryggismál. Til dæmis ef Haraldur Briem sótt- varnalæknir kemur í kennslustund til okkar og heldur fyrirlestur um það hversu margir gætu dáið í næsta faraldri, þá sofnar enginn. Sömu sögu er að segja ef við ræðum um þann skaða sem kjarnorkuvopn geta valdið. Það er einfaldlega mannlegt að hafa áhuga á því,“ segir Alyson sem reynir að fræða nemendur sína við Háskóla Íslands um allt það nýjasta sem er að gerast á sviði öryggis- og varnar- mála í Evrópu. „Ég hvet nemendur til að rökræða og er mjög ánægð ef þeir hrópa á hvern annan yfir kennslustof- una svo lengi sem það er á vitsmuna- legan hátt. Það er svo mikilvægt að kunna rökræðu. Hún hefur ekki verið í hávegum höfð á Íslandi heldur er algengara að keppa í því hver getur haft mestu lætin,“ segir Alyson. Aðdáandi færeysks þungarokks Þegar Alyson bjó í Liverpool voru Bítlarnir að stíga sín fyrstu skref og er tónlist stór hluti af hennar lífi. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist sem er á jaðrinum en ekki á Mozart og Beet- hoven,“ segir Alyson sem er mjög hrifin af færeysku þungarokkhljóm- sveitinni Tý. „Tónlistin þeirra er góð og svo eru þeir svo ótrúlega klárir. Síðasti diskurinn þeirra var byggður á norskri þjóðsögu en er í raun og veru um arabíska vorið og það sem þeir höfðu að segja um arabíska vorið var allt mjög athyglisvert. Ég spilaði eitt lagið fyrir nemendur mína í tíma til að hjálpa þeim að skilja betur eitt ákveðið atriði,“ segir Alyson. Þungarokkhljómsveitin Týr hefur samið lag gegn Grænfriðungum til að hafa áhrif á alþjóðavísu. „Lagið hafði mikil áhrif í Færeyjum og sýndi fólki hvernig það gæti haft áhrif til að fá að viðhalda hefðum sínum,“ segir Alyson sem bíður full tilhlökkunar eftir næstu plötu Týs sem kemur út í næsta mánuði en þá plötu ætlar hljómsveitin að tileinka öllum konum. „Hversu svalt er það að vera fyrsta þungarokkhljómsveitin í heiminum til að tileinka plötu sína konum,“ spyr Alyson. Eftirspurn eftir þekkingu á smáríkjafræðum Ásamt kennslu vinnur Alyson að rannsóknum á öryggismálum tengdum Norðurskautinu þar sem hún nær að sameina þrjú af sínum helstu hugðarefnum – öryggismál, smáríkjafræði og Norðurskautið. „Ég hef lært alveg heilmikið um smáríki af samstarfsfólki mínu hérna við háskólann,“ segir Alyson og bætir við að Ísland hafi mörgu að miðla til annarra smáríkja, ekki aðeins vegna reynslu sinnar, heldur líka vegna þeirrar sérfræðiþekkingar sem til staðar sé. Í næsta mánuði kemur út grein eftir Alyson og Baldur Þórhalls- son, prófessor við stjórnmálafræði- deild HÍ, um það hvernig Skotland myndi haga sér ef það væri sjálfstætt smáríki. Svo mikill var áhugi Skota að höfundarnir tveir hafa þegar farið þangað að kynna niðurstöðurnar þó greinin hafi ekki enn verið birt. „Það koma alltaf ný og spennandi verk- efni á hverju ári og það líkar mér vel,“ segir Alyson. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is 32 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.