Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 56
40 veiði Helgin 18.-20. maí 2012  Veiði LífsstíLL Fréttatíminn fékk að gægjast í vopnabúr Róberts og þar er ýmislegt forvitnilegt að finna. Að auki var Róbert spurður um eitt og annað sem lýtur að veiðinni og um það sem uppúr stendur þegar litið er til hans langa og magnaða veiðiferils. Eftirminnilegasta veiðin? „Allar veiðiferðir hafa sinn sjarma og ég get einfaldlega ekki gert upp á milli þeirra. Fyrir utan rjúpnaveiðina, þá eru villisvínaveiðar ofarlega á listanum hjá mér. Mjög spennandi og krefjandi veiðiskapur. Felldi einn 100 kg gölt í Póllandi sem var eftirminnileg ferð.“ Uppáhalds veiðistöngin? „Flugustöng frá Grey Line nr 6-7# og síðan Daiwa sjós- töngin mín 30-50lbs.“ Hvaða veiði er að þínu mati skemmtilegust? „Rjúpnaveiðin og veiðar af sjókajak.“ Hvernig haglabyssu áttu? „Ég á nokkrar hálfsjálfvirkar, Remington 11-87, Browning A5 og síðan uppáhalds byssan mín er Benelli Rafaello 123. „ Hvernig riffil áttu? „Ég á nokkra riffla, meðal annars Sauer 202 Take Down Elegance í 300 Win Mag, Remington Range Master markriffil, Browning 22 hálf- sjálfvirkan, BRNO Model 2 í 22cal.“ Notarðu hund við veiðar? „Nei ég nota ekki hund við veiðar almennt. Hef ekki þurft á hundi að halda nema á rjúpnaveiðum í kjarri.“ Eftirlætis veiðifélaginn? „Þeir eru svo margir en í dag veiði ég mest með Unnsteini Guðmundssyni. Við erum svipað ruglaðir í þessum bransa og þekkjum vel hvorn annann. Síðan veiði ég oft með Skagfirðingunum Magga Hinriks og Steinari Péturs. Einnig Sigga T og Dúa Landmark, Viðari Ástvald og fleiri. Ekki má gleyma sonum mínum Arnóri og Róbert jr. Þeir verða mínir uppáhalds- veiðifélagar í framtíðinni. Fékkstu hreindýr í ár? „Ég er löngu hættur að sækja um hreindýraveiðileyfi. Finnst þetta bæði vera alltof dýrt og leiðinda Austfjarða- pólitík í þessum hreindýra- málum. Það á að dreifa hreindýrum víðar um landið.“ Besta (uppáhalds) laxveiði- áin? „Eigum við ekki að segja Langá í Súgandafirði og Mið- fjarðará.“ Draumaveiðiferðin? „Hún er eftir. Dreymir um að fara til Alaska í mánaða veiðitúr.“ Hvað áttu eftir að prófa í þessum efnum? „Ég væri alveg til í að fara á hvalveiðar og fylgjast með þeim veiðiskap. Einnig langar mig á snjógæsaveiðar í Kanada.“ Hvaða veiðbráð er best? Hvað er skemmtilegast að elda? „Þessi er erfið. Heitreyktir fuglar eru í uppáhaldi.“  Spurningar & SVör Vill til alaska É g er yfirleitt mættur vestur í Súganda­fjörð 1. apríl til að undirbúa bátaflotann okkar fyrir sjósetningu en fyrirtækið (Big Fish) er með 22 sjóstangabáta sem skiptast jafn niður á Flateyri og Suðureyri. Svartfuglinn er veiddur að venju í apríl og maí en nú var veiðitímabilið stytt, þannig að ég náði lítið af fugli þetta vorið. Annars veiddi ég dálítið af skarfi í vetur, sel og ref. Nú er sjó­ stangavertíðin hafin og hún á allan minn hug á þessum árstíma,“ segir Róbert. Hann var spurður hvað það væri sem einkenndi þennan tíma ársins í veiðinni. Stórlúða draumur allra veiðimanna Róbert veiðir allan ársins hring og er engin dýrategund sem leyfilegt er að veiða óhult fyrir honum. Ekki verður komið tölu á bráðina sem hann hefur