Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 4
umhvefismál jarðhitavirkjun við mývatn
Ú T S A L A
FULLT VERÐ
59.900
39.900
Grill sem endast
Opið laugardag og
sunnudag til kl. 16
FULLT VERÐ
109.000
89.900
13,2
kw/h
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Gasgrill frá 12.900
Aukahlutir 30% afsl
Garðhúsgögn 30% afsl
Borð og 4 stólar
FULLT VERÐ
57.900
39.900
www.grillbudin.is
OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER
Michelsen_255x50_A_0612.indd 1 01.06.12 07:20
veður föstudagur laugardagur sunnudagur
Nokkuð hvöss N-átt og rigNiNg NorðaN- og
austaNlaNds. Þurrt suNNaN og vestaNtil.
höfuðborgarsvæðið: StrekkingS n-átt
og léttir til.
hæglætisveður og sóliN sýNir sig
víðast hvar. hlýNaNdi.
höfuðborgarsvæðið: Sól og Stillt,
en fer að rigna um kvöldið.
hvasst af Na með rigNiNgu suNNaN- og austaNtil.
Þurrt og svalt NorðaN og NorðvestaNlaNds.
höfuðborgarsvæðið: rigning framan af
en Styttir Síðan upp.
stund milli stríða
á laugardag
umhleypingar í veðrinu samfara lægðagangi
hér við land. í dag er spáð nokkuð hvassri
n-átt með rigningu norðan- og austanlands,
en snjókomu til fjalla ofan 400 til 500 metra.
gengur niður í kvöld og nótt og þá nætur-
frost víða sunnan og vestantil. á
milli lægða er veðrið kallað sem
von er á laugardag. Þá hæglæti
og nokkuð bjart um stund, en ný
lægð kemur síðan askvaðandi til
austurs með suðurströndinni á
sunnudag. Þá hvessir að nýju
og með vætu.
7
4 5
5
9
5
4 5 4
7
6
4 4
5
6
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Segja virkjun ógna lífríki Mývatns
árni einarsson,
forstöðumaður
náttúru-
rannsókna-
stöðvarinnar við
mývatn, segir
að fyrirhuguð
jarðvarmavirkjun
við mývatn sé
ógnun við lífríki
vatnsins. land-
vernd hefur
kært virkjunina
á grundvelli
ramsar-
sáttmálans.
u mhverfissamtökin Landvernd og Fuglavernd hafa kært á grundvelli Ramsarsáttmálans
fyrirhugaða byggingu jarðvarmavirkj-
unar við Mývatn sem áætlað er að fram-
kvæmdir hefjist við á þessu ári. Mývatn
nýtur verndar samkvæmt samningnum.
Landvernd heldur því fram að virkj-
unin ógni lífríki við Mý-
vatn með aukinni brenni-
steinsmengun, eitruðu
affalli og hugsanlegum
hitastigsbreytingum
vatnsins.
„Við förum fram á að
Ramsar rannsaki mögu-
leg áhrif þessara fyrir-
huguðu framkvæmda
og taki til skoðunar að
setja vatnið á válista
samningsins,“ segir
Guðmundur Hörður
Guðmundsson, formaður
Landverndar.
Árni Einarsson, for-
stöðumaður Náttúrurannsóknastöðv-
arinnar við Mývatn, segir að virkjun-
in geti haft áhrif á efnasamsetningu
grunnvatns við Mývatn, einkum vegna
þess að svæðið kólnar við orkuvinnsl-
una. „Ef svæðið kólnar minnkar kísil-
streymi út í Mývatn en kísilþörungar
eru háðir því að nóg sé af kísil í vatninu.
Kísilþörungar eru undirstaðan undir
fjölbreytt lífríki Mývatns,“ segir Árni.
„Talsverðar líkur eru jafnframt á því
að virkjunin hafi neikvæð áhrif á hvera-
virknina austan við Námafjall en hver-
irnir eru oft kenndir við Námaskarð,“
bendir hann á.
Landsvirkjun hefur
kynnt fyrirætlanir um
að bora undir Náma-
fjall vestan megin en
austan megin við fjallið
er þekktur ferðamanna-
staður. „Gert er ráð fyrir
að bora undir fjallið vest-
anmegin en engin mörk
hafa verið sett um það
hversu langt austur megi
bora. Ég tel nauðsynlegt
að slík mörk verði sett,
annað hvort af sveitar-
félaginu eða virkjunar-
aðilanum,“ segir Árni.
„Einnig hafa vandamál
tengd niðurdælingu ekki verið leyst,“
bendir hann á.
Á íbúafundi sem haldinn var í júlí og
Landsvirkjun boðaði til komu fram tals-
verðar áhyggjur íbúa varðandi brenni-
steinsmengun.
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á
Hótel Reynihlíð við Mývatn, hefur ekki
áhyggjur af fyrirhugaðri virkjun. „Við
treystum því þeir sem bera ábyrgð á
þessu verkefni fari eftir settum reglum.
Við höfum búið við jarðgufuvirkjanir
frá 1969 og það hefur ekki verið neitt
sérstakt vandamál þeim safara,“ segir
hann.
sigríður dögg auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is <mailto:sigridur@
frettatiminn.is>
ramsar-
sáttmálinn
ramsarsáttmálinn er
samþykkt um votlendi með
alþjóðlegt gildi, einkum
fyrir fuglalíf og er kendur
við borgina ramsar í íran og
er frá árinu 1971. markmið
hans er að vernda votlendis-
svæði heimsins, sérstaklega
sem lífssvæði fyrir fugla.
landvernd heldur því fram að virkjunin ógni lífríki við mývatn með aukinni brennisteins-
mengun, eitruðu affalli og hugsanlegum hitastigsbreytingum vatnsins.
4 fréttir Helgin 28.-30. september 2012