Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 60

Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 60
52 bækur Helgin 25.-27. maí 2012  RitdómuR LeikaRinn Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmars- dóttur er á toppi met- sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir síðustu tvær vikur. Bókin mun vera full af uppskriftum fyrir þá sem vilja hollari mat og bættan lífstíl. BeRgLind vinsæL  RitdómuR skíRniR voR 2012 s umir sögðu það fyrsta merki vorsins 1968 að Ólafur Jónsson var gerður að ritstjóra Skírnis eftir hallarbyltingu Sigurðar Líndal í Bókmenntafélaginu. Ekki að menn eigi að kasta rýrð á þá sem eru á undan gengnir en Ólafur tók tímaritið og gerði það að merkilegum vettvangi fyrir bókmenntaumfjöllun og sam- félagsumræðu. Síðan hafa nokkrir mætir menn komið að ritstjórn þess. Halldór Guðmundsson er nýlega hættur sem ritstjóri og tekinn til við rekstur á tónleika- og ráðstefnuhúsi og er vel að því kominn þótt ráðstefnu- og tónleikahald hafi ekki vegið þungt í orðspori hans til þessa. Hann vann aftur það þarfaverk þegar hann tók við Skírni að koma honum út tvisvar á ári. Skírnir hefur á ritstjóratíð hans verið fjörmikið og merkilegt tímarit, fræðilegt um leið og það er alþýðlegt, umræðan þar jarðbundin en ekki með himinskautum eins og gjarna gerist með vettvang sem vill einangra sig bæði í frjálsu falli hinnar persónulegu upplifunar og stíflyndi hinna mennt- uðu tískufræða þar sem menn eru hlekkjaðir við þúfuna. Dóra gekk vel að ritstýra þessu tímariti. Vorheftið á 186 árinu er fullt af fínu efni. Það er ekki til þess fallið að lesa í rykk eins er bæði um Stínu og TMM, gerir lesanda heldur ekki fráfallinn því að lesa það allt fljótt eins og verður því miður raunin um Ritið vegna ofríkis þemagreina í því sem stundum eru reyndar eins villt- um köttum sé troðið í poka, þær vilja allar í sitthverja áttina. Örfárra daga sambúð með nýjum Skírni leiddi til þess að helm- ingur heftisins var lesinn í snatri, eftir stóðu minnst tvær af þeim greinum sem lesa verður aftur af því þær eru af svo miklu viti. Trauma-saga af Gvendi góða eftir Hjalta Hugason var álíka skemmti- leg og nýlega greining Óttars Guðmunds- sonar á aðalpersónum Íslendingasagna. Samantekt Ragnars Jóhannssonar um afdrif Reynistaðabræðra hefur fyrir þessum lesanda lokið þeirri gátu, hvað sem Guðmundur minn Jósafatsson hefði nú um hana sagt. Fucky strike skrif Dani- ellu Kvaran lýstu upp horn í garði Erro. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir skrifar þar elskulega kynningu á Levi Strauss og Alda Björk réttlætir fullkomlega tök Hallgríms Helgasonar á ferli Brynhildar Björnsson, einni enn einæðispersónu sem hann hefur skapað og uppistandinu sem úr varð og bókin er. HH getur hætt að bretta upp kragann og draga hattinn oní augu, farið í ljós sumarföt og sett upp Panama ef hann á hann. Halldór sjálfur skrifar í heftið ritdóm um ævisögu Gunn- ars Gunnarssonar, heldur sanngjarnan. Þá eru í heftinu ólesnar greinar eftir Þorvald Gylfason, Eirík Bergmann og Arla Harðarson sem bíða sólbjarts morg- uns og könnu af sterku kaffi hjá þessum lesanda. Lofa að lesa þær. Helga Kress og Svanur Kristjánsson eiga aftur þær ritgerðir í Skírni sem tekið verður sannarlega eftir um langa hríð: Helga er enn á slóðum Jónasar Hall- grímssonar og er lestur hennar á þræði í skáldskap hann ljómandi, ekki bara fyrir hugkvæmni frú Kress sem, eins og bókmenntaunnendum og höfundum er kunnugt, er einn merkasti bókmennta- fræðingur okkar daga, því hún hefur ævinlega eitthvað nýtt að segja og þorir að segja það, heldur líka fyrir þann var- færna og innilega lestur sem hún leggur fyrir okkur unnendur skáldsins. Grein Svans aftur á móti er skuggalegur lestur um bresti sem upp komu í framkomu stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna frá upphafi lýðveldis: Þá samtvinnun erlends valds og innlendrar hagsmunagæslu sem teygði sig úr flokkunum um allt þjóð- lífið. Sögukenning Svans hrópar á frekari umræðu. Lestur hans á örlagapunkti þar sem alþýðuhreyfingar falla í ófrelsis átt með banni eru merkilegur og lýsing hans á hvernig markvissri lýðræðisþróun hér er komið fyrir kattarnef með afskiptum forseta og beitingu sérstakra stjórnmála- flokka heimtar almenna umræðu og al- menna vitund. Þessar tvær greinar verða menn að lesa — fylgist þeir með. Svo má spyrja um stjörnur. Það er út í hött að viðhafa svoleiðis kerfi um jafn þarft tímarit og Skírni. