Fréttatíminn - 24.05.2013, Page 38
Keyrði
framhjá
stjórnar-
ráðinu í
dag. Er það
kannski
skrifað með
stórum staf ?
Stjórnar-
ráðið? Eða
stjórnar-
ráðið? Þarf
að gúggla
það.
Dönsku astma- og
ofnæmissamtökin
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá
FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI
NEUTRAL.IS
K æra dagbók. Fundurinn á Laug-arvatni gekk vel. Þessar teng-ingar með hverabrauðinu voru
hins vegar ekki að gera sig. Segðu-
það-með-blómunum-legt. Segðu-það-
með-bakkelsinu. Ég er ekki góður í
svona undirtextum. Ég held líka að
fólk nenni ekki að lesa þá. Hverjum
er ekki sama um Jónas frá Hriflu? En
ég nefndi samt ungmennafélögin. Öll
endurreisn verður að eiga sér horfna
gullöld. Hjá framsóknarmönnum eru
það ungmennafélögin, héraðsskólarnir
og Jónas. Svo koma hinar myrku aldir.
Það er Halldór Ásgrímsson, Guðni og
félagar.“
Þetta er meðal þess sem lesa mátti í
dagbók Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, formanns Framsóknarflokks-
ins, á vef Fréttatímans, frettatiminn.
is, í kjölfar þess að hann bauð blaða-
mönnum upp á þrumara á Laugarvatni
á miðvikudaginn – í sólríku veðri. Þar
skrifuðu þeir Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, undir sátt-
mála nýrrar ríkisstjórnar. Sigmundur
Davíð er því orðinn forsætisráðherra,
yngstur allra slíkra.
Rétt er að ítreka, eins og gert er á vef
blaðsins, að dagbókin er ekki skrifuð
af Sigmundi Davíð sjálfum heldur er
hún spéspegill – til þess gerð að gera
lífið skemmtilegra. Á vefnum fretta-
timinn.is birtast dagbækurnar á degi
hverjum.
21. maí 2013
Kæra dagbók. Ég veit ekki hvort ég
myndi þola marga svona daga. Ég las
stjórnarsáttmálann og smekkfullur
salurinn í Rúgbrauðsgerðinni ætlaði að
rifna af fögnuði. Þetta er ágæt stefnu-
yfirlýsing, en ekki svona góð. Í raun
hefði ég getað lesið markaskrána og
fólkið hefði klappað. Það er svo þakk-
látt. Þakklátt mér. Fyrir að hafa leitt
það inn úr kuldanum og til valda. Og
ekki bara það. Heldur er það nú í fyrsta
sinn síðan ég man eftir mér ekki púkó
að vera framsóknarmaður.
20. maí 2013
Kæra dagbók. Ég var bjartsýnn og
kátur fram eftir degi. Leið eins og
sigurvegara. En svo pompaði ég í
kvöld. Fannst allt ómögulegt. Ég fæ
forsætisráðherraembættið en Bjarni
allt annað. Fjármálin, atvinnulífið, allt
sem skiptir máli í velferðarkerfinu. Ég
fæ samgöngur og umhverfismál. Götur
og mosa. Og utanríkisráðuneytið. Í
ríkisstjórn sem vill engin samskipti við
útlönd. Eins og skór handa fótalausum
manni.
19. maí 2013
Kæra dagbók. Ég slökkti á símanum í
dag. Ég vildi fá smá frið. Datt meira að
segja í hug að fara í kirkju í morgun.
Ég lá í rúminu, nývaknaður. Áttaði
mig á að Anna Stella hafði ekki vakið
mig. Læðst með barnið fram. Að vera
stjórnmálamaður er eins og að vera
dauðvona sjúklingur. Fólk vill ekki
raska ró þeirra. Ég slökkti á símanum
til að fá fri frá þessum gömlu. Gamlir
stjórnmálamenn. Er eitthvað til sem er
aumkunarverðara?
18. maí 2013
Kæra dagbók. Ég er venjast tilhugs-
uninni. Að vera númer eitt. Forsætis-
ráðherra. Keyrði framhjá stjórnar-
ráðinu í dag. Er það kannski skrifað
með stórum staf? Stjórnarráðið? Eða
stjórnarráðið? Þarf að gúggla það.
17. maí
Kæra dagbók. Jæja. Þá fer þetta að
skella á. Fyrsta ráðuneyti Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar. SDG 1.0.
Davíð var forsætisráðherra í 14 ár.
Ég gæti orðið forsætisráðherra fram
á 2027. En ég gæti líka fallið í haust.
Ef ég verð forsætisráðherra jafn lengi
og Davíð verð ég 52 þegar ég hætti.
53 ára ef ég slæ metið hans. Sá maður
sem hefur setið lengst samfleytt á stóli
forsætisráðherra. En samt svo ungur.
Ólafur Ragnar var 53 ára þegar hann
var kosinn forseti. Ég virðist ætla að
verða sá maður sem á lengstu full-
orðinsár sögunnar. Mamma segir að
ég hafi fæðst gamall. Anna Stella segir
að ég hafi verið rígfullorðinn þegar
við kynntumst. Kannski verð ég for-
seti. Það er eiginlega eina starfið sem
fyrrum forsætisráðherra getur sinnt.
Ekki vil ég vera ritstjóri Tímans.
Í raun hefði ég getað lesið marka-
skrána og fólkið hefði klappað
Í fyrsta sinn síðan ég man eftir mér er ekki púkó að vera framsóknarmaður. Fólkið er svo þakklátt. Þakklátt mér. Kannski verð ég forseti. Það er
eiginlega eina starfið sem fyrrum forsætisráðherra getur sinnt. Ekki vil ég vera ritstjóri Tímans.
Fundurinn á Laugarvatni gekk vel. Þessar tengingar með hverabrauðinu voru hins vegar ekki
að gera sig. Öll endurreisn verður þó að eiga sér horfna gullöld. Hjá framsóknarmönnum eru
það ungmennafélögin, héraðsskólarnir og Jónas. Ljósmynd/Hari
38 dagbækur Helgin 24.-26. maí 2013