fellt í gegnum tíðina og engin tegund veiðimennsku sem hann hefur ekki lagt stund á. Og í sjóstönginni er spurt um kíló en ekki pund. „Jú, nú er það bara sjó­ stöngin og vertíðin hófst í apríl og fyrstu vikurnar var fín veiði en síðan hefur tíðarfarið sett smá strik í reikninginn og snjóstorm­ urinn. Hóparnir hafa verið frá Þýskalandi, Rússlandi, Ungverjalandi og Hollandi það sem af er. Þyngsti þorskurinn í maí vó tæp 24 kg og margir um og yfir 20 kg. Steinbíturinn hefur verið með minna móti í aflasamsetn­ ingunni en ég á von á því að skötuselurinn komi fljótlega en það er mikið af honum hér á landgrunninu sem og í fjörðunum sjálfum. Nú má ekki lengur veiða stórlúðu á sjóstöng eða í önnur veiðarfæri við landið og það verður að segjast eins og er, að þetta getur haft alvar­ legar afleiðingar fyrir þennan litla ferða­ þjónustugeira. Sem dæmi, þá veiddist engin stórlúða á síðasta ári hjá okkar fyrirtæki og aðeins sex lúður 2010. Ég hefði haldið að lúðu­ stofninn myndi lifa þetta af miðað við þetta litla magn sem veiðist á sjóstöng. Það má hins vegar landa lúðu um borð í bát ef hún er talin ólífvænleg, það er að segja talið að hún myndi ekki lifa af bardagann,“ segir Róbert og hefur greinilega áhyggjur af lúðveiðinni sem hefur borið hróður landsins um heim allan meðal áhugamanna um stjóstangveiði og er eftirsótt meðal veiðiáhugamanna víða um heim. Þá gerast ævintýrin. „Fyrsta árið mitt í sjóstangargeiranum vorið 2008 fórum við gædarnir, Julius Drewes og ég, í stuttan sjótúr grunnt út af Deildinni og þar náðum við að landa 178 sentímetra langri stór­ lúðu sem vó 77 kíló. Það er stærsti fiskur sem ég hef togað inn fyrir á sjóstangabát en auð­ vitað vonast maður eftir því að fá stærri lúðu í framtíðinni. Það er draumur allra veiðimanna. Ég hef veitt marga 20­23 kílóa golþorska og náði einum 10 kílóa ufsa á sjóstöng í fyrra­ sumar. Sjóstangaveiðimenn vita aldrei hvort eða hvenær stórlúða bítur á og það er ekkert grín að eiga við þessi flykki. Bardaginn getur stundum tekið margar klukkustundir og þær lúður eru alveg búnar eftir slíka viðureign og þeim skal landa frekar en að henda í hafið hálfdauðum. Þetta lúðubann á eingöngu að ná til beinnar sóknar í lúðu en ekki sem með­ afla og hvað þá á sjóstöng. En við fylgjum að sjálfsögðu þessum tilmælum og reynum að bregðast við eftir aðstæðum.“ Alhliða fluguveiðiá fyrir vestan En frá sjóstönginni og stórlúðusögum. Það sem einkennir vorveiðina öðru fremur meðal flestra veiðimanna er silungsveiðin. Og vita­ skuld er það svið veiðimennskunnar sem Róbert stundar, sem önnur. Og að sjálfsögðu nefnir hann til sögunnar Vestfjarðakjálkann í því samhengi en þar segja menn stoltir að sé paradís sportveiðimannsins. Ábyggilega nokkuð til í því. Ekki er úr vegi að fá Róbert til að segja frá því hvað gefur best, hvernig græjur notar meistarinn og hvaða flugur? „Það vill svo til að hér í Súgandafirði er lítil falleg á sem heitir Langá og rennur úr Vatnadal og niður Staðar­ dalinn. Þar er hægt að veiða sjóbirting, urriða, bleikju og lax. Áin er að skila um 50­60 fiskum árlega og þar veiði ég nokkra daga á sumrin og nýt þess að arka með ánni og kasta