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Stjörnugjöf til Skírnis Sá tími árs er kominn að menn leggjast í kortin. Þau eru að vísu til á flestum heimilum en hafa tilhneigingu til að hverfa ofan í skúffur og finnist ekki þegar menn leita leiða. Kortaútgáfa á Íslandi er margbreytileg eftir því við hvern er talað. Innlendum ferðamönnum bættist nýlega við Ferða Atlas í kvarðanum 1:200000. Mál og menning gefur út. Hann er í nokkuð stóru broti og gormaður 24 x28, kemst ekki í hanskahólf (hver geymir annars hanska í þeim) og er því dæmdur til borð- og bílsætalesturs, helst til stór í gönguferðir. Nýjungin felst í fuglamyndunum og myndum af ís- lenskum plöntum sem gera hann að fínu gagni. Svo eru vitaskuld kort af þéttbýlisstöðum, meira að segja Reykjavík fyrir þá sem vilja komast í 101. Kort yfir sundlaugar og tjaldsvæði á öllu landinu. Nú er bara að finna sér leið. -pbb Hver þarf ekki kort Börn og menning er tímarit helgað bókmenntum fyrir börn – hefur komið út í 27 ár. Þeir hafa fáir skrifað í það höfundarnir sem mest kvarta um litla umræðu um bókmenntir á Íslandi, en Börn og menning birtir einkum greinar um texta fyrir krakka. Ritstjóri er Helga Ferdinandsdóttir og í 1. tölublaði þessa árs eru meðal annars efnis er grein um bókasöfn fyrir börn eftir Helgu Birgisdóttur, höfundarnir Salka Guðmundsdóttir og Jónína Leósdóttir segja reynslusögur af sér sem ungum lesendum, fjallað er um fyrirbærið Önnu í Grænuhlíð og svo eru langt viðtal við Oddnýju Sturludóttur um Barnaborgina Reykjavík, leikdómur um Litla skrýmslið auk ritdóma um Rökkurhæðir, Með heiminn í vasanum og nýja útgáfu Hávamála. Heftið fæst í öllum betri bókaverslunum. -pbb Málgagn Ibby á Íslandi Uppgangur íslensku glæpasögunnar skýrist ekki aðeins af þrásetu Arnalds Indriðasonar á toppi sölulista kringum hver áramót. Eftirbátar hans og fáir samferðamenn hafa átt erindi, ekki aðeins í tilraun til að taka á samfélags- legu ástandi, sem skapandi höfundar hafa ekki heldur farið varhluta af og tekist á við með öðrum hætti, heldur líka vilja til að lofsyngja hversdags- leikann. Að þessu leyti falla þeir í sama far og margir aðrir félagar þeirra á sakamálasögubekknum. Nýliður feta gjarnan sömu slóð og þannig er nýtt spennuverk eftir Sólveigu Pálsdóttur, Leikarinn. Eins og oft áður er það sett upp í afmörkuðum heimi, en teygir svo lengra og víðar um samfélag og sögu. Þetta er snotur saga, ekki lipurlega skrifuð, persónulýsingar þokkalega heppnaðar, sumar bráðvel og þá einkum hinar smærri, til dæmis eldri hjón sem koma við sögu nálægt spennandi enda- lokum þessa ævintýris. Eins er hér að finna drög að mannlýsingu sem stikar þróunarferil spennu- sögunnar hratt og nær góðum þroska þótt ekki komi sú þróun lesanda á óvart. Áhugamenn um ís- lenskar sakamálasögur munu gleðjast yfir þessum nýja höfundi. Í sögunni verður samt vandi sakamálasögu okk- ar dags nokkuð ljós. Skortur á flóknum glæpum virðist nú um stundir plaga formið og þá verður allt með keimlíkum blæ. Bókhaldsglæpir gera sig illa í sakamálasögum þótt athafnamenn landsins kunni að hafa lagt okkur til nægt efni í nýjar Íslendinga- sögur, spámenn telja næstu þrjúhundruð ár. Fund- vísi á sögusvið er íslenskum krimmahöfundum til trafala. Þetta kann samt að verða til þess að menn taki að halda framhjá hinum markaðssetta og klisjukennda formi, gera samtímasögur af þessu tagi nær raunsæislegum skáldsögum með ívafi af glæpum og misyndisverkum. Sjáum hvað setur. Sólveig má vera ánægð með sitt upphaf á þessum nýja ferli. Lofsyrði sálfræðingsins og bóksölukon- unnar í bak og fyrir á kiljunni eru aftur aðeins út fyrir markið. En hvað gera menn ekki ef þeir eru beðnir fallega, jafnvel konur. Það er eftilvill spenn- andi sögusvið: Morð í bóksölufyrirtæki í eigu banka, eða á einkapraxís í meðferð áráttusjúklinga og sálfræðinga þeirra? -pbb Snotur saga skírnir vor 2012 Ritstjóri Halldór Guðmundsson Hið íslenska bókmenntafélag 264 síður, 2012.  Leikarinn Sólveig Pálsdóttir JPV, 284 síður, 2012. Halldór Guðmunds- son ritstýrir Skírni í síðasta sinn. Ljómsynd Hari Svo má spyrja um stjörnur. Það er út í hött að viðhafa svoleiðis kerfi um jafn þarft tímarit og Skírni. Sólveig Pálsdóttir í útgáfuhófi hjá Eymundson. Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.