Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Page 2

Fréttatíminn - 13.04.2012, Page 2
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Brottför: 16. júní Örfá sæti laus Innifalið í verði: Sjá á www.sunnuferðir.is 384.000 kr. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is Saga, sól og söngvar Davíðs á Ítalíu 15 dagar á Ítalíu undir fararstjórn Garðars Cortes óperusöngvara á söngvaleiðir skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sunnuferðir bjóða nú viðburðarríka ferð til Ítalíu þar sem fetað verður í fótspor skáldsins frá Fagraskógi alla leið frá Flórens suður til Kaprí. Garðar syngur lög skáldsins og segir söguna um hvernig þau urðu til. Ógleymanleg menningarferð um Ítalíu!  Heilsa Íslenskir fyrirburar telja lÍðan sÍna lakari en meðaltal segir Fyrirburar eiga erfitt uppdráttar f yrirburar á unglingsaldri, sem vega að kílói við fæð-ingu, telja lífsgæði sín slak- ari en jafnaldrar þeirra sem fædd- ust yfir 2,5 kílói. Þeir mælast bæði með minni líkamlega og andlega vellíðan og finnst lundarfar sitt og tilfinningar lakari. Þetta er niður- staða meistararitgerðar Hólmdísar Freyju Methúsalemsdóttur, iðju- þjálfa í lýðheilsuvísindum. „Niðurstöður mínar gefa til kynna að það þurfi að hlúa sér- staklega vel að þessum hópi barna og fylgja þeim betur eftir á unglingsárum,“ segir hún, „en það var ánægjulegt að sjá að enginn munur kom fram á spurningum sem sneru að sjálfræði, heimilislífi og tengslum við foreldra, fjárhag, félagslegum stuðningi og jafn- öldrum auk skóla og félagslegrar viðkenningar. Og þetta er þrátt fyrir að þessi hópur barna hafi þurft að ganga í gegnum erfiða tíma og hremmingar á fyrstu vikum og mánuðum lífsins. Þau eru jú fædd undir 1000 grömm- um, sem er minna en sem nemur mjólkurfernu.“ Ingibjörg Georgsdóttir, barna- læknir, hefur fylgst með þessum fyrirburum frá fæðingu. Rannsókn Hólmdísar er hluti af langtíma eft- irfylgni með heilsu og líðan þrjátíu fyrirbura af þeim 35 sem lifðu eftir fimm ára aldur og fæddust á ár- unum 1991 til 1995 á Íslandi. Í grein Ingibjargar, sem birtist í vefútgáfu Acta Pædiatrica í janúar, segir að 57 prósent unglinganna glími við námserfiðleika, tuttugu prósent þeirra séu í sérkennslu- bekkjum og 37 prósent þeirra fái stuðning við lærdóminn. Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir iðjuþjálfi. Ljósmynd Hari. Hér er Jón Gerald Sullenberger við bréfabunkann með athugasemdum um að matvælamerkingar verslunarinnar séu ekki að evrópskum lögum. Ljósmynd/Hari  matvöruverslanir segir keppinauta reyna að bola kosti af markaði Hóta að loka Kosti vegna Cocoa Puffs Jón Gerald Sullenberger situr með tíu sentimetra bunka af bréfum frá lögmönnum og heil- brigðiseftirlitinu sem að efni fela í sér kröfur um að vörur séu annað hvort teknar úr sölu og urðaðar eða þær merktar samkvæmt evrópskum reglugerðum. Einelti, segir Jón Gerald. Kostnaðurinn við að mæta kröfunum lendi óhjákvæmilega á neytendum. H eilbriðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis hótar að loka lágvöruversluninni Kosti verði sölu á Cocoa Puffs, Lucky Charms og Twix ekki hætt. Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts, líkir tíðum bréfaskrift- unum eftirlitsins og lögmanna við einelti sem hafi vaxið í réttu hlutfalli við aukna velgengni verslunarinnar. Í bréfunum sé farið fram á að vörurnar séu teknar úr sölu og þær urðaðar. „Það er verið að reyna að knésetja okkur og sjá til þess að við gefumst upp,“ segir Jón Gerald og telur að fjármunum heilbrigðiseftirlitsins væri betur varið í annað en að koma í veg fyrir að Íslending- ar borði til dæmis Cocoa Puffs. Hann bendir á að Kókó-kúlurnar séu á ríflega 500 milljóna manna markaði án athugasemda; það er í norður-, mið- og suður Ameríku. Eftirlitið heldur því fram að í þessum vörum séu óheimil litar- og þráavarnarefni. Jón Gerald segir þráa- varnarefnin víða í lyfjum hér á landi og telur þessar reglur fyrst og fremst settar til verndar evrópskri framleiðslu, sem sé 20 til 30 prósentum dýrari en sú amer- íska. „Það sorglega er að þessar merkingar og þetta eftirlit kostar fullt af peningum. Hver borgar það? Neytendinn,“ segir hann. „Komið með röksemdir fyrir því að við megum skaða okkur með brennivíni, sígarettum og munntóbaki en ekki þessu. Þetta er Cocoa Puffs!“ Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi segir eftirlitið fara að lögum. „Við förum ekki út í þvingurnaraðgerðir nema að tilefni sé til. Það getur verið vegna bráðanauðsynja eða ítrekaðra brota,“ segir hann. Spurður hvort ítrekuð brot teljist þrjú eða tuttugu? „Það fer eftir alvarleika brots hversu harkalega er stigið til jarðar.