Fréttatíminn - 13.04.2012, Side 26
Ástþór klikkar ekki
Ástþór Magnússon hefur gert nokkrar atrennur
að Bessastöðum og er síður en svo af baki dottinn
þótt illa hafi árað í fyrri leiðöngrum. Hann boðaði
til blaðamannafundar og ljóstraði upp um samsæri
365 miðla og RÚV að koma Þóru Arnórsdóttur á
forsetastól. Og vakti þó nokkra athygli með þeim
ummælum.
Aðalsteinn Kjartansson
Djöfull er þetta orðið þreytt hjá Ástþóri. Það er
akkúrat engin eftirspurn eftir honum. Það er
heldur ekki eins og hann sé að gera eitthvað, eða
segja eitthvað nýtt. Um hvað eiga fjölmiðlar að
fjalla?
Eva Hauksdottir
Þessu samsæri er augljóslega beint gegn Ástþóri.
Fjölmiðlaklíkan hefur óttast að hann myndi sigra
ÓRG og ákveðið að finna aðra sjónvarpsstjörnu til
höfuðs honum.
Jónína Ben
Ég læt ykkur vita innan tíðar hvort að ég boða
til blaðamannafundar. Eru það blöðin sem kjósa
forsetann? Getur verið að Ástþór hafi á réttu að
standa það er að fjölmiðlarnir hafa valið þjóðinni
þjóðhöfðingja? Fyndið land og fjölmiðlamenn enn
á egótrippi.
Leitin að forseta Lorem Ipsum-lands
Þrátt fyrir ákafa Ástþórs og bandalag fjand-
vinanna og fjölmiðlakónganna Ara Edwald og Páls
Magnússonar eru fleiri forsetaframbjóðendur til
umræðu á Facebook.
Garðar Örn Úlfarsson
Ávarp forsetaframbjóðanda til Íslendinga:
„Lorem Ipsum is simply dummy text of the printing
and typesetting industry.“
Spes. Nánar á heimasíðu dr. Herdísar
Þorgeirsdóttur:
Heiða B Heiðars
Pólitík er allsstaðar. Hvernig forseta
fengjum við eiginlega ef hann hefði engar
pólitískar skoðanir? Skoðanalausa skinku eða
tripaltattoo dúdda?
Gunnar Grímsson
Engir nýir forsetaframbjóðendur í dag?
Sveinn Andri Sveinsson
Ég hef einfaldan smekk. Ég ætla að kjósa þann
frambjóðanda sem ég tel líklegastan til að bera
sigurorð af Ólafi Ragnari. Ekki orð um það meir.
Hvað er málið með þetta velferðarkerfi?
Alda Jóhanna Hafnadóttir, 21 árs einstæð móðir
úr Keflavík, birti pistil um sjálfa sig og efnahags-
ástandið á bleikt.is en uppskar tæpast þá athygli
sem hún ætlaði. Fólki á Facebook virðist konan
bara hafa það ágætt og málsháttur um kálfa og
ofeldi bergmálar í æsingnum.
Kolbeinn Marteinsson
Þessi unga móðir fær um 180 þús frá almanna-
tryggingum þessa lands en hana vantar meira
til að verða hamingjusöm. „Ríkisstjórnin ætti að
skammast sín að vera ekki búin að laga þetta og
láta þegna landsins þjást á þennan hátt. Finnið
einhverja lausn á þessu vandamáli sem ríkir í
landinu og förum að vera hamingjusöm aftur!“
Teitur Atlason
Er í skóla og er BLÖNK !!! Skamm ríkisstjórn - -
Skamm !!!
Sandra Sigurjónsdóttir
Er gellan ekki að grínast? nennir eh að hringja á
vælubílinn !!
Snædís Högnadóttir
Æji cry me a river maður!!
26 fréttir vikunnar Helgin 13.-15. apríl 2012
676
milljónir er upphæðin
sem leikarinn George
Clooney ætlar að safna fyrir
Barack Obama í aðdraganda
forsetakosninganna í Banda-
ríkjunum.
Góð vIka
fyrir Einar Má Guðmundsson
rithöfund
SLæm vIka
fyrir Stefán Eiríksson
lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins
12
sinnum hefur fjöldamorðingj-
anum alræmda Charles
Manson verið neitað um
reynslulausn af dómstólum í
Kaliforníu. Hann afplánar lífs-
tíðarfangelsi fyrir sjö morð á
árunum 1968 til 1969.
Talsmaður stjórnvalda í Falun Gong málinu
Þingsályktunartillaga um að íslenska ríkið biðjist afsökunar og greiði
skaðabætur til iðkenda Falun Gong vegna meðferðarinnar á þeim í
júní 2002 er örugglega óþægileg fyrir Stefán Eiríksson lögreglustjóra.
