Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 10

Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 10
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is  Ísland Búferlaflutningar Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf ibuxin rapid fæst án lyfseðils í apótekum ibuprofen Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen sem er lyf sem dregur úr verkjum og hita (flokkur: bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlya sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunar- truflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyum (NSAID). Ef þú ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid: Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóma í meltingarfærum eða langvinna bólgusjúkdóma í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum lyum, astma, ofnæmiskvef ), langvarandi þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði. Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði meðgöngu. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg, einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, kviðverkur, sortusaur, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir lynu. Júlí 2012. HÖFUÐVERKUR - TANNVERKUR - TÍÐAVERKUR - MÍGRENI - HITI Hælisleitandi dæmdur fyrir vegna falsaðra skilríkja  Brjóstastækkun Álit landlæknisemBættisins vegna kvörtunar konu Engin mistök en samt hefði átt að segja að PIP-púðinn læki Þrátt fyrir að landlæknis- embættið telji að greina hefði átt konu með sprunginn sílikon-púða frá því telur það að Leitarstöð Krabbameins- félagsins ekki hafa gert mistök eða vanrækt starf sitt þegar læknir þess greindi konunni ekki frá því. Hún sá það í sjúkra- skýrslu fjórum áður síðar. Í kjölfar fréttar Fréttatímans af málinu breytti Leitarstöðin starfs- reglum sínum. l eitarstöð Krabbameinsfélagsins gerði hvorki mistök né vanrækti starf sitt þegar konu sem leitað til félagsins vegna verkja í brjósti árið 2008 var ekki greint frá því að hún væri með sprunginn sílikon-púða. Þetta er niðurstaða Land- læknisembættisins. Konan kvartaði undan lækninum sem skoðaði hana, Berki Aðal- steinssyni, fyrir að leyna upplýsing- unum eftir að hún sótti læknaskýrslu sína í febrúar og fékk þá vitneskjuna í hendur. Þrátt fyrir að hvorki hafi verið um vanrækslu eða mistök að ræða gagnrýnir Landlæknis- embættið að verklagsreglur Krabbameins- félagsins hefðu ekki verið nógu skýrar og að skjólstæðingar þess hefðu átt að fá að vita að læknarnir leituðu aðeins eftir krabbameini en greindu ekki frá öðru sem þeir sæju. Einnig hefði átt að greina henni frá því að púðinn læki. Embættið segir ekki hver hefði átt að greina henni frá því í álitinu og Geir Gunnlaugsson, landlæknir, vill ekki nafn- greina þann eða benda á stöðu hans. „En þessi ágæta kona hefur með kvörtun sinni bætt þjónustu sem okkur finnst ekki hafa verið til sóma,“ segir landlæknir. „En við teljum að við- brögð Krabbameinsfélagsins séu full- nægjandi.“ Í álitinu segir einnig að sjúklingar leiti almennt til heil- brigðisstofnana í þeirri trú að litið sé á vandamál þeirra heild- stætt en ekki út frá tilteknum sjúkdómum. „Ætli heilbrigð- isstofnun að starfa þröngt [eins og Leitarstöðin gerði] þurfa skjólstæð- ingar hennar að vita það.