Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 24.05.2013, Blaðsíða 44
hann Biggi. Um leið er hann sá golfari sem náð hefur hvað lengst utan landsteinanna. Hefur spilaði um tíma á Evróputúrnum og hefur líka verið grátlega nærri þeim bandaríska. Birgir er þó hvergi nærri hættur og þótt hann sjáist líklega ekki spila hérlendis um hverja helgi er hann mjög líklegur á stórmótin tvö, Íslands- mótin í holukeppni og höggleik. Heitasti bitinn Haraldur Franklín Magnús er okkar Rory McIlroy. Heitasti spilarinn á síðasta ári, sigraði á báðum stóru mótunum og er afar líklegur til afreka á þetta árið. Haraldur er líka svo gott sem fæddur til að skara fram úr. Enda foreldrarnir engir aðrir en Kristján Franklín Magnús leikari og Sigríður „Sirrý“ Arnardóttir fjöl- miðlastjarna. Kraftakarlar Það elska allir að halda með þeim sem koma tuðrunni hvað lengst af teig. Þar er okkar maður Mosfellingurinn síkáti Magnús Lár- usson, öðru nafni Maggi sleggja. Hann er okkar John Daily. Þó án mullettsins og bumbunnar og allra hinna vandamálanna sem yfirleitt fylgja Daily. Annar dúndrari er svo Íslandsmeistarinn frá því 2011 Axel Bóasson. Klárlega okkar Bubba Watson. Slær tuðruna þangað sem hann vill fá hana. Lokahöggið sem tryggði honum titilinn um árið sýnir það. Inn- áhögg af 180 metra færi slegið með léttri áttu og hana nú! Hann er reyndar ekki örvhentur en það er önnur saga Maður fólksins Í svona upptalningu verður að verður að finna eins og einn Phil Mickelson. Okkar Phil er klár- lega Heiðar Davíð Bragason. Léttur á fæti, til í hvað sem er og alltaf stutt í létta lund. Stutta spilið liggur sérlega vel fyrir Heiðari rétt eins og hr. Mickelson. Koma svo Phil, nei ég meina Heiðar! Sjáum rautt Ricky Fowler-inn okkar er reyndar enginn unglingur lengur. Það kemst einfaldlega ekki hver sem er í rauðu buxurnar hans Sigurpáls Geirs Sveinssonar. Það er á kristaltæru. Norðlendingurinn sá var svo langt á undan sinni samtíð að þegar hann mætti í bux- unum þarna um aldamótin var næsti maður til að spila í rauðum buxum á túrnum sennilega í pampers. Það skal þó viðurkennt hér að hann er nú meira farinn að kenna en keppa en það má alltaf vona að Siggi Palli straui krumpurnar úr þeim rauðu og láti sjá sig á nokkrum mótum í sumar. Vert er svo að nefna að Björgvin Sigurbergs- son er svo á góðri leið með að verða Arnold Palmer Íslands. Þótt hann hafi nú ekki aldurinn í kónginn þá er hann bæði búinn að spila og kenna svo lengi að í kringum hann hefur nú safnast dágóður her. Bæði af skyldmennum sem og óskyldum. Þegar öldungamótaröð kemst á hér mun boltinn hans alltaf finna stutta grasið, alltaf. Fleiri til að flykkja sér á bak við eru svo Hlynur „Snedeker“ Hjartarson stigameistari síðasta árs, Rúnar „Sergio“ Arnórsson auk um 140 annara kylfinga sem keppa á meðal þeirra bestu. Þannig að nú er bara að finna mann og tala um að „við“ séum að gera góða hluti á Eimskipamótaröðinni þetta árið. 44 golf Helgin 24.-26. maí 2013  Golf Eimskipamótaröðin hEfst á akranEsi um hElGina a llir sem hafa snefil af íþróttaáhuga þekkja að minnsta kosti tíu útlenda golfara. Bubba, Tiger, Garcia og allir hinir eru svo gott sem húsvanir hér á Fróni. Þeir eru þó margir íslensku kylfingarnir sem búa yfir kostum þeirra útlensku. Því er ekkert til fyrirstöðu að líkja þeim við stjörn- urnar og auðvelda valið á golfara til að halda með. Golf er næst stærsta íþróttagreinin á Ís- landi. Samt þekkjum við okkar bestu kylfinga ekki frá næsta manni í strætó. Enda ganga þeir ekki endilega um í köflótt- um buxunum – í það minnsta ekki svona hvunndags. Hvað þarf að gerast til að þeir bestu fái þá upphefð við hæfi. Einfaldast er að velja sér mann – nú eða konu til að halda með. Nú gefst einmitt kjörið tækifæri þar sem Eimskipamóta- röðin hefst á Akranesi nú um helgina. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Aðal Okkar stærsta nafn er að sjálf sögðu Birgir Leifur Hafþórsson. Hann er okkar Tiger Woods eða kannski frekar okkar Greg Norman – Tiger er soddan væluskjóða. Svo er hann heldur ekkert unglamb lengur Leifur Hafþórsson, Tiger Woods og Greg Norman. Haraldur Franklín Magnús og Rory McIlroy. Magnús Lárusson (Maggi sleggja) og John Daily. Axel Bóasson og Bubba Watson. Heiðar Davíð Braga- son og Phil Mickelson. Sigurpáll Geirs Sveinsson og Ricky Fowler. Okkar menn í golfinu Sannkölluð náttúruperla Verð á mann í tveggja manna herbergi . Kr. 499.920,- Innifalið: Hálft fæði, ug, hótel, skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. safarí ferð um Yala þjóðgarðinn. www.transatlantic.is Náttúra, menning og ölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhver. Eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi en heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.