Stefán var ungur skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti Sólveigar
Pétursdóttur þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók á móti forseta
Kína Jiang Zemin. Hluti af undirbúningi ráðuneytisins fyrir heimsóknina
var að loka landinu fyrir Falun Gong. Var Stefán talsmaður stjórnvalda
og gekk fram af miklum ákafa í fjölmiðlum. Aðgerðirnar náðu til ellefu
alþjóðlegra flugvalla þar sem meira en 150 manns var meinað að ganga
um borð í vélar Flugleiða. Um 75 manns
náðu til landsins en voru handteknir og
haldið í Njarðvíkurskóla í 36 klukku-
stundir. Persónuvernd úrskurðaði ári
eftir atburðina að dómsmálaráðuneytið
hefði brotið lög með því að senda nöfn
meðlima í Falun Gong til Flugleiða og
sendiráða Íslands. Falun Gong átti sér
aðeins sögu um friðsamleg mótmæli.
Enginn á listanum var stöðvaður eða
handtekinn á þeim forsendum að
hann hefði framið glæp. Ástæðan var
eingöngu trú og lífsskoðun þessa fólks.
7,1
vIkan í töLum
HeItuStu koLIn Á
milljarður er munurinn á rekstarafkomu Icelandair og
Iceland Express á síðasta ári. Icelandair hagnaðist um
4,4 milljarða en Iceland Express tapaði 2,7 milljörðum.
Sjö milljón krónum ríkari
Einar Már Guðmundsson fékk í vikunni Norrænu bókmennta-
verðlaunin fyrir framlag sitt til bókmennta en þau hafa verið
veitt árlega frá 1986. Verðlaunin eru einhver þau virtustu sem
norrænir rithöfundar geta fengið og eru oft kölluð litli Nóbel-
inn eða norrænu nóbelsverðlaunin. Og þeim fylgir ekki aðeins
heiður og virðing heldur bólgnar veski Einars líka hraustlega
því verðlaununum fylgir fé upp á 350.000 sænskar krónur,
sem gera um það bil sjö milljónir íslenskar krónur sam-
kvæmt gengisskrá
Seðlabankans. Þar á
bæ fagna menn líka
örugglega vegsemd
Einars því þjóðarbúinu
veitir ekki af erlendum
gjaldeyri. Einar er
þriðji Íslendingurinn
sem hlýtur Norrænu
bókmenntaverðlaunin.
Thor Vilhjálmsson fékk
þau árið 1992 og Guð-
bergur Bergsson árið
2004.
Tundurdufl í trollið
350 kílóa tundurdufl kom í troll Sóleyjar
Sigurjóns GK aðfararnótt miðvikudags,
þegar báturinn var á togveiðum á Búrbanka.
Landhelgisgæslan kom um borð og tók
hvellhettu úr duflinu. Það var síðan flutt yfir í
hafnsögubát og gert óvirkt í landi.
Vel heppnað en gengur hægt
Samkvæmt nýrri rannsókn Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins eru aðgerðir íslenskra stjórn-
valda til handa heimilum í skuldavanda vel
heppnaðar en ganga of hægt.
Veiða í færeyskri lögsögu
Um tugur íslenskra skipa er farinn til
kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni.
Veiðin fer vel af stað og kolmunni er þegar
farinn að berast til Íslands.
Forsætisráðherra Kína væntanlegur
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er
væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands
20. apríl, ásamt fjölmennu fylgdarliði.
Samherji hefur ekki fengið nein gögn
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur ekki
fengið nein gögn frá Seðlabankanum um
rannsókn gjaldeyriseftirlits bankans á
meintum brotum fyrirtækisins á lögum um
gjaldeyrismál.
3
krónur er kostnaðurinn við
að slá eina krónumynt.
47
sekúndur var tíminn sem
Lionel Messi var inn á vell-
inum í sínum fyrsta landsleik
fyrir Argentínu. Hann kom
inn á 63. mínútu og var
rekinn útaf 47 sekúndum
síðar.
Ástþór Magnússon forsetafram-
bjóðandi telur að fjölmiðlar
mismuni forsetaframbjóðendum.
Á blaðamannafundi fyrr í vikunni
kvartaði hann undan því að fá
minni umfjöllun í fjölmiðlum en
aðrir frambjóðendur. Með því
ráðskist fjölmiðlar með lýðræðið.
Ástþór líkir forsetakosningunum
við kosningar í Rússlandi. Hann
skorar á fjölmiðla að veita fram-
bjóðendum jafnan aðgang til
að kynna stefnumál sín. Ástþór
býður sig nú fram í embætti
forseta Íslands í fjórða sinn. Ljós-
mynd Hari
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Borðapantanir í síma 517-4300
Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr.
Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó,
sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum
ásamt hvítvínsglasi.
Bláskel & Hvítvín 2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt
hvítvínsglasi.
G
e
y
s
ir
Bi
stro & Bar
FERSKT
&
FREiSTa
ndi
Fagmennska
í Fy
ri
rr
ú
m
i
SpennAndi
sjávarrétta
tilBoð