“ Fréttatíminn greindi frá málinu fyrr á árinu og í kjölfarið var verklagsreglum Leitarstöðvarinnar breytt. „Konum er nú tilkynnt með bréfi ef slíkur leki greinist á brjóstamynd við hópleit. Læknum Leitar- sviðs ber að upplýsa konur um leka sem greinast við klíníska brjóstamynd eða ómskoðun. Læknum utan leitar sem vísa konum til myndgreiningar á Leitarstöð er tilkynnt skriflega um slíka leka,“ segir í svari Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu í svari til landlæknis. Álit landlæknis vegna kvartana sem hann fær eru ekki gerð opinber. Geir segir að þannig hafi það alltaf verið, enda komi mjög persónulegar, rekjanlegar upplýsingar fram í slíkum kvörtunum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Þegar konan kom aftur á Leitar- stöðina í athugun 2010 var skýrsla hennar frá 2008, þar sem stóð að annar sílikon-púðinn læki, ekki skoðuð. Þetta má sjá í áliti landlæknis. Læknir sem tók á móti henni þá segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að gerð hafi verið ómskoðun á árinu 2008, þar sem „láðst hafi að færa þær niðurstöðu í nýtt RIS-kerfi Leitarstöðvar sem tekið var í notkun eftir þá komu.“ FermingKynningarblað Helgin 24.-26. febrúar 2012 Við gerðum leik að því í boðs- kortinu að láta fólk svara spurn- ingu um hvort barnanna fædd- ist á undan ...“ Ó löf Birna Garðarsdóttir, eigandi Reykja-vík Letterpress, fermdi tvíburana sína, þau Örnu Petru og Garðar Stein, á hvítasunnunni í fyrra. „Þetta var rosalega skemmtilegur undirbúningur. Ég áttaði mig fljótt á hversu ólík þau eru þegar kemur að svona löguðu. Arna Petra sýndi undirbúningnum öðruvísi áhuga, vildi taka þátt í öllu en Garðar Steinn hafði að sjálfsögðu líka sínar skoðanir á hlutunum en fannst samt aðalatriðið að þetta yrði skemmtilegt.“ Ólöf Birna segir það mjög skemmtilegt að fá að fylgjast með sitt hvoru kyninu á þessum tímapunkti. Stelpur hafi um svo margt að hugsa og stússast en strákarnir séu kannski sneggri að velja sér jakka-föt og skó. „Það eru allir þessir litlu hlutir sem svo margar stelpur eru farnar að leggja upp úr í dag; strípur, eyrnalokkar, sokkabuxur og hárgreiðslan. Á einhverjum tímapunkti var því líka varpað fram hvort þau gætu ekki haft sitt hvorn daginn. Við foreldrarnir hlógum nú að því, þetta er stór dagur og ekki hægt að bjóða fólki tvisvar en það er eðlilegt að tvíburar velti þessu fyrir sér, að þurfa að deila deginum með öðrum. Auðvitað er gaman að eiga sinn eigin dag en þau eru svo góðir vinir að það var ekkert mál.“ Veisla úti í guðsgrænni náttúrunni Ákveðið var að halda veisluna uppi í sveit og tjalda úti. Ólöf Birna segir að sveitastemningin hafi verið allsráðandi og þemaliturinn því auðvitað grænn.„Boðskortið var í náttúrustíl, með grænum aðallit og gaf það tóninn. Við gerðum leik að því í boðskort-inu að láta fólk svara spurningu um hvort barnanna fæddist á undan, gestirnir tóku með sér svörin og settu í pott. Tjaldið var skreytt með greinum og lif-andi blómum, grænum blöðrum og pappaluktum í stíl. Við vorum með græn pappaglös og diska, grafík úr boðskorti var prentuð á servíettur og merkingar á eitt og annað til að skreyta á matarborðinu og í tjaldinu. Okkur langaði að vera með ljósmyndir af krökkunum og límdum þær á pappaspjöld sem voru síðan hengd upp á snúru meðfram veggjum með þvottaklemmum sem var búið að mála grænar – að sjálfsögðu!“ Dýrmæt stund með fjölskylduMarkmiðið var að skapa afslappaða og notalega stemningu í sveitasælunni og segir Ólöf að allir hafi verið tilbúnir að hjálpa til við undirbúninginn sem varð því mjög dýrmæt stund með fjölskyldu og vinum. „Við gerðum mjög mikið sjálf. Við lögðum upp með að hafa mat sem börnunum fannst góður; míníhamborgara, kleinuhringjafjall og marengstert-ur, svo eitthvað sé nefnt. Garðar Steinn græjaði svo skilti úr spýtu sem á stóð „Ferming“ og leiðbeindi gestunum að veislunni.