Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 28.09.2012, Qupperneq 28
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 12 -1 86 7 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Póstappið er stysta leiðin að margvíslegri þjónustu Póstsins. Þú getur fundið pósthús og póstkassa, keypt SMS frímerki og fylgst með sendingum. Ef þú þarft frekari þjónustu gefur Póstappið þér beint samband við þjónustuver. HAFÐU PÓSTINN Í HENDI ÞÉR! www.postur.is Fyrir Android og iPhone og ólst upp í París hjá foreldrum sínum. Hún segir þó taugar sínar til Íslands mjög sterkar. „Ég er mjög ánægð í Montreuil-hverfinu mínu, sem er úthverfi Parísar. Ég er fædd á Íslandi og ég kom þangað öll sumur með systur minni og ömmu og afa. Pabbi lærði meira að segja íslensku. Ég er íslenskur ríkisborgari en hef aldrei búið hérna en reyni að koma hingað á sumrin. Ég hef gert nokkrar heimildarmyndir hérna og tvær bíómyndir.“ Sólveig segist ekki sjá fyrir sér að hún taki upp búsetu á Íslandi þrátt fyrir náin tengsl sín við landið. „Ég þekki fleira fólk í Frakklandi, verk mín eru þekktari hérna og ég held að ég sé þekktari sem leikstjóri í Frakklandi en á Íslandi. Dóttir mín, Clara Ljúfa, er líka í skóla í Frakklandi og er að verða sautján ára. Stundum virðist þetta nú samt vera þannig að maður lifir mörgum lífum á einni ævi þannig að maður veit aldrei hvað mun gerast. Rætur mínar liggja í raun og veru á Íslandi. Ég á fjölda skyldmenna hérna. Ég lít samt kannski ekki á mig sem Íslend- ing sérstaklega heldur frekar jarðar- búa með tengingar hingað og þang- að. Ég hef gaman að því að fara með tökuvélina út um allt. Til dæmis til Íslands og ég hef gert mynd í Nýju- Kaledóníu og Sarajevo. En sterkustu taugarnar ber ég til Íslands. D-dagurinn og ástin Sagan að baki kynnum foreldra Sólveigar er ansi mögnuð en faðir hennar var í hópi þeirra bandarísku hermanna sem réðust inn í Frakk- land við strendur Normandí á D- deginum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann komst í gegnum þann blóðuga hildarleik sem háður var í flæðar- málinu og að stríðinu loknu ákvað hann að verða eftir í Frakklandi og læra myndlist. Högna kynntist honum í Ecole des Beaux Arts og þau felldu hugi saman. „Mamma fór til Frakklands til þess að læra arkitektúr og ég held að hún sé fyrsta íslenska konan sem lærði arkitektúr. Hún er að mínu mati mikil listakona. Pabbi var her- maður sem lærði síðan myndlist og sneri sér síðar að fornmunasölu. Þau bjuggu í París en gengu í hjónaband í New York og bjuggu þar um skeið en pabbi var kommúnisti á þessum árum og þau hrökkluðust úr landi vegna McCarthy-ofsóknanna og fluttu aftur til Frakklands.“ Með listmálarann og arkitektinn sem foreldra má geta nærri að Sól- veig fékk listrænt uppeldi í París. „Já, já. Pabbi fór með okkur systurn- ar í bíó einu sinni í viku þannig að það var með honum sem ég uppgötv- aði kvikmyndalistina og dróst inn í þennan heim.“ Æskuheimili Sól- veigar í París stóð Íslendingum alltaf opið og þar kíktu kunningjar Högnu við þegar þeir voru i borginni. And- ans menn eins og Thor Vilhjálmsson og Erró svo einhverjir séu nefndir. Nekt fyrir Diddu Samstarf Sólveigar og Diddu og í raun leikferill skáldsins hófust með Stormy Weather en Didda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni 2003 og sjálfsagt er enn mörgum minnistætt þegar hún tók við verðlaununum og kvaddi sviðið með orðunum „lifi lítil brjóst“. „Didda er ótrúleg manneskja og ég elska að vinna með henni. Hún er með svo mikla orku og er svo upp- átektarsöm. Hún er sannur lista- maður og stendur sterkum fótum á lífsspeki sinni. Þegar maður horfir á hana er hún eins og kvenkynsútgáfa af Bob Dylan eða eitthvað í þá átt- ina. Hún er eins og rokkstjarna. Ég man eftir því þegar við fórum með Stormy Weather til Cannes þá voru allir blaðamenn og ljósmyndarar vitlausir í Diddu vegna þess að það stafar svo miklum krafti frá henni.