Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 26
GAS, ELDUR, VATN OG INNBROT
STATTU KLÁR Á ÖRYGGI ÞÍNU.
Við hjá Securitas höfum að bjóða forvarnir sem stórauka vernd þína gegn slysum
af völdum gass, elds eða vatns og snarminnka hættuna á innbrotum. Skoðaðu úrval
öryggislausna á securitas.is, hafðu samband við okkur í síma 580 7000 eða sendu
okkur tölvupóst í securitas@securitas.is og við göngum í málið.
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
S
E
C
6
11
76
0
9.
20
12
HEIMAVÖRN
É
g byrja að taka næstu mynd
eftir tvær og hálfa viku,“ seg-
ir Sólveig sem gaf sér þó tíma
til þess að skreppa til Íslands
til þess að vera viðstödd
frumsýningu Queen of Montreuil á RIFF.
„Þetta er mynd sem byggir á myndasögu
og ég ætla að taka hana í Frakklandi,“
segir Sólveig.
Queen of Montreuil tengist hins vegar
Íslandi á ýmsa vegu enda hálfgert fram-
hald af myndinni Skrapp út sem Sólveig
gerði á Íslandi fyrir nokkrum árum með
skáldinu Diddu í aðalhlutverki.
„Ég hafði ofboðslega gaman af því að
gera Skrapp út og ég og meðhöfundur-
inn minn, Jean-Luc Gaget, vildum gera
aðra mynd sem væri einhvers konar
framhald af Skrapp út. Við byrjuðum að
skrifa handrit sem ég ætlaði að taka upp
á Íslandi en eftir hrunið og allt sem því
fylgdi fannst mér það kannski ekki alveg
nógu góð hugmynd. Meðal annars vegna
þess að það er fjöldi leikstjóra á Íslandi
sem þarf að afla sér fjármagns á Íslandi.
Þannig að við breyttum handritinu og
ákváðum að gera þetta í Frakklandi í
Montreuil-hverfinu þar sem ég bý.“
Íslensku senuþjófarnir
Sólveig frumsýndi Queen of Montreuil
á kvikmyndahátíðinni í París síðsumars
þar sem hún fékk afar góðar viðtökur.
Meðal annars í Hollywood Reporter þar
sem myndin var ausin lofi og talað um
Diddu og son hennar Úlf Ægisson sem
senuþjófa myndarinnar. Þau leika mæðg-
in í myndinni og endurtaka hlutverk sín
úr Skrapp út.
„Við ákváðum bara að fara með Diddu
og Úlf til Montreuil. Í lok Skrapp út
ákveða þau að fara til Jamaíka og í Queen
of Montreuil sitja þau föst í París, á leið-
inni heim, vegna þess að íslenska flug-
félagið þeirra fer á hausinn. Þau eru samt
ekki í aðalhlutverkum. Franska leik-
konan Florence Loiret Caille leikur konu,
Agathe, sem missir eiginmann sinn og
kemur heim til Montreuil með öskuna
hans. Hún á mjög erfitt með að komast
yfir þennan missi og þessir furðulegu
Íslendingar, Didda og Úlfur, fá að dvelja
hjá henni og þau reyna á einhvern undar-
legan hátt, með aðstoð sels, að hjálpa
Agathe að jafna sig á dauða eiginmanns-
ins. Þannig að það má segja að þetta sé
kómedía um dauðann.“
Sólveig er nýkomin frá kvikmyndahá-
tíðinni í Feneyjum þar sem hún sýndi
myndina og rétt eins og í París var henni
vel tekið þar. Ég er ánægð með þessa
mynd vegna þess að hún virðist gleðja
fólk og hreyfa við því. Þetta gleður mig
og meðhöfund minn mjög enda eyddum
við miklum tíma í að skrifa þessa mynd.
Það er mjög gefandi að finna það á áhorf-
endum að myndin nær til þeirra.“
Sólveigu þykir vænt um að Queen of
Montreuil hefji Alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðina í Reykjavík og ekki síður um að
hún sé sýnd á Íslandi. „RIFF er orðin stór
hátíð og fyrir mér er þetta mikill heiður.
Mér er líka mjög mikilvægt að hún sé
sýnd á Íslandi og hlakka mjög til þótt ég
hafi auðvitað ekki hugmynd um hvernig
íslenskir áhorfendur muni bregðast við
henni. En myndin hefur á sinn hátt mikið
að gera með Ísland. Tvær persónur og
svo tengist selurinn, sem gegnir mikil-
vægu hlutverki, Íslandi.“
Kvikmyndaleikstjór-
inn Sólveig Anspach
er íslenskur ríkis-
borgari og segist
bera sterkar taugar
til Íslands þótt hún
hafi ekki búið hérna.
Hún hefur gert
nokkrar kvikmyndir
á Íslandi. Skáldkonan
Didda hefur leikið
fyrir hana í þrígang
með góðum árangri
og nýjasta sam-
starfsverkefni þeirra,
Queen of Montreuil,
opnaði RIFF-kvik-
myndahátíðina á
fimmtudagskvöld.
Sólveig greindist ekki
alls fyrir löngu með
krabbamein í annað
sinn á ævinni og var
veik þegar hún gerði
Queen of Montreuil
sem er gamanmynd
um dauðann. Hún
segist hafa það gott í
dag, er með margar
myndir á dagskránni,
og lætur ekkert
stöðva sig.
Glímir við krabbamein og
gerði kómedíu um dauðann
Lífið er þannig að maður
veit aldrei hvenær því lýkur
og það getur gerst hratt
þannig að maður verður að
nota þann tíma sem maður
hefur og ég er að flýta mér.
Heimsborgari með
íslenskar rætur
Sólveig er fædd í Vestmannaeyjum
í desember 1960, Hún er dóttir
Högnu Sigurðardóttur arkitekts
en faðir hennar er bandarískur,
fæddur í Berlín og foreldrar hans
rúmenskir og þýskir.
Högna er fyrsti Íslendingurinn
sem nam í Ecole des Beaux Arts í
París en hún hóf nám þar árið 1949.
Högna er jafnframt fyrsta konan
sem hannaði byggingu á Íslandi og
er í fremstu röð íslenskra arkitekta.
Sólveig hefur ekki búið á Íslandi
Sólveig Anspach hefur í hyggju að gera framhald af opnunarmynd RIFF, Queen of Montreuil, og er að velta fyrir sér hvernig hún
getur fléttað Diddu vinkonu sína inn í söguna. Ljósmynd/Isabelle Razavet
Framhald á næstu opnu
26 viðtal Helgin 28.-30. september 2012