Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 14
Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA S ayid var á leið heim til eiginkonu og barna, sex ára sonar og ársgamallar dóttur, í Erítreu eftir námsdvöl á Íslandi þegar vinir hans ráðlögðu honum að snúa ekki til baka. Lögreglan hafði komið á skrifstofu hans í orkumálaráðuneyti Erítreu í með það fyrir augum að handtaka hann. Ef hann hefði verið á staðnum sæti hann enn í fangelsi án dóms og laga, hefði líklega þurft að þola pyntingar og fjölskyldan fengi engar fregnir af afdrifum hans. Ástandið þar er með því skelfilegasta sem þekkist. Sayid var staddur í Þýskalandi þegar hann fékk viðvörunina. Hann hafði millilent þar á leið heim eftir hálfs árs námsdvöl á Íslandi. Hann afréð að fara til Svíþjóðar og sækja þar um hæli en vegna svokallaðs Dyflinarsáttmála var hann sendur aftur til Íslands því hann var með vegabréfsáritun til Íslands. Sa- yid er jarðfræðingur og hafði dvalist hér á landi við nám í Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna í hálft ár. „Ég átti pantað flug til Erítreu þann 23. október. Þann 19. október mætti lögreglan á skrifstofu mína í ráðuneytinu til að handtaka mig. Þegar mér var sagt þetta ákvað ég að fara ekki til baka,“ segir Sayid. Hann hitti fjölskyldu sína ekki aftur fyrr en fimm árum síðar, eftir miklar raunir. Við getum ekki notað þeirra réttu nöfn og ætlum því að kalla móðurina Aatifa, drenginn Hayat og stúlkuna Hy- iab. Erítresk yfirvöld eru með útsendara um alla Evrópu sem hafa það verkefni að finna erítreska flóttamenn. Farið er í gegnum fjölmiðla og tilkynnt til heima- landsins ef Erítreubúi birtist þar og fjölskyldunni heima fyrir er refsað harð- lega. „Þó svo að við höfum sloppið eru fjölskyldur okkar enn í hættu,“ segir Sayid. „Rangar“ pólitískar skoðanir Ástæðan fyrir handtökutilrauninni er að árið 2000 var Sayid meðlimur í öðr- um stjórnmálaflokki en nú er leyfilegur í landinu. Upp úr aldamótum hóf forseti landsins, Afwerki Isaias, skipulagðar hreinsanir á pólitískum andstæðingum sínum með hjálp lögreglu og hers. Lýðræði var afnumið og þáverandi ríkisstjórn og æðstu ráðamenn hand- teknir. Þeir sitja enn í fangelsi. Þeir sem sluppu undan handtökum flúðu land. Fjölmiðlar voru bannaðir og frétta- og blaðamenn fangelsaðir enda er talið að hvergi í heiminum ríki minna fjöl- miðlafrelsi en í Erítreu, ekki einu sinni í Norður-Kóreu. Fjöldi blaðamanna, erí- treskra og erlendra, sitja í fangelsi, þar á meðal sænskir blaðamenn sem ekki hefur tekist að fá lausa úr haldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sænskra yfir- valda. Á árunum fyrir aldamót ríkti bjart- sýni í Erítreu að sögn Sayid. Ríkið hafði öðlast sjálfstæði árið 1993 og komið var á lýðræði og landið var á uppleið efna- „Þetta er pabbi! – hún þekkti mig af myndunum“ Sayid kvaddi eiginkonu, 11 mánaða dóttur og sex ára son þegar hann fór í sex mánaða nám til Íslands árið 2004. Hann hitti þau ekki aftur fyrr en fimm árum síðar á Keflavíkurflugvelli. Börnin þekktu hann aftur af myndum sem þau áttu af pabba sínum. Þau eru frá Erítreu en ástandið þar er með því versta sem þekk- ist. Einræði ríkir og er fjölskyldum flóttamanna, sem margir freistast til að flýja óbærilegar aðstæður, grimmilega refsað. