Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 31
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
12
-1
99
4
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA www.postur.is
Við getum séð um hvað sem er fyrir fyrirtæki. Allt frá
gluggaumslögum yfir í stærri sendingar. Við getum
sótt allan þann póst sem þú þarft að senda, ásamt því
að koma með sendingar til þín. Við sérsníðum lausnir
fyrir þitt fyrirtæki sem falla eins og flís að þínum rekstri.
FYRIRTAK FYRIR
FYRIRTÆKI!
mínu allan tímann, en hann lét mig
tala við Kjartan. Hann spurði: Hvað
myndir þú segja við hann ef þú
hittir hann núna. Ég lá á bekknum
og grét. Tárin láku. Ég hafði ekki
grátið Kjartan svo ég muni. Ég grét
látlaust í klukkutíma. Svo sendi
hann mig heim með heimaverkefni.
Þau gerði ég og upplifði alls konar
tilfinningar sem ég hefði eflaust átt
að upplifa miklu fyrr. Þarna fór ég
í gegnum sorgarferli; reiði en jafn-
framt þakklæti fyrir tímann með
honum. Eftir sat þakklæti fyrir að
hafa átt hann að og tárin. Ég öðlað-
ist hugarró.“
Guðný eignaðist síðar soninn
Kjartan. „Þegar hann fæddist
fannst mér hann líta út eins og
Kjartan og ég fann að það var nafn-
Hugsar til hans með söknuði
„Þegar Kjartan dó meðtók maður
það ekki strax. Núna þegar
ég er orðin fullorðin og á
fjölskyldu þá hugsa ég
oft til baka og get ekki
ímyndað mér hvaða áhrif
þetta hafði á fjölskyldu
hans,“ segir Ingibjörg Bene-
diktsdóttir, fyrrum bekkjarfélagi
Kjartans í grunnskólanum á Hólmavík.
„Í minningunni er hann aðaltöffarinn; í
leðurjakka. Hann var sá sem talaði við alla,
átti samleið með öllum hópum. Ég hugsa
til Kjartans með söknuði og er þakklát fyrir
það hafa kynnst honum.“
Rúntuðu saman á dánardeginum
„Ég hugsa oft til hans og minnist
hans með hlýhug og um það
hvernig lífið hefði getað
orðið ef hann hefði ekki lent
í þessu slysi. Ég á margar
góðar minningar um hann.
Hann var mjög góður vinur,“
segir Guðmundur Vignir
Þórðarson, sem var árinu eldri og
félagi Kjartans frá Hólmavík.
„Fyrr um daginn höfðum við Kjartan
verið á rúntinum, á bílnum sem hann lét
lífið í um kvöldið. Við höfðum verið að
keyra aðeins um, borða harðfisk og spjalla
saman. Eftir slysið skoðaði ég bílinn og tók
þá strax eftir tómum harðfiskpoka á milli
sætanna. Þá áttaði ég mig fyrst á hversu
stutt var á milli lífs og dauða.“
Sé hann fyrir mér í leðurjakkanum
„Ég sé hann stundum fyrir mér í
leðurjakkanum eða kuldagall-
anum og alltaf skælbrosandi.
Kjartan var sannur vinur
vina sinna og það var alltaf
líf og fjör í kringum hann,“
segir Berglind Maríusdóttir,
sem var ári eldri en Kjartan.
„Þessi yndislegi fjörkálfur var
tekinn frá okkur alltof snemma og svona
atburðir setja mark sitt á mann og minna
mann á hversu lífið er hverfult. Það er
ofboðslega erfitt að trúa að 19 ár séu liðin
en minningin um hann Kjartan okkar lifir
endalaust.“
Ekki séð fallegri augu
„Hver man ekki eftir því þegar
Kjartan og fjölskylda fluttu til
Hólmavíkur? Fallegri augu
höfðum við ekki séð! Við
féllum bókstaflega í stafi,“
segir Guðrún Helga Ás-
mundsdóttir, fyrrum bekkjar-
systir Kjartans um komu hans
frá Ísafirði, þá um átta ára