“ Sólveig vissi ekkert um Diddu þegar þær hittust fyrst fyrir tilviljun. „Ég kynntist henni þegar ég var að leita að leikurum fyrir Stormy Weather. Ég var búin að skoða fullt af leikkonum en var einhvern morguninn að borða morgunmat á Prikinu þegar Didda stormar inn. Ég hafði ekki hugmynd um hver hún var en um leið og ég sá hana vissi ég að þarna væri persónan mín ljóslif- andi komin. Ég gaf mig á tal við hana og spurði hana við hvað hún starfaði. Hún sló í borðið og sagði „ég er skáld!“ Ég varð frekar hissa vegna þess að ég gæti aldrei lamið í borð og sagst vera kvikmyndagerðarkona. Ég spurði hana svo hvort hún vildi koma í prufutöku fyrir myndina mína og hún tók vel í það og sagðist meira að segja geta leikið allsnakin. Ég sagði henni að það væri engin nektarsena í myndinni en við enduðum svo með að skrifa eina nektarsenu inn í myndina, sérstaklega fyrir hana. Í frystihúsinu í Vestmannaeyjum. Við höfum verið vinir síðan þá.“ Berst jákvæð við krabbamein Þegar Sólveig var 33 ára gömul, árið 1994, greindist hún með brjóstakrabbamein. Hún sigraðist á meininu en baráttan tók tvö ár. Hún var komin fjóra mánuði á leið þegar meinið fannst og lífsviljinn magnað- ist með þránni eftir því að fá að lifa með barninu. Sólveig greindist aftur með krabbamein nýlega og segist hafa verið frekar veik á meðan hún gerði Queen of Montreuil en lífsviljinn er sá sami og fyrir átján árum og Sólveig mætir sjúkdómnum með æðruleysi. „Mér líður ágætlega núna. Ég er komin aftur í lyfjameðferð og það sem því fylgir og þetta setur ákveðið mark á líf mitt núna. Ég var frekar veik á meðan ég var að gera Queen of Mont- reuil en ég kláraði hana nú samt og ég læt ekkert stoppa mig. Ég greindist fyrst með krabbamein þegar ég var ólétt og þetta virðist bara koma aftur og aftur, “ segir Sólveig og bætir við að hún upplifi gríðarlegar framfarir í læknavísindum og barátt- unni við krabbamein á þeim tíma sem liðinn er á milli áfallanna. „Framfar- irnar hafa verið svo miklar að þetta er ekki jafn hræðilegt og það var.“ Sólveig hefur ekki látið meinið slá sig út af laginu og heldur ótrauð áfram. „Það má vel vera að ég sé óheppin með heilsuna en ég hef verið mjög heppinn með margt annað í lífinu og reyni bara að einbeita mér að því sem gleður mig og gefur mér orku. Ég reyni alltaf að vera með mörg handrit í vinnslu í einu þannig að nú er ég að fara að taka mynd og hand- ritið að þeirri næstu er tilbúið. Við erum að leita að fjármagni fyrir hana og síðan er ég að fara að skrifa enn aðra mynd sem ég vona að verði fram- hald af Queen of Montreuil. Ég ætla mér að taka upp í Montreuil og von- andi koma Didda og Úlfur aftur við sögu einhvern veginn. Ég veit ekki enn hvernig. Þetta er spurning um að prjóna þetta rétt. Ég er heppin og er mjög hamingju- söm. Lífið er þannig að maður veit aldrei hvenær því lýkur og það getur gerst hratt þannig að maður verður að nota þann tíma sem maður hefur og ég er að flýta mér.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sólveig um Diddu „Didda lætur mjög vel að stjórn. Við treystum hvor annarri og leikstjórn mín snýst nú ekki mikið um stjórn heldur frekar að fá hvern leikara til þess að gefa eins mikið og hann getur af sér til persónunnar. Auðvitað gef ég leiðbeiningar og kem með tillögur og þegar við Didda vinnum saman er engin spenna á milli okkar. Engin núningur eða ofbeldi. Ég hef á tilfinningunni að fólk ímyndi sér að Didda sé óalandi og óferjandi en það er alrangt. Hún er mjög friðsöm mann- eskja. Hún treystir mér og ég treysti henni þannig að ég held að hún myndi gera hvað sem er fyrir mig,“ segir Sólveig og furðar sig á því að fleiri leikstjórar hafi ekki fengið Diddu til þess að leika fyrir sig. „Ég skil það ekki. Leikstjórar í Frakklandi hafa mikinn áhuga á henni en þá truflar auðvitað að hún talar ekki frönsku. En ég skil ekki hvers vegna hún er ekki í fleiri íslenskum myndum. Ég veit ekki hvað veldur. Kannski þekkja íslenskir leikstjórar hana of vel eða eru hræddir við hana. Sem er fáránlegt. Kannski halda þeir að hún muni ekki hlusta á þá en hún er alls ekki þannig.“ Didda er ekki öll þar sem hún er séð og undir yfirborði hörkutólsins leynist friðsöm manneskja. Ljósmynd/Isabelle Razavet 28 viðtal Helgin 28.-30. september 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.