Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 62

Fréttatíminn - 24.05.2013, Síða 62
inni; þrátt fyrir andstyggð hans á þessu verki. Sem kunnugt er skiptust áhorfendur í tvo hópa á frumsýn- ingu ballettsins; svo mjög að þeir slógust undir fyrsta þættinum. Sumum ofbauð hrynjandin og ákefðin í tónlistinni og grófar og klúrar hreyfingar dansaranna; en öðrum fannst hvort tveggja einmitt það sem hafði vantað í tónlist og dans fram að þessu. Eftir fyrsta þátt róaðist salurinn og dönsurum og hljómsveit var vel fagnað í lokin. Tími stórra uppgötvana Sagan af þessari frumsýningu er ein af helgisögnum nútímalistar. Saga af getu listamanna til að brjóta múra; koma fram með uppgötvanir sem breyttu heim- inum. Eftir þetta kvöld varð tónlistin ekki söm. Það var eins og Stravinskíj hefði varpað fram kenningu sem breytti heimsmyndinni. Auðvitað má líta á sögu listarinnar þannig. Og það var varla annað hægt á þeim tíma sem Vorblótið var fyrst flutt. Þetta voru miklir framþróunartímar. Vísindaþekkingu hafðu fleygt fram. Einstein hafði koll- varpað heimsmyndinni með afstæðiskenningunni átta árum fyrr. Freud hafði kollvarpað hugmyndum fólks um eðli mannsins. Og listin vildi vera með. Picasso hafði málað Les Demoiselles d’Avignon fjórum árum fyrr og skapað nýja listastefnu, kúbisma, til að fanga nýja heimssýn. Þremur árum eftir frumflutning Vor- blótsins snéri Duchamp pissuskál á hvolf og kallaði vatnshana; Fountain. Tveimur árum þar á eftir stofnaði Gropius arkitektarskóla í Bauhaus. Tveimur árum síðar kynnir Schoenberg tólftónakerfið í tónlist. Og ári eftir það kemur út Ulysses eftir James Joyce. Nútíminn er orðinn antík Þannig verður nútímalistin til á tiltölulega stuttu tíma- bili. Og Vorblótið er sannarlega viðeigandi fæðingar- hríðir hennar. Gallinn er að nú er þetta tónverk orðið 100 ára. Ef það væri húsgagn væri það því formlega orðið að antík. Og þetta tvennt fer engan veginn sam- an. Nútímalist og antík. Verk geta verið annað hvort. En varla bæði. Til að skilja hvað 100 ár eru langur tími í listum má benda á að hundrað árum áður en Vorblótið var flutt fæddist Wagner. Þessi hundrað ár rúmuðu því fæðingu, lífshlaup og dauða annarrar byltingar í tónlist. Þriðja sinfónía Beethoven var samin 1804; níunda sinfónían 1829. Goethe samdi ljóðaleikritið um Faust 1808 og Jane Austen skrifaði Hroka og hleypidóma 1813. Goya málaði aftökuna 3. maí árið 1814. Það er eins og það sé lengri leið frá Goya að pissu- skál Duchamps, frá Faust að Ulysses og frá hetju- sinfóníu Beethoven að tólftónakerfi Schoenberg en frá þessum fæðingarverkum nútímalistar að list okkar daga. Ef listin sleit af sér viðjar og reif sig lausa um það leyti sem Vorblótið var frumflutt og tók undir sig stökk; þá er eins og hún hafi ekki stokkið ýkja langt. Della sem getur ekki dáið Það er langt síðan fólk áttaði sig á að framþróunar- kenning vísinda og þekkingar átti illa við um listir. Ein listastefna afnam ekki eldri stefnur á sama hátt og ný vísindakenning afsannaði eldri kenningu. Það var aðeins hugmynd sem varð til í stemningu tímans; tíska þegar nýjar uppgötvanir virtust á hverju strái. En þessi framþróunarkenning er lífseig. Hún þjakar meira að segja vísindin; hefur leitt til þess að þrátt fyrir öflugri mælitæki og greiningartól þá er eins og það hafi hægt á mikilsverðum uppgötvunum. Það er eins og meira af því sama leiði til minna og takmarkaðra. Eins og í listum. Þar sem glíman við innri rök