Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Page 29

Fréttatíminn - 18.05.2012, Page 29
ÞVottaefni fyrir hVert tilefni StórÞVottur framundan? hafðu Það fínt nú er Það SVart Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi. Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uld- og finvask. Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana. Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum. Létt er að flokka litríka sokka. nú er Það hVítt haltu lífi í litunum Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn. Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvott inn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist. Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral Dönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 5 96 94 0 5. 20 12 Dorrit horfir til: – Æðardúns „Það ætti að vera biðlisti eftir æðardúni. Fólk ætti að panta hann sérstaklega, standa í röð og fá hann upprunamerktan í hendur. Hægt væri að selja hann fimm- falt dýrari en nú er gert. Ef Ólafur verður áfram forseti ætla ég að hella mér út í þetta. Því þetta er auðgert.“ - Þorskalifrar „Þorskalifur. Við verðum að flytja miklu meira út af henni. Hún er svo heilsu- samleg. Ímynd Íslands ætti að vera svöl, heilbrigð og láta fólk vita að Ísland er ekki langt í burtu.“ - Jökuls Bergmann ... og þyrluskíðaferða hans. „Maður myndin nú halda að Svisslendingar fengju nægju sína af fjöllum í landi sínu, en hingað koma þeir því að gæðin sem eru í boði hér eru langtum betri.“ - Lífrænna bænda „Ríkisstjórnin þarf að bjóða upp á rétta umgjörð svo fólk geti fjárfest hér á landi.“ - Kvikmyndahátíða á Íslandi „Í síðustu viku var ég í Lundúnum og hitti á [ameríska stórleikarann] Robert Redford. Hann er mjög áhugasamur um að halda Sundance hátíð hér á landi,“ segir hún en Robert er einn stofnanda hátíðarinnar. „Við getum líka haft fleiri hátíðir. Það kostar ekki mikið. Þetta er eitt sem Ísland ætti að herja á. Margir sem halda kvikmyndahátíðir óttast um öryggi stjarnanna. Hér þurfum við ekki að hafa áhyggjur.“ - Ónýttra tækifæra „Ég get ekki beðið eftir því að grafa upp hluti sem enginn veit af og gera að [vinsælum varningi] – Dæmi um slíkt er íslenski þarinn. Þarinn á veitingastöðum Bretlands og Bandaríkjanna kemur frá Japan. Hann er allur geislavirkur,“ segir hún. „Íslenski þarinn er svo heilbrigður og sá eini í heiminum sem er hreinn. Og við erum byrjuð að selja hann. Hann er nú til dæmis seldur í Whole Foods Market.“ - Heilsulinda og sjúkrahótela „Við ættum að leyfa læknum að nýta frítíma sinn í að sinna útlendingum sem koma hingað í aðgerðir. Ég tel að það gæti hjálpað okkur og veitt okkur tekjur til að greiða niður okkar eigin heilbrigðis- þjónustu. Svo tel ég að það færi vel á að byggja heilsuhótel og lindir hér svo fólk geti jafnað sig, synt í jarðvarmavatninu okkar og borðað heilbrigða matinn okkar og notið hreina loftsins.“ - Íslenskrar framleiðslu Dorrit hvetur fólk til þess að vera með- vitað um að kaupa íslenskt. Fáist íslensk vara eigi að kaupa hana umfram aðrar. „Við ættum að flytja sem minnst inn.“ - Að meira liggi hér eftir ferðamenn „Það sem ég vil sjá eru fleiri ferðamenn sem skilja meira fé eftir en nú er,“ segir hún. „Ég vil að fólk komi ekki aðeins hingað til að njóta náttúrunnar, heldur komi til að njóta handverksins, matarins, listamannanna okkar, fatanna. Ég vil að ferðamenn taki með sér þá hluti sem við getum selt þeim.“ - Íslenska hestsins „Við gætum selt svo miklu meira af þeim. Svo gætum við gert svo miklu meira úr hrosshári. Sérstaklega þegar kemur að skreytingum, líka fötum. Ég veit aðeins um einn hönnuð sem notar hrosshárin.“ - Þess að eggin séu sett í fleiri körfur „Því það er alltaf einhver geirinn í efnahagslegri lægð – og eins og er eru það fleiri. Við megum ekki feta í fótspor Spánverja sem flytja inn vörur sem þeir gætu svo auðveldlega búið til sjálfir. Við þurfum að nýta þá þætti og auðlindir sem fyrirfinnast. Við þurfum að búa til störfin okkar sjálf og flytja út afrakstur- inn,“ segir hún. „Þetta er engin banka- starfsemi, heldur alvöru viðskipti. fyrirtækjarekstri fullkomlega og vildi ekki slá af kröfunum. Svo ég frestaði barneignum,“ segir Dorrit sem er í litlu sambandi við þennan fyrrum eiginmann sinn. En strukuð þið til þess að giftast? „Nei, við höfðum þegar hafið sam- búð. Ég verð að viðurkenna að flest sem skrifað hefur verið um mig í ensku pressunni er ekki rétt. En þetta er rétt. Foreldrar mínir lásu um hjónabandið í slúðurdálkum pressunnar,“ segir hún. Missti kærasta úr krabbameini „Svo þegar reksturinn gekk vel skildum við eiginmaður minn. Hann fékk fyrirtækið og ég sneri til foreldra minna og fyrirtækis þeirra,“ segir hún og sýtir að þetta Þetta hjónaband komst bara á endastöð. Hvorugt okkar tók af skarið til að slíta því. Hann lifði á nótt- unni. Ég á daginn. Hann gerði það sem hann gerði á nóttunni. Ég var upp- tekin við vinnuna. fyrrum fyrirtæki hennar hafi orðið gjaldþrota í höndum fyrri eigin- mannsins, enda hafi hann verið fík- inn í spil. Spurð hvort hún hafi þess vegna ákveðið að skilja við hann segir hún það ekki hafa verið svo að annað þeirra hafi hafnað hinu. „Þetta hjónaband komst bara á endastöð. Hvorugt okkar tók af skarið til að slíta því. Hann lifði á nóttunni. Ég á daginn. Hann gerði það sem hann gerði á nóttunni. Ég var upptekin við vinnuna.“ Dorrit segir að á þessum tíma hafi barneignir ekki komið til greina, enda viðhorfið ekki eins frjálslegt og hér á Íslandi. „Eftir fyrsta hjónabandið átti ég í tveimur alvarlegum ástarsamböndum. Ann- ar var fráskilinn en átti þegar tvö börn. Hann hins vegar veiktist og dó úr nýrnakrabbameini þegar við vorum saman. En þessi síðari kær- asti minn átti nú ekki börn en varð einnig mjög veikur og lést síðar úr krabbameini í blöðruhálskirtli. En það var eftir að sambandinu lauk,“ segir hún og bætir við að hún sakni þeirra. „Ég á þrjá karlkyns vini sem hafa látist fyrir aldur fram úr sjúk- dómum. Allir höfðu þeir efni á að sækja sér bestu mögulegu læknis- þjónustu,“ segir hún, en samt fór sem fór. Engin eftirsjá af barnleysinu En Dorrit sér ekki eftir því að hafa ekki eignast börn. „Nei, ég á mína Framhald á næastu opnu viðtal 29 Helgin 18.-20. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.