Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 20
HOT YOGA Á EFTIR
ÚT AÐ BORÐA Í KVÖLD
HOLTAGÖRÐUM
É
g kalla eftir því að Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra bjóði
fram einn kennara og einn skóla-
stjóra sem eru tilbúnir til að vera
með rúmlega tuttugu börn í bekk
auk tveggja barna með greiningar á borð við
einhverfu eða ADHD sem treystir sér að sinna
öllum börnunum þannig að þeim líði öllum
vel – líkt og skóli án aðgreiningar á að gera.
Ég ætla að setja mitt barn í þann skóla,“ segir
Ásta Kristín Jónsdóttir.
Ásta Kristín, Karlotta Lind Pedersen og Þor-
gerður Jörundsdóttir eiga börn með ADHD,
einhverfu og skyldar raskanir og eru þrjár
af stofnendum samtakanna Draumakerfið
sem er baráttuhópur aðstandenda barna
með sérþarfir sem fá ófullnægjandi eða jafn-
vel enga þjónustu í kerfinu. Þær vilja búa til
draumakerfi, líkt og nafn samtakanna gefur
til kynna, og eru ekki einar um það því þegar
hafa 125 foreldrar og aðstandendur barna með
sérþarfir skráð sig í samtökin.
„Daglega eru framin mannréttindabrot á
þessum börnum,“ segir Karlotta. Hún á tvö
börn sem bæði eru einhverf. Öðru líður vel í
almennum skóla en hitt barnið leið vítiskvalir
og var með sjálfsvígshugsanir og átti til að
meiða sjálft sig. „Vanlíðanin stafaði ekki af því
að skólinn og kennararnir væru ekki allir af
vilja gerðir, það vantaði ekki. Það voru einfald-
lega engin úrræði til staðar í bæjarfélaginu
fyrir þennan dreng,“ segir hún.
Brúarskóli aðeins tímabundið úrræði
Synir Ástu og Karlottu eru báðir í Brúar-
skóla um þessar mundir en það er einungis
tímabundið úrræði. Þeir eru 11 og 12 ára.
Brúarskóli er sérskóli rekinn af Reykjavíkur-
borg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga
við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan
vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfið-
leikum eða eru komnir í vanda vegna fíkni-
efnaneyslu eða afbrota. Markmið skólans er
að gera nemendur hæfari til að stunda nám í
almennum grunnskóla. Eftir þriggja mánaða
dvöl er stöðumat á líðan nemanda og stefnt er
að aðlögun við heimaskóla í kjölfarið.
Brúarskóli er læstur. Börnin komast ekki
þaðan út á meðan kennsla stendur yfir. Þau
eru fá í bekk, oft aðeins fjögur og fá mikinn
Börnin okkar eru í hættu
Þrjár mæður barna
með ADHD, ein-
hverfu og skyldar
raskanir hafa
áhyggjur af fram-
tíð barna sinna
sem fá ekki þá
þjónustu sem þau
þurfa í almenna
skólakerfinu. Fyrir
sum börn séu
einfaldlega engin
úrræði. Almenna
skólakerfið ráði
ekki við að sinna
þeim, þar vanti
sérþekkingu. Börn
með raskanir sem
fá ekki viðunandi
þjónustu lendi oft í
miklum erfiðleikum
og geti leiðst út í
fíkniefnanotkun og
jafnvel afbrot. Þær
hafa stofnað félagið
Draumakerfið, sem
er baráttuhópur
aðstandenda barna
með sérþarfir og
fá ófullnægjandi
þjónustu.
Ásta Kristín Jónsdóttir, Karlotta Lind Pedersen og Þorgerður Jörundsdóttir eiga börn með ADHD, einhverfu og skyldar raskanir og eru þrjár af stofnendum samtakanna
Draumakerfið sem er baráttuhópur aðstandenda barna með sérþarfir sem fá ófullnægjandi eða jafnvel enga þjónustu í kerfinu. Ljósmynd/Hari
stuðning sérhæfðra kennara, þroskaþjálfa, sál-
fræðinga og atferlisþjálfa, svo fátt eitt sé nefnt.
Sonur Karlottu, Tómas sem er 12 ára, fór að
sýna erfiða hegðun í skóla upp úr 8 ára aldri.
Hann fékk einhverfugreiningu ásamt því að
vera með fleiri raskanir sem ósjaldan grein-
ast hjá börnum með einhverfu. Hann tekur
einhverfuköst ef umhverfið verður yfirþyrm-
andi, til að mynda mikið áreiti eða læti eru í
kringum hann og átti það til að beita kennara
sinn ofbeldi. Hann sýndi andfélagslega og of-
beldisfulla hegðun og var í þrjú skipti vikið úr
skólanum í nokkra daga. Skólinn hafði engin
úrræði. Foreldrar fengu ekki alltaf að vita
þegar mikil hegðunarvandamál höfðu komið
upp í skólanum og gátu þar af leiðandi ekki
brugðist við.
Var einangraður
Loks brá skólinn á það ráð að taka Tómas út úr
bekk og setti upp fyrir hann svokallað náms-
ver á stjórnendagangi skólans. Þar sat hann
aleinn við skrifborð, einangraður frá öðrum
börnum, og fékk ekki að fara með öðrum börn-
um í frímínútur. Hann borðaði jafnvel hádegis-
matinn með fullorðnum.
„Hann einangraðist algerlega félagslega,“
segir Karlotta. „Hann tilheyrði engum bekk
og var því ekki boðið í bekkjarafmæli né held-
ur fékk hann að taka þátt í bekkjarkvöldum í
skólanum. Og af því að hann umgekkst engin
börn var ekki hægt að vinna með félagslegan
þroska hans,“ segir Karlotta. Hún bendir á að
skólastjórnendur og skólamálayfirvöld í bæjar-
félaginu hafi reynt hvað þau gátu til að búa til
úrræði fyrir drenginn. „Hann fékk að gera alls
kyns skemmtilega hluti en það var alltaf með
fullorðnum og uppfyllti ekki hans félagslegu
þarfir,“ segir hún.
Karlotta og eiginmaður hennar höfðu
íhugað að taka drenginn úr skóla vegna þess
hve hann þjáðist af mikilli vanlíðan. Hann
greindist með mikið þunglyndi og var meðal
Það voru
einfald-
lega engin
úrræði
til staðar
í bæjar-
félaginu
fyrir þenn-
an dreng.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
20 viðtal Helgin 28.-30. september 2012