mynd- listar leiðir fólk alltaf að sama hvíta tóminu. Og innri rök tónlistar virðast vera síendurtekinn eintónn. Hluti af lífseiglunni liggur í stofnanavæðingu hug- myndanna. Líklega viðurkenna allir í dag að hug- myndir Freud um mannshugann er óttaleg steypa; vissulega áhugaverð steypa hrærð upp af hugmynda- auðgi úr menningarsögulegum arfi en fráleit kenning um grunnforsendur andlegra meina eða uppbyggingu persónuleikans. Samt geta þessar hugmyndir ekki dáið. Þær eru samofnar menningu okkar og skjóta upp kollinum í öðru hvoru leikriti og þriðja hverju kaffi- húsaspjalli. Ef grípa má til pólitíkur; þá hefur Freud getið af sér svo mörg afleidd störf að hann getur ekki dáið. Hugmyndir hans eru efnahagsleg nauðsyn. Og sama má segja um nútímalist í leit að innri sann- indum. Hún hefur orðið efnahagsleg nauðsyn þótt hún hafi ef til vill ekki alltaf mikið menningarlegt gildi. Hún er stofnun er viðheldur sjálfum sér. Kapítal kapítalismans vegna En það er kannski ósanngjarnt að tala um þetta í tengslum við Vorblótið. Eins og mörg tímamótaverk frá upphafi tuttugustu aldar á tónverkið miklu meira skylt við umrót nítjándu aldar en takmarkandi hugsun þeirra tuttugustu. Tökum dæmi af kapítalismanum. Upp úr 1960 urðu til kenningar um að efla mætti hagsæld með því að tryggja að hagkerfið fyndi innra jafnvægi sitt. Til urðu stjórnmálastefnur sem studdu þessa kenningar. Þær gengu út á að raska sem minnst við fjármálalífinu. Sagt var að ytri inngrip í nafni mannúðar, réttlætis eða sann- girni myndu aðeins tefja fyrir því að jafnvægi kæmist á; og af því sprytti hið sanna réttlæti; það eina sem gat haldist; verið sjálfbært; borið uppi af innri lögmálum fjármálakerfsins. Þetta leiddi til hugmynda um að eini tilgangur fyrirtækja væri að skapa arð fyrir hluthafa. Viðskipti viðskiptanna vegna; l’art pour l’art. Þetta leiddi sem kunnugt er til hruns. Viðskipti eða efnahagslíf býr ekki yfir neinum leyndum innri æðri rökum. Ekki frekar en listin. Í kjarna hennar er tóm sem verður að fylla með merkingu ef listaverkið á ekki að hljóma kalt og hollt. En það er ekkert slíkt tóm í Vorblótinu. Það nötrar af rómantískum hugmyndum um einskonar frumkraft og er galopið fyrir áhrifum alls staðar að; sogar í sig alla tónlist. Spriklandi antík. Unglegra en margar nýjar línur í húsgagnabúðunum.  Ballett VorBlótið 100 ára Það er eitthvað pínulítið sorglegt við að þetta tíma- mótaverk sé orðið hundrað ára. Hvert fóru þessi hundrað ár? Hefði ekki eitthvað meira átt að gerast eftir þetta efnilega upphaf? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Mannbætandi konfektmoli „Enginn getur gert fyrir þig það sem þú getur gert fyrir sjálfan þig.“ Jorge Bucay Bók sem gerir hið flókna einfalt og lífið skiljanlegra www.forlagid.i s – alvör u bókabúð á net inu Metsölubók um allan heim! Nútímalistin er orðin antík Íslenski dansflokkurinn dansar Petrushku og Vorblótið eftir Stravinskíj í kvöld og á morgun á vegum listahátíðar. Afmælisveisla Vorblótsins en kannski líka útför; verkið er formlega orðið að antík. Í kvöld heldur listahátíð, sinfónían og íslenski dans-flokkurinn upp á 100 ára afmæli Vorblótsins eftir Stravinskíj, en þetta tímamótaverk var fyrst flutt af hljómsveit Rússneska ballettsins í Théâtre des Champs- Élysées 29. maí 1913. Dansgoðsögnin Vaslav Nijinskíj samdi dansinn og Pierre Monteux stjórnaði hljómsveit- 62 samtíminn Helgin 24.-26. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.