Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 37

Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 37
Blå Band bollasúpur - hrein snilld EKKERT MSG Blå Band bollasúpurnar eru handhæg og bragðgóð næring sem gott er að grípa til. Þær innihalda ekkert MSG, engar transfitur og aðeins náttúruleg bragð- og litarefni. Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus. Fjölbreytt útgáfa í ár Jói verður svo sannarlega ekki einn um hituna því fjöldi álit- legra matreiðslubóka kemur út. Í dag kemur í verslanir Partíréttir eftir Rósu Guðbjarts sem sögð er innihalda uppskriftir fyrir afmæli, garðveislur, útskriftir og fleiri tæki- færi. Í haust sendir Nanna Rögn- valdardóttir frá sér bókina Kjúk- lingarétti og matreiðslumeistarinn Hrefna Rósa Sætran verður með nýja bók. Það sama gildir um Svein Kjartansson sem lengi hefur verið kenndur við Fylgifiska. Áhugafólk um heilsurétti ætti að fylgjast með nýrri bók eftir Auði Ingi- björgu Konráðsdóttur í haust og framhald af Heilsuréttum fjölskyldunnar eftir Berg- lindi Sigmarsdóttur er sömuleiðis í undirbún- ingi. Þá er rétt að geta þess að mest selda bók ársins til þessa er LKL lífsstíllinn. Í vikunni kom út Sælkeraflakk um Pro- vence eftir mæðgurnar Sigríði Gunnarsdóttur og Silju Sallé. Þær hafa áður sent frá sér bæk- urnar Sælkeraferð um Frakkland og Sælkera- göngur um París sem vakið hafa nokkra athygli. Frakklandsbók- in er einmitt endurútgefin af þessu tilefni. Bókaútgefendur hafa augljóslega kveikt á vinsældum matarbloggara og tveir þeirra gefa út fyrstu matreiðslubækur sínar fyrir jólin. Annars vegar er það Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sem gefur út hjá Sölku og hins vegar Ragnar Freyr Ingvars- son sem gefur út hjá Sögum útgáfu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Sigríður Gunnarsdóttir og Silja Sallé. bækur 37 Helgin 24.-26. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.