“ Viku fyrir veisluna fóru börnin svo í myndatöku út í Gróttu. „Við létum taka fjölskyldumynd í leiðinni og fengum svo líka stúdíó-mynd af þeim. Okkur fannst best að gera þetta í rólegheitum. Arna Petra fékk létta prufugreiðslu fyrir myndatökuna hjá frænku sinni.“„Eitt það skemmtilegasta sem við gerum hjá Reykjavík Letterpress er að taka þátt í svona undirbúningi. Að vinna vel í góðu boðskorti gefur tóninn. Oft er útlitið á boðskortinu fært áfram og haft í stíl við servíettur, kerti, merk-ingar fyrir matinn og fleira. Vinsælt er líka að tengja grafíkina við áhugamál unglingsins. Hjá okkur getur fólk annað hvort valið úr fyrir-liggjandi hönnun eða komið með séróskir og þá hönnum við sérstaklega eftir þörfum hvers og eins.“  tvíburaferming Tvíburar deila stóra deginum Ólöf Birna Garðarsdóttir. Markmiðið var að skapa afslappaða og notalega stemningu í sveitasælunni. 24.-26. febrúar 2012 8. tölublað 3. árgangur 18 Hverfa 1200 ár aftur í tímann Úttekt Nútíma- víkingar 8 Konum með sílikon-púða sem sóttu ómskoðun í hópleit hjá Leit- arstöð Krabbameinsfélagsin s var ekki sagt frá lekum púð um sem greindust við leitina. Vin nureglan var að segja aðeins þeim það, sem pöntuðu sérst aklega tíma vegna einkenna í brjóstum, segir Kristján Sigurðsson, y firlæknir á Leitarstöðinni. Í sjúkraskýrslu konu sem hú n fékk frá Leitarstöðinni í lok janúar vegna heimsóknar um mitt á r 2008 kemur skýrt fram að l æknirinn sjái merki um leka á sílikoni í vöðva. Enginn grunur var u m illkynja mein og því sá læknirinn ekk i ástæðu til frekari aðgerða. K onan fékk ekkert að vita um lekann og h efur kvartað til landlæknis ve gna þessa. Hún segist sjálf hafa pantað t ímann vegna verkja. Konan fékk sílikonígræðslur árið 1995 í kjölfar misheppna ðrar brjóstaminnkunar fimm árum áður. Frá árinu 2004 hefur h ún ríflega þrjátíu sinnum sótt til heimil islæknis vegna ýmissa verkja ; í lungum, doða í höndum, kláða, svima og stórra eitla, sem hún reku r nú til skað- legra áhrifa sílikonsins. Fjórt án skiptin eru eftir umrædda heimsókn á Leitarstöðina. Fréttatíminn fer yfir sjúkraskýrslur konun nar sem lét fjarlægja sílikonið fyrir há lfum mánuði. „Það var eins o g búið væri að taka bókaskáp af bringu m inni þegar ég vaknaði eftir að gerðina,“ segir konan. Kristján segir landlækni hafa óskað þess að Leitarstöðin b reyti vinnureglum sínum og grein i konum frá lekum púðum í k jölfar fregna af fölsuðu sílikon-púðum fran ska PIP framleiðandans. Ógj örningur sé að fara í gegnum eldri gögn f élagsins til þess að sjá hvaða aðrar konur hafi ekki fengið upplýsingar um leka púða. - gag Bragðpróf 22 Benedikt klaustur- bjór þykir bestur Læknar Leitarstöðvarinnar þögðu um leka sílikon-púða Leitarstöðin greindi konum, sem fóru í hópleit hjá Krabba meinsfélaginu, ekki frá því a ð rofnar sílikon-brjóstafylling ar hefðu komið í ljós við ómsko ðun. Kona sem pantaði sér ó mskoðun hefur kvartað til la ndlæknis eftir að henni varð ljóst að læknir sá sílikon-leka í vöðva hennar árið 2008 en upplýs ti hana ekki um það. Sonurinn helsti fylgi- hluturinn Stíllinn hennar thelmu síða 24  VIðTaL Auður Tinn A AðAlbjArnArdóTT ir spurningAKeppni sséní Stoltur nörd 46 fermingar Sérblað Í miðju blaðsins Hrakfalla- saga Þórs auður tinna aðalbjarnar dóttir kláraði stúdentinn á þremur árum í stað fjögur ra og tók að auki 170 einin gar þegar 140 hefðu dugað . Ljósmynd/Hari fréttaSkýriNg Meira um sílikonbrjóst á síðum 12-15 páska- bjórarnir smakkaðir tíSka Kynntu þér spennandi ferðir okkar í Fréttatímanum í dag! JL-húsinu JL-húsinu Hringbraut 121 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og loku m kl: Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar auður tinna hefur slegið í gegn í Útsvari Geir Gunn- laugs- son, land- læknir. PIP-púði dreginn úr á læknastöð í Frakklandi. Til hægri. Frétt blaðsins 24. febrúar síðastliðinn. Sómalskur karlmaður sem kom á vegabréfi manns með norskt ríkis- fang hingað til lands í byrjun vikunnar hefur verið dæmdur í héraðsdómi í þrjátíu daga fangelsi. Hann kom frá Ósló. