Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 33
Helgin 13.-15. apríl 2012 Fært til bókar Þýðandi og eiginmaður Illugi Jökulsson hvetur fólk til þess að sjá Dagleiðina löngu í Þjóðleikhúsinu en verkið hefur fengið góða dóma. Í pistli á Eyjunni segir hann: „Ég sé á auglýs- ingum að sýningum á Dagleiðinni löngu fer nú fækkandi í Þjóð- leikhúsinu. Ég ætla því að leyfa mér að hvetja fólk til að drífa sig. Þetta leikrit Eugene O´Neill er heil- mikið fjölskyldudrama og alveg sérstaklega vel skrifað. Þessi fjölskylda sem þarna velkist um eina langa dagleið í lífinu verður manni ógleymanleg. Hið sér- staka vandamál fjölskyldunnar er svo fyrirbrigði sem því miður er enn á fullri ferð í fjórða hverju húsi í Reykjavík – og leikritið hefur enn sitt að segja um þetta efni. Önnur ástæða er fyrir fólk til að missa ekki af þessu: Leikur þeirra fjór- menninga á sviðinu. Það er eitthvað, eins og börnin segja. Stórleikur er stundum sagt, en það er kannski ekki rétta orðið, því þarna eru leikarar sem geta gert mikið með hinu smáa. Svo er náttúrlega þýðingin alveg hreint snilldarleg en það er önnur saga!!“ Eitt upp- hrópunarmerki vegna hinnar snilldarlegu þýðingar dugar Illuga ekki en væntanlega veit hann að flestir lesendur pistilsins eru meðvit- aðir um það að þýðandinn er enginn annar en hann sjálfur. Svo má ekki gleyma því að Guðrún Gísladóttir leikkona er meðal þeirra sem stórleik sýna í verki Eugene O´Neill – en hún er jú eiginkona þýðandans. Dýravernd Mannsins grimmd Þ að er al-veg öruggt að sá sem er grimmlyndur við dýrin er ekki góður maður.“ (A. Schopen- hauer). Þetta eru orð að sönnu og því miður höfum við í Kattavina- félaginu upp- lifað mikinn óhugnað gagn- vart köttum. Mörgum er kannski enn í fersku minni þegar níu kisur fundust í kartöflupoka í Heiðmörk rétt fyrir jólin 2010. Aðeins tveimur þeirra var hægt að bjarga. Í janúar skaut lög- reglumaður kött í hrauni í Vest- mannaeyjum, hitti hann í augað og kötturinn slapp. Hann kom heim til sín tíu dögum síðar mikið slasaður og lést skömmu síðar. Við höfum fengið fréttir af köttum sem eru skildir eftir einir í íbúð, matarlausir og vatnslausir. Við finnum ketti fyrir utan Kattholt, nú síðast kisu í kassa með hálfa kartöflu með sér, daginn fyrir skírdag. Tveimur dögum áður hafði kött- ur verið skilinn eftir fyrir utan Kattholt um nótt. Maður sem var á leið til Keflavíkur sá kæli- box í hrauninu við Kúagerði, furðaði sig á hvers vegna það væri þar og fór að athuga málið. Í kæliboxinu voru sex dauð- skelfdar kisur, allar fárveikar þegar komið var með þær í Kattholt. Í fyrradag voru tvær stúlkur á göngu með hundana sína í Heiðmörk þegar þær sáu svartan ruslapoka sem rækilega var bundið fyrir. Í pokanum var læða með átta kettlinga úr tveimur gotum. Einn þeirra var með vatnshöfuð. Stúlkurnar komu kisunum umsvifalaust á Dýraspítalann í Víðidal þar sem hlúð var að þeim þar til þær voru fluttar í Kattholt. Þessar frásagnir eru aðeins brotabrot af því sem við upplifum um grimmd manna. Skaddaðar sálir Hvað gengur fólki til? Í dýra- verndarlögum er skýrt kveðið á um að dýr skuli aflífa á sársauka- lausan hátt. Hvers vegna hlýðir fólk ekki lögunum? Hvers vegna láta kattaeigendur ekki gelda högna og gera ófrjósem- isaðgerðir á læðum? Með því að framfylgja ekki einföldum beiðnum er hér offjölgun á köttum, sem fá ekki allir heimili. Kattholt er eina dýraathvarfið á Íslandi og getur ekki endalaust tekið á móti kisum. Það er beiðni mín til þeirra sem ekki geta haldið kisunum sínum að fara með þær til dýra- læknis og lofa þeim á sofna á mannúðlegan hátt. Ein sprauta, og þær eru komnar á eilífðar veiðilendur kisuhimna. Hina, dýraníðingana, sem hafa svo skaddaða sál að þeir murka lífið úr dýrum sínum er lítið hægt að gera fyrir nema sitja fyrir þeim og ná þeim svo þeir fái þá refsingu sem þeim ber. Það er erfitt fyrir okkur í stjórn Kattavinafélagsins og starfsmenn Kattholts að upplifa slíka grimmd sem við höfum horft upp á bara núna síðustu daga. Við erum ekki með hjarta úr steini. Við vinnum sjálfboða- starf til að bjarga köttum og ekk- ert er sárara og erfiðara fyrir okkur en horfa upp á þá grimmd sem býr í sumu fólki. Tómas Guðmundsson segir í minningarljóði sínu til hundsins síns, Stubbs: Anna Kristine Magnúsdóttir formaður kattavinafélagsins Úr langri reynslu vann ég vissu þá, að vonlaust sé að finna mönnum bjá þá kosti, er hrjáðum heimi megi duga og hroka, grimmd og morðfýsn yfirbuga. Hversu sönn þessi orð eru. Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Nýtt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.