Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 58
42 prjónað Helgin 18.-20. maí 2012 Í sumar er opið kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.isVerslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði Efni Ein 50g hnota af Baby Cas- hmerino frá Debbie Bliss í aðallit (A) og smárestar til að skreyta brúnina (B). Prjónar nr 2,5. 2 tölur. Prjónfesta 28 lykkjur og 37 umferðir = 10cm í sléttprjóni. Stærð Ein stærð fyrir 0–3 mánaða. Skammstafanir L = lykkja/lykkjur S = slétt B = brugðið Y = uppsláttur umf = umferð ó = óprjónuð lykkja s = saman 1ó+1S+sty = 1 lykkja óprjónuð, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir Aðferð við að fitja upp í byrjun prjóns: Stingið prjóninum inn í lykkjuna eins og þegar verið er að prjóna slétt, búið til nýja lykkju og setjið hana strax snúna uppá prjóninn. Endur- takið þetta þar til búið er að fitja upp þann fjölda af lykkjum sem óskað er. Vinstri skór Fitjið upp 32L með lit A og prjónum nr 2,5 (eða 3). Prjónið 1 umf S. 1. umf (réttan): 1S, Y, 14S, Y, [1S, Y] tvisvar, 14S, Y, 1S. 2. umf og allar umf á röngunni: Allar L sléttar, prjónið uppslátt úr umf á undan snúinn. 3. umf: 2S, Y, 14S, Y, 2S, Y, 3S, Y, 14S, Y, 2S. 5. umf: 3S, Y, 14S, Y, [4S, Y] tvisvar, 14S, Y, 3S. 7. umf: 4S, Y, 14S, Y, 5S, Y, 6S, Y, 14S, Y, 4S. 9. umf: 5S, Y, 14S, Y, [7S, Y] tvisvar, 14S, Y, 5S. 11. umf: 20S, Y, 8S, Y, 9S, Y, 20S = 60L. 12. umf: Eins og 2. umf. Prjónið 10 umf S (garðaprjón). Ristin mótuð Næsta umf: 34S, 1ó+1S+sty, snúið við. Næsta umf: 1ó, 8B, 2Bs, snúið við. Næsta umf: 1ó, 8S, 1ó+1S+sty, snúið við. Endurtakið síðust 2 umf 5 sinnum í viðbót, síðan fyrri umf einu sinni enn. Næsta umf: 1ó, S út umf. Næsta umf: 17S, 2Ss, 8S, 1ó+1S+sty, 17S = 44L. Næsta umf (réttan): 9S, setjið þessar L á nælu, klippið á lit A, fitjið upp 1L með lit B, [setjið L aftur á vinstri prjóninn, fitjið upp 2L, fellið af 4L] 11 sinnum, setjið L aftur á vinstri prjóninn, fitjið upp 2L, fellið af 5L, klippið á lit B, prjónið S með lit A út umf, klippið á lit A. Snúið réttunni að ykkur, setjið 9L af nælu á sama prjóninn. Saumið saman samskeyti á il og hæl. Ökklaband Næsta umf (rangan): Prjónið S út umf með lit A. Með réttuna að ykkur, prjónið S = 18L.** Næsta umf: Fitjið upp 4L, prjónið S út umf, snúið við og fitjið upp 22L. Hnappagat: 1S, 1ó+1S+sty, Y, S út umf. 2 umf S. Fellið af. Saumið tölu á ökkla- bandið og gangið frá endum. Hægri skór Prjónið eins og vinstri skó að **. Næsta umf: Fitjið upp 22L, prjónið S út umf, snúið við og fitjið upp 4L. Hnappagat: Prjónið S þar til 3L eru eftir, Y, 2Ss, 1S. Ljúkið við á sama hátt og vinstri skó. Gangi ykkur vel! Uppskriftin er úr bókinni Celebrating Family eftir Debbie Bliss. Baby Cashmerino garnið fæst í Storkinum, Handíðum við Garðatorg og Hjá Beggu á Akureyri. E inn hópur hættir seint að prjóna og það eru ömmur landsins. Þó að þær endurspegli ekki lengur ímynd prjónsins eins og fram kom í síð- asta pistli, þá halda þær ótrauðar áfram. En hver skyldi vera skýringin? Þegar ég segi ömmur þá er ég að tala um breiðan hóp kvenna sem geta verið á bilinu fertugar til átt- ræðs, forstjórar eða heimavinnandi og allt þar á milli. Það sem þær eiga sameiginlegt er að þær eru búnar að eignast ömmubarn, eitt eða fleiri og vilja umvefja þau umhyggju og hlýju á margvíslegan hátt. Það vitum við sem þekkjum að ást ömmu til barnabarnanna er sterk og við höfum þörf fyrir að tjá hana með ýmsum hætti meðal annars með prjóni. Þar koma handprjónaðar peysur, húfur, sokkar eða jafnvel heilu