ýmsum flugum á fallegum sumardegi. Bleikjuflugurnar eru „Galdra­ löppin“ eftir Jón Aðalstein og „Senegal“ eftir Dúa Landmark. Síðan er „Bleik og blá“ eftir Björgvin Guðmunds alveg mögnuð. Urriðinn og sjóbirtingurinn eru að taka Black Ghost og álíka straumflugur ásamt Nobblerum. Laxinn hér stekkur á stórar túbur í djúpu hyljunum, til dæmis þýska snældan og rauður Frances. Ég á nokkrar Loop flugustangir m.a. Grey Line nr 4 og 6, Blue Line nr 5 og Yellow Line nr 3. Allt frábærar stangir og Grey Line er í uppáhaldi. Er með Loop hjól á öllum stöngun­ um og skotlínur. Loop er alveg að gera sig.“ Þar höfum við það, ágætu veiðimenn. Fréttatíminn mælir eindregið með því að þeir veiðiáhugamenn sem eru á Facebook slái inn „prohunt“ ­ þá átti að koma upp síða sem Róbert er með og þar getur að líta magnaðar veiðimyndir. Jakob Bjarnar grétarson ritstjorn@frettatiminn.is Fyrsta árið mitt í sjó stang ar­ geiranum vorið 2008 fórum við gædarn­ ir, Julius Drewes og ég, í stuttan sjótúr grunnt út af Deildinni og þar náðum við að landa 178 sentí­ metra langri stórlúðu sem vó 77 kíló. Það er stærsti fiskur sem ég hef togað inn fyrir á sjóstangabát ... Veiðimennska allt árið „Líf mitt hefur alltaf snúist um veiði. Ég get bara ekkert gert að því,“ segir Róbert Schmidt veiðimaður, hógværðin uppmáluð. Líklega eru fáir veiðiáhugamenn sem ekki hafa heyrt þetta nafn nefnt, og þá með lotningu í röddinni – á engan er hallað þó sagt sé að fáir á Íslandi finnist sem eru eins miklir veiðimenn og Róbert. Þeir sem hafa séð myndir af honum á skarfaveiðum að vetri til, á kajak og tjaldar hann þá á frostsprengdu skeri yfir blánóttina, gapa. Fréttatíminn fékk Róbert til að fara yfir nokkur atriði með áherslu á vorveiðina. Veiði(fæðu)hringurinn Veiðihringur- inn, eða fæðu- hringurinn þess vegna, því Róbert er meistarakokkur og eldar það sem hann veiðir, lítur einhvern veginn svona út. Frétta- tíminn bað Róbert að nefna það sem efst er á baugi hjá honum miðað við árstíðir; Haust, vetur, vor og sumar. Líklega er fljótlegra að telja það sem Róbert fæst ekki við þegar veiði- mennskan er annars vegar, líkast til dekkar dagskrá Róberts flest það sem hinn íslenski veiðimaður fæst við og gott betur. Fæstir í þessu öllu líkt og Róbert. Helst er að ekki eru hreindýraveiðar inni í myndinni hjá honum lengur. Eða með orðum Ró- berts sjálfs: „Á haustin byrja ég alltaf í opn- uninni á gæsinni 20. ágúst. Síðan slæðist öndin með til áramóta. Ég reyni alltaf að komast á rjúpnaveiðar sem eru skemmtilegustu veiðarnar að mínu mati. Í janúar til mars stunda ég skarfaveiði af sjóka- jaknum og veiði hávellur og fiskiendur. Er farinn að veiða ref á veturnar líka. Síðan tekur svartfuglinn við á vorin. Eftir það er sjóstöngin í 5-6 mánuði frá apríl út september:) ásamt silungs- og laxveiði í júlí og ágúst. Það má segja að maður sé á veiðum allt árið um kring. Líf mitt hefur alltaf snúist um veiði. Ég get bara ekkert gert að því.“ VOR HAUST V ET U R SU M A R Gæs, önd Sjóstöng, lax, silungur Rjúpa, skarfur, hávell- ur, fiskiendur, refur, selur Svartfugl, silungur, sjóstöng Róbert Schmith
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.