Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 25

Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 25
LEIÐIN TIL HOLLUSTU Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is. NÝTT HINDBER & BANANAR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA www.skyr.is inni í stofunni þegar réttu við- brögðin eru þau að fjarlægja ein- hverfa barnið úr aðstæðunum. Þarna var um dæmigerða van- þekkingu kennarans að ræða sem leiddi til kolrangra viðbragða sem gerðu ástandið enn verra,“ segir hún. Mega ekki upplýsa um hent- uga skóla Ásta segist hafa leitað upplýs- inga um það hjá skólayfirvöldum hvaða skóli á höfuðborgarsvæðinu myndi þjónusta dreng hennar best miðað við þær raskanir sem hann er greindur með. „Ég fékk engar upplýsingar heldur bara þau svör að það sé óheimilt að gefa það upp. Einu úrræði foreldra eru því að flytja börnin sín á milli skóla, jafnvel að flytjast búferlum. Það gerði ég því ég hélt ég væri að fara í skóla þar sem þjónustan væri til fyrirmyndar en svo reyndist ekki vera,“ segir hún. Þær benda á að skóli án að- greiningar henti í þeirri mynd sem hann er nú hvorki börnum með sérþarfir né heldur börnum sem eru ekki með neinar grein- ingar. „Við vitum að börn með ADHD eru með athyglisspan í 10-15 mínútur. Eftir það eru þau farin að trufla kennslu. Það er úti- lokað að kennari ráði við að sinna yfir tuttugu börnum í bekk, þar af tveimur með frávik,“ segir Ásta. „Börnin eru að vísu með stuðn- ingsfulltrúa en það er ófaglært starfsfólk með enga fagþekk- ingu. Oft eru þetta bara skuggar barnanna. Hvað barn heldurðu að vilji hafa skugga á eftir sér allan daginn og hvernig heldurðu að því líði gagnvart hinum börn- unum? „Ég er aumingi sem þarf pössun.“ Það þarf fagfólk inn með þessum börnum. Fagfólk sem get- ur dregið fram það besta í þeim. Og það þarf að vera hægt að búa til fámennari hópa með þessum börnum. Sjáið bara hve vel tekst upp í Brúarskóla. Af hverju er ekki hægt að nota sömu aðferð í almennum skólum – skóla án að- greiningar?“ spyr Karlotta. Þorgerður tekur undir þetta: „Ef sjónarmiðið er ekki vellíðan barnanna heldur beinharðir peningar, þá getum við samt sem áður sýnt fram á sig að það er fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í því að sinna þessum börnum betur,“ segir hún. „Með góðri þjónustu við þessi börn eru allar líkur á því að þau geti orðið góðir samfélagsþegnar,“ segir Þorgerður. Hér er talað um börn með ein- hverfu en margt af því sem nefnt er á einnig við ungmenni og fullorðna með röskun á einhverfurófi. Einkenni einhverfu geta verið mörg og af mismunandi styrk- leika. Raskanir á einhverfurófi eru því margskonar birtingarmyndir af einhverfu. Barn sem er greint með röskun á einhverfurófi á við verulega erfið- leika að etja á þremur sviðum:  skerta færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum  skerta færni í máli og tjáskipt- um  sérkennilega og áráttukennda hegðun Mikill munur getur verið á því hvernig þessir erfiðleikar koma fram hjá hverju barni. Helstu erfið- leikar flestra barna tengjast félags- legum samskiptum en megin- vandamál annarra er ósveigjanleg hugsun. Erfiðleikarnir sem börnin upp- lifa eru breytilegir. Erfiðleikar í máli og tjáskiptum geta falið í sér að sum börn tala ekki neitt en önnur tala endalaust um áhugamál sín. Barn með ein- hverfu skynjar veröldina á annan hátt en aðrir. Með því að vera meðvitað um vanda barnsins getur fólk haft áhrif á umhverfi þess og hjálpað því að takast á við hindranir í veröld þeirra, sem ekki eru með ein- hverfu. Einhverfa viðtal 25 Helgin 28.-30. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.