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir hér magnaða sögu flóttamanns frá Erítreu en fjölskyldu hans tókst að sleppa með ævintýralegum hætti, eftir hremmingar og sér nú framtíðina fyrir sér á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Amnesty International er talið að um 230 þúsund erítreskir flóttamenn búi utan heima- lands síns. Engar tölur eru til um fjölda þeirra sem látið hafa lífið á flóttanum eða lög- reglan myrt. Flestir erítreskir flóttamenn eru í Súdan, um 200.000, þar af eru um 130 þúsund í ömurlegum að- stæðum í flóttamannabúðum þar í landi. Þeir sem reyna að komast til Líbýu og þaðan til Evrópu þurfa að fara yfir Sinai- eyðimörkina í Egyptalandi þar sem skipulögð mannrán, þrælasala og líffærastuldur viðgengst. Þá hefur erítreska lögreglan stundað að gera áhlaup á egypsk og súdönsk þorp og handtaka erítreíska flóttamenn sem þar leynast. Bróðursonur Sayid flúði Erítreu 18 ára gamall og er nú í Súdan. Hann þurfti, líkt og allir Erítreubúar 18 ára og eldri, að sinna herskyldu. Engin takmörk eru á því hve fólk þarf að sinna herskyldu lengi og veit enginn í raun hvenær honum verður sleppt úr hernum, ef nokkurn tímann. Óbreyttir hermenn eru notaðir sem þrælar fyrir hærra setta og eru notaðir til að byggja hús fyrir þá, vinna við landbúnað á jörðum sem herinn hefur stolið af bændum, í þrif eða önnur heimilisstörf. Allt án þess að fá greitt fyrir annað en örlitla vasapeninga til að geta lifað af. Í huga erítreskra ungmenna er framtíðin ekki björt. Síðasta árið í menntaskóla, þegar þau eru 17 ára, eru þau send í herbúðir þar sem þau þurfa að dveljast í að minnsta kosti ár, sum lengur, án þess að eiga þess kost að hitta fjöl- skyldu sína. Þar hljóta þau herþjálfun og þurfa að læra fyrir lokapróf sem hefur úrslitaáhrif á fram- tíðarhorfur þeirra. Þau sem ná prófinu eiga þess kost að halda áfram námi, ýmist í háskóla eða starfsgreina- skóla. Að námi loknu eru þau skylduð til að starfa hjá ríkinu í tvö ár með lágmarks- framfærslu að launum. Þau sem ekki ná menntaskólaprófi eru send í herinn. Allir sinna hins vegar herskyldu í mis- langan tíma. Systursonur Sayid var neyddur í herinn en flúði yfir landamærin til Súdan þegar hann fékk tækifæri til. Faðir hans var rukkaður um 50.000 nakfa sem hann gat ekki greitt. Hann var settur í fangelsi en eftir tvo mánuði hafði honum og konu hans tekist að skrapa saman fyrir sektinni hjá vinum og fjölskyldu og var honum þá sleppt. Eina von erí- treskra barna felst í því að geta dag einn flúið. Það er betra að deyja á leiðinni en að þurfa að búa í því vonleysi sem ríkir í Erítreu. Þess vegna taka þau áhættuna á að flýja yfir Sinai eyðimörkina eða sigla yfir Miðjarðarhafið og láta lífið á leiðinni. Það er vonin um betra líf sem fær þau til þess að reyna. -sda Dauðinn betri en líf í Erítreu hagslega. „Ég fór í námsferð til Noregs árið 1997 en þá hvarflaði ekki að mér að koma ekki aftur. Það voru jákvæð teikn á lofti í Erítreu. Við vorum með lýðræð- islega kjörið þing, fjöldi frjálsra fjölmiðla var starfandi og efnahagurinn á uppleið. Árið 1998 fór að halla undan fæti og árið 2000 hætti þingið að starfa. Fimm- tán ráðherrar voru handteknir og eru enn í fangelsi. Ástæðurnar sem gefnar voru, voru þær að þeir hefðu aðrar hug- myndir en forsetinn,“ segir Sayid. Nú er einungis einn stjórnmálaflokkur leyfður í landinu. Þar ríkir hvorki skoðanafrelsi né tjáningarfrelsi og dómsvaldið er ekki starfandi. Forsetinn er einráður með að- stoð hers og lögreglu. Hreinsanirnar héldu áfram og árið 2003 var komið að embættismönnum í ráðuneytum. „Allir þeir sem höfðu áður verið í öðrum stjórnmálaflokki en forset- inn voru handteknir. Þess vegna mætti lögreglan á skrifstofu mína árið 2004 í því skyni að handtaka mig,“ segir Sayid. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Hver sá sem flýr land veit að yfirvöld munu sekta fjölskylduna sem eftir er um 50.000 nakfa sem nemur árs- launum verkamanns í 11 ár. Framhald á næstu opnu Við köllum hann Sayid því við getum ekki notað hans rétta nafn. Erítreísk yfirvöld eru með útsendara um alla Evrópu til að hafa upp á flóttamönnum. “Þó svo að við höfum sloppið eru fjölskyldur okkar enn í hættu”. 14 viðtal Helgin 18.-20. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.