Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 18
J
ó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Velkomin í Eignastýringu Landsbankans
Eignastýring Landsbankans starfar með viðskiptavinum sínum
að traustri uppbyggingu eignasafna. Við leggjum áherslu á
persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir.
Verið velkomin í Eignastýringu.
Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir
Ráðgjafi í Einkabankaþjónustu
É g er orðin hundleið á að hlusta á fólk hlæja að kvenna-menningu og gefa í skyn að hún sé annars flokks. Flestir þekkja orðtök eins og „konur eru konum verstar“ eða
„köld eru kvennaráð,“ og gera sér grein fyrir að í þeim felst ekki
beint viska um vináttu og systralag kvenna. Kvennamenning
hefur ekki þótt sérlega eftirsóknarverð, saumaklúbbar hafa
löngum verið annálaðar kjaftamaskínur og meira að segja hvers-
dagslegt kaffispjall nálægt eldhúsglugga hefur átt undir högg
að sækja. Því ætla ég að skrifa nokkur orð til heiðurs sorapytti
íslenskrar kvennamenningar: Barnaland.is.
75% femínistar
Fyrirlitningin sem vefurinn Barnaland sætir er í raun stórmerki-
leg. Orðið „barnalandskona“ hefur svo neikvæða merkingu að
skammaryrði á borð við „kjaftakelling“ bliknar í samanburði.
Svo djúpt ristir neikvætt álit á Barnalandi að fyrir nokkru sat
ég námskeið uppi í Háskóla þar sem ónefndur prófessor ræddi
deilur um grein sem hún hafði birt og til að lýsa á hversu lágu
plani umræðurnar um greinina höfðu verið lauk hún frásögninni
á orðunum: Og svo var þetta komið á Barnaland! Það er nátt-
úrulega alger hryllingur þegar málefni eru tekin til umræðu á
Barnalandi. Hvað í fjandanum hafa þessar ómerkilegu almúga-
konur um samfélagið sitt að segja? Hvað vita þær eiginlega?
Því er auðsvarað, ég er búin að lesa Barnaland í mörg ár og geri
mér vel grein fyrir því hvað barnalandskonur vita. Þær vita allt.
Blandskonur vita nákvæmlega hvern einasta hlut sem hægt
er að spyrja að og ef það er nokkur vafi á einhverju atriði þá geta
þær gefið upp símanúmer, veffang eða aðra heimild um málið.
Barnalandskonur eru líffræðingar, þær eru kennarar, þær eru
lögregluþjónar, þær eru skáld, fegurðardrottingar, þær eru með
doktorspróf og þær eru mótorhjólatöffarar. Við þetta má bæta
að nýleg, en óvísindaleg, könnun á Barnalandi sýndi líka að um
75% Barnlendinga eru femínistar.
Sumar barnalandskonur eru ekki einu sinni konur, þær eru
karlar. Karlar sem eru pabbar, þýðendur, blaðamenn og lög-
fræðingar og hafa reglulega gaman af því samfélagi sem kvenna-
menningin á Barnalandi hefur alið af sér. Þeir eru margir hverjir
líka femínistar og taka þátt í umræðum af sama kappi og stall-
systur þeirra.
Samfélagið dæmir þær
Barnalandskonur vita líka hvernig samfélagið dæmir þær og
gera óspart grín að sjálfum sér fyrir það. Þær þykjast vera stað-
alímyndin sem varpað er á þær og segjast ganga eingöngu í flí-
speysum, kvennahlaupsbol, kvartleggings og í gervi crocs. Vita-
skuld eru margar umræður á Barnalandi ómálefnalegar, enda
eru margar umræður sem fara fram í lífinu mjög ómálefnalegar.
Barnaland er samt ekki ómálefnalegra en kommentakerfi fjöl-
miðlanna, þvert á móti, þar á fólk oft og tíðum mjög kurteisar og
yfirvegaðar umræður um menn og málefni. Þar er femínistum
ekki svo glatt sagt að halda kjafti eða að þeir þurfi bara að fá sér
að ríða. Það kemur fyrir en það er ekki daglegt brauð eins og á
öðrum síðum á netinu.
Mér er minnistæð umræðan um konuna sem vorkenndi börn-
unum sínum fyrir að fá brokkolíbuff að borða í skólanum sínum.
Vissulega komst upp um þekkingarleysi konunnar á næringar-
fræði og það hefði verið afskaplega auðvelt að segja að hún væri
heimsk eða vitlaus. En þau voru ekki öll köld kvennaráðin sem
hún fékk. Umræðurnar spunnust aðallega um hvað væri hollt
og gott mataræði. Þekking þeirra sem vissu betur tók yfir. Um-
ræðunnar var þörf og upplýsingarnar sem komu fram voru
mikilvægar.