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og hefur sótt um hæli. Hann sagðist hafa verið á leið til Kanada en mun nú sitja fimmtán daga í fangelsi. Maðurinn var dæmdur tveimur dögum eftir að hann lenti á Kefla- víkurflugvelli og er gert að greiða málsvarnarlaun, nærri hundrað þúsund krónur. Mál mannsins er ekki einsdæmi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans eru álíka mál mjög mörg og gagnrýnt að fólkið þurfi að sitja inni. Margt þessa fólks sem komi til landsins á fölsuðum skilríkjum sæki um hæli, stundum strax í flugstöðinni, stundum eftir handtöku eða eftir að afplánun lýkur, þótt það hafi stefnt til Kanada. - gag Borgin áætlar að greiða 1,1-1,6 milljarða króna vegna ákvörðunar ríkisins að stytta bótatíma þeirra sem eru á atvinnuleysis- bótum aftur úr fjórum árum í þrjú. Borgin telur að 90% fleiri bótamánuðir verði greiddir til þeirra sem hafa klárað rétt sinn hjá Vinnumálastofnun og leiti því til sveitar. Þetta má lesa í svari fjármálaskrif- stofu Reykjavíkurborgar við fyrir- spurn borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. - gag Borgin pungar út meiru vegna fólks án bóta Unglingar í hverfum borgar- innar þar sem fátækt er meiri en í öðrum, fleiri ein- stæðir foreldrar og meira um innflytjendur hugsa oftar um sjálfsvíg og hafa oftar reynt að stytta sér aldur. Þetta er niðurstaða áralangra rannsókna Jóns Gunnars Bernburg og Þórólfs Þór- lindssonar, prófessora við Háskóla Íslands. „Þar aukast líkur á reyk- ingum, ofbeldishegðun, reiði og afbrotum. Burt séð frá því hvers konar heimili ung- lingarnir búa á,“ segir Jón Gunnar sem vill ekki nefna hvaða hverfi borgarinnar standi verst. „Það er algjört aukaatriði. Ég segi ekki orð um það. Ég er ekki í þeim bransa að merkja hverfi öðrum verri.“ Hann bendir þó á að fer- metraverð fasteigna hverfa segi til um ástand þeirra. Sé það lágt séu meiri líkur á því að þar safnist fjölskyldur sem hafi lítið á milli hand- anna og standi höllum fæti í samfélaginu. „Þarna erum við að mörgu leyti að endurtaka niður- stöður á bandarískra rann- sókna þótt þar sé munur milli hverfa mun rosalegri en hér,“ segir hann. Jón Gunnar mun kynna niðurstöðu rannsóknanna, Hverfaáhrif á frávikshegðun og vanlíðan unglinga, á ráð- stefnunni Ungt fólk 1992- 2012 í Háskólanum í Reykja- vík næsta fimmtudag. Hverfið hefur áhrif á líðan unglinga borgarinnar Bleika slaufan afhent í dag Bleika slaufan 2012 – fjáröflunar- og árvekni- átak Krabbameinsfélags Íslands – hefst í dag, föstudag. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar- dóttir, veitir þá bleiku slaufunni formlega við- töku frá sex hvunndagshetjum sem veittu henni viðtöku fyrir ári. Í ár er bleika slaufan hönnuð og smíðuð af Sign. Nælan samanstendur af tveimur blómum er sveigjast um hvort annað og eru táknmyndir kvenna. Bakhlið nælunnar sýnir tvo fjögurra blaða smára. Krabbameinsfélagið stefnir að því að selja 50 þúsund bleikar slaufur. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, en árlegur meðalfjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660, þar af greinast um 190 krabbamein í brjóstum. Agnes M. Sigurðardóttir veitir fyrstu bleiku slaufunni viðtöku í dag. 10 fréttir Helgin 28.-30. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.