heimfararsettin á nýfæddu krílin til sögunnar. Umhyggjan sem fer í þann prjónaskap er ekki hægt að kaupa í búð. Þess eru mörg dæmi að kona eigi von á sínu fyrsta barnabarni og það hellist yfir hana löng- unin að prjóna eitthvað fallegt á barnið. En hún hefur ekki snert prjóna í tuttugu ár eða lengur, þrátt fyrir prjónabylgjuna, og þá er stundum erfitt að byrja. Sem betur fer búum við svo vel á Íslandi að hér er að finna nokkrar garnverslan- ir sem bjóða upp á þekkingu og góða þjónustu og það eru um að gera að notfæra sér það. Það er hægt að finna góðar uppskriftir fyrir byrj- endur eða þá sem eru að taka upp þráðinn eftir langan tíma. Verið einnig óhræddar við að leita ykkur aðstoðar hjá þeim sem hafa meiri reynslu því flestar sem prjóna hafa ánægju af því að miðla þekkingunni áfram. Í dag er hægt að fá mikil úrval af ungbarna- garni sem er einstaklega mjúkt viðkomu. Oftast nær er það úr ull því hér norðurfrá eru sumrin svo stutt. Vinsælast er að nota ull sem hefur verið soðin eða meðhöndluð þannig að hún þófnar ekki við vélþvott á 30° C. Það virðist vera krafan í dag enda þarf að þvo ungbarnafatnað oftar en annað. En það er einnig hægt að finna aðra mjúka ull eins og alpakaull, en hana verð- ur að handþvo. Svo verður hver og ein að meta hversu fínt garnið má vera, því fínna garn er seinlegra í prjóni en grófara. En þessar upplýsingar fáið þið í garnbúð- unum. Litaval er svo einn kapítuli þegar prjónað er á ný- fæddu börnin. Hér áður var þetta einfalt; hvítt, bein- hvítt, ljósgult eða ljósgrænt ef ekki var vitað um kynið. Bleikt eða ljósblátt ef barnið var fætt. En þetta er liðin tíð. Litaúrval í garni hefur bæði breyst og aukist mjög mikið. Tískan hefur meiri áhrif á litavalið, sérstaklega ef ungu mæðurnar fá að vera með í ráðum og nú er mun algengara að kyn barnsins liggi fyrir áður en barnið fæðist. Segja má að langvinsælasti liturinn sé eftir sem áður beinhvítur, þá hafa gráir og brúnir tónar komið sterkt inn hin síðari ár á bæði kynin. Og grænir og fjólu- tónar sömuleiðis. Bleikt og blátt er enn notað en núna líka í muskulegri litum. Flestir velja milda liti fyrir þau yngstu og svo verða litirnir sterkari og skærari þegar þau eldast. Reyndar er dökkbrúnn nokkuð vinsæll á yngri börnin, en svart heyrir til undantekninga. En ömmur og mömmur eru ekki alltaf sammála um hvaða lit á að velja. Amman sem ætlar að prjóna vill ekki tískulitina og mamman er ekki á bleik/bláu línunni. Þá mætast þær sem betur fer oftast á miðri leið og velja jafnvel hlutlausan lit. Sterkar hefðir og nýir tímar takast á þegar litaval er annars vegar og allir virðast hafa skoðun á því. En hvað er það sem mótar þessar skoð- anir okkar er erfitt að svara. Þá er ótalin ein hefð sem hefur skapast og það er að prjóna eða hekla ungbarnateppi, jafnvel fleiri en eitt fyrir sama barnið. Fjallað verður nánar um það í öðrum pistli. Hér fylgir hins vegar uppskrift að yndislegum ungbarnahosum ef einhver vill takast á við verkefni sem er ekki of tímafrekt.  PrjónaPistill Ömmur og ungbarnaprjónið Guðrún Pannele Henttinen hannele@ storkurinn.is Ungbarnaskór  PrjónauPPskrift Ungbarnaskór Ungbarnaskór úr bókinni Celebrating Family eftir Debbie Bliss. Hér er uppskrift að ungbarnaskóm fyrir 0-3 mánaða kríli. Skórnir koma úr smiðju Debbie Bliss, sem er breskur prjónhönnuður, en hún hefur verið mjög dugleg að hanna á yngstu börnin. Hér eru notaðir fínni prjónar en venjulega fyrir þetta garn því það er betra að prjóna svona skó þétt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.