Söfnun á Barnalandi
Barnalandskonur söfnuðu tugum, ef ekki hundruðum þúsunda
fyrir konuna sem gat ekki eignast börn og þurfti að eyða stórfé
í tæknifrjóvganir og yfirvofandi ættleiðingarkostnað. Barna-
landskonur kryfja pólitík, bækur og samfélagsmál á vettvangi
þar sem fólk af öllum stigum þjóðfélagsins kemur saman. Barna-
landskonur hafa stutt hverja aðra í námi og sumar þeirra hefðu
aldrei gert það án stuðningsnetsins á Barnalandi. Þessar konur
fara saman í gegnum skilnaði og dauðsföll, þær hjálpa sjálfum
sér og öðrum konum út úr hræðilegum ofbeldissamböndum,
undan kúgun og undan ömurð. Gerum ekki lítið úr því.
Fjandsamleg umræða um samfélag barnalandskvenna
er því í raun óskiljanleg. Ég hef aldrei séð neinar konur jafn
góðar við aðrar (og oft ókunnugar) konur og barnalands-
konur. Þær eru sannarlega konum bestar.
100
þúsund krónur kostaði
slökkvistarf í Laugardal
í Ísafjarðardjúpi hvern
íbúa í Súðavík. Sinueldur
brann á fjórtán hektara
svæði og kostaði slökkvi-
starf alls um 20 milljónir
króna. Súðvíkingar bera
kostnaðinn að lang-
mestu leyti.
Vikan í tölum
9
mörk hefur Aron Jóhannsson skorað í
síðustu fjórum leikum AGF í dönsku úrvals-
deildinni í fótbolta. Hann er markahæstur
í deildinni með tíu mörk eftir tíu umferðir.
Stórlið á borð við Ajax og Arsenal fylgjast
með kappanum um þessar mundir.
Varnarræða Barnalandskvenna
V i ð h o r f h e l g u Þ ó r e y j a r j ó n S d ó t t u r
helga Þórey jónsdóttir Könnun á Barnalandi sýndi að um 75%
Barnlendinga eru femínistar.
4.875
vegabréf voru gefin út
hér á landi í ágúst sem
er tæplega tíu prósent
fleiri en á sama tíma í
fyrra.
Gera það gott í slitastjórninni
Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður og
formaður slitastjórnar Glitnis, hefur sam-
tals fengið 313 milljónir frá 2009 og Páll
Eiríksson, lögmaður og slitastjórnarmað-
ur, 241 milljón. Í fyrra fengu þau samtals
180 milljónir en þau hafa fengið tæpar
100 milljónir á þessu ári.
Vill taka rannsókn úr höndum
ríkisendurskoðanda
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri-
grænna, vill að rannsókn ríkisendurskoð-
anda á kaupum á bókhaldskerfi ríkisins
verði tekin úr höndum Sveins Arasonar
ríkisendurskoðanda.
Ætlar að kæra leka
Ríkisendurskoðun ætlar að kæra til lög-
reglu að leyniskýrsla frá stofnuninni hafi
borist Kastljósi Ríkissjónvarpsins.
Uppsagnir í Straumsvík
Nálægt fimmtán manns verður sagt upp
fyrir mánaðamót hjá Rio Tinto Alcan sem
rekur álverið í Straumsvík. Alls verður
fækkað um 27 stöðugildi.
Kynntu sér tjón sauðfjárbænda
Hópur frá almannavarnardeild ríkislög-
reglustjóra var á ferð um Norðurland
um síðustu helgi. Hann kynnti sér tjón
sauðfjárbænda vegna óveðursins sem
gekk yfir Norðurland 10. september
síðastliðinn.
Smokkar flokkaðir sem
munaðarvara
Smokkar eru flokkaðir sem munaðarvara
og skattlagðir af ríkinu. Fóstureyðingum
fer fjölgandi og rannsóknir sýna að allt
að helmingur kvenna sem fer í fóstur-
eyðingar notar engar getnaðarvarnir.
Benedikt og Helgi hæfastir
Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson
hafa verið metnir hæfustu umsækjend-
urnir um tvö embætti hæstaréttardómara
sem auglýst voru laus til umsóknar í júlí.
Fatlaðir velji sér aðstoðarfólk
Ríkisstjórnin hefur afgreitt lagafrumvarp
um að fatlaðir fái að velja sér aðstoðar-
fólk við kosningar. Innanríkisráðherra
býst við að það verði orðið að lögum áður
en kosið verður um stjórnarskrártillögur
20. október.
1,5
milljarða hagnaður
var á rekstri Haga frá
mars fram í ágúst.
Á sama tíma í fyrra
var hagnaðurinn einn
milljarður og árið 2010
var hann 470 milljónir
króna.
84
ára var bandaríski
söngvarinn Andy
Williams þegar hann
lést í vikunni. Hann
hlaut óskarsverðlaun
fyrir lagið Moon River í
kvikmyndinni Breakfast
at Tiffanys árið 1961.
30
milljóna
afgangur var
af rekstri
Vinstri
grænna á
síðasta ári.
18 fréttir vikunnar Helgin 28.-30. september 2012