“ Jón segist ekki vita hverjir standi á bakvið kvartanir og kærur til heilbrigð- iseftirlitisins en bréfin séu send frá Lögmannsstofunni Mörk sem Gestur Jónsson og Ragnar Hall fari fyrir. Hann reiknar því með að það geri þeir í um- boði Haga. Hann segir að auglýsi Kostur nýja sendingu mæti starfsmaður Aðfanga/ Haga, týni nýju vörurnar í körfu og kaupi . „Svo leggjast þeir yfir þær og kæra okkur.“ Markmiðið sé að ýta vörum hans út af markaði til þess að knýja kaupendur til að kaupa þær hjá sér. En hverjar eru líkurnar á því að hann hætti? „Engar. Eins lengi og neytendur koma til okkar, versla við okkur og standa með okkur verðum við hér.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Bretti af möndlum urðað þegar Jón var í fríi Mánuði eftir að ný reglu- gerð var sett sem krefst vottorða með möndlum frá þriðja heims ríkjum og Bandaríkjunum segir Jón Gerald Sullenberger að hann hafi fengið bretti af möndlum frá Banda- ríkjum. Hann hafi verið í fríi þegar heilbrigðiseftir- litið mætti, gerið brettið upptækt og urðaði þar sem vottorðin voru ekki uppsett að samkvæmt evrópskum stöðlum. „Tjónið var ábyggilega milljón,“ segir Jón, sem fékk ekki að endursenda vöruna. „Núna get ég keypt þessa nákvæmlega sömu vöru, í nákvæm- lega eins pokum, í Bretlandi á 18 prósenta hærra verði.“ - gag Þorskárgangurinn sá stærsti frá 1985 Þorskárgangurinn frá því í fyrra er sá stærsti sem mælst hefur frá því árið 1985, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Stofnvísitala þorsksins hækkaði fimmta árið í röð og hefur ekki verið hærri í 25 ár, að því er fram kom á Vísi í gær. Þá er meðalþyngd þorsks, sem farið hefur vaxandi undanfarin ár, komin vel yfir meðallag. Við sunnanvert landið var meðalþyngd með því besta í tíu ár, eða frá því vigtun hófust. Fyrir norðan var þorskurinn í betri holdum en verið hefur síðan 1996. Þetta eru niðurstöður úr svonefndu togararalli, þar sem nokkrir togarar toga á sömu veiðislóðum á sama tíma ár eftir ár. - jh Orkustrengur til Evrópu til skoðunar Orkusala til Evrópu var aðal umfjöllunar- efni ársfundar Landsvirkjunar sem haldinn var í gær. Mikill áhugi er á verkefninu meðal ráðamanna á meginlandinu. Ráðherra orkumála í Bretlandi kemur hingað í næsta mánuði til að ræða málið. Í frétt Ríkisútvarpsins sagði að Lands- virkjun hefði lengi skoðað þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu. Tæknilega hefur það verið framkvæmanlegt um langt skeið, en ekki talið hagkvæmt. Nú virðist annað hljóð komið í strokkinn. Margt bendir til að framkvæmdin geti borgað sig upp á tiltölulega skömmum tíma vegna þess að verðmæti umhverfisvænnar orku hefur aukist í Evrópu. Áhugi virðist vera fyrir verkefninu í nokkrum Evrópulöndum; í Þýskalandi og Hollandi auk Bretlands. - jh Frístundabílnum lagt „Sorglegt,“ segir Gísli H. Guðlaugsson, formaður Foreldrafélags Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði um þá ákvörðun bæjaryfir- valda að leggja Frístundabílnum. Bæjar- yfirvöld ákváðu þetta þar sem ljóst var, eftir þriggja ára tilraunaverkefni, að fjöldi notenda væri ekki nægur auk þess sem styrkir og stuðningur fyrirtækja stæði ekki undir rekstrinum. Gísli krossleggur fingur og vonar að bænum takist að semja um fleiri ferðir Strætós, eins og stefnt er að. Hann segir bílinn hafa nýst Haukum vel, þar sem hann komi að körfuknattleiks- deildinni. „Krakkarnir notuðu bílinn til að komast á æfingar og því mjög sorglegt ef raunin verður sú að þjónustan verði ekki áfram í boði.“ - gag Komið með röksemdir fyrir því að við megum skaða okkur með brenni- víni, sígarettum og munntóbaki en ekki þessu. Þetta er Cocoa Puffs! Þau eru jú fædd undir 1000 grömm- um, sem er minna en sem nemur mjólkurfernu. Innihaldslýsing PIP sögð afar ónákvæm Innihaldslýsing fölsuðu PIP-sílikonpúðanna, sem velferðaráðu- neytið áframsendi í tölvupósti til konu sem lét fjarlægja 17 ára til- raunapúða í febrúar, er afar ónákvæm. Þetta er mat Ingvars Árnasonar, prófessors í efnafræði við HÍ. Ráðuneytið vísar í skýrslu Vísindanefndar Evrópusambandsins og segir meginuppistöðuna metýlsílíkonolía, sílíkonolía og efni sem kallast RHODORSIL RTV 141 A og B. „Að tala um sílikonolíu og metýlsílikonolíu er rétt eins og að tala um mjólk og súrmjólk,“ segir Ingvar. Sílikonefni eru mjög fjölbreytileg og metýlsílikonið langalgengasta sílikonolían. - gag 2 fréttir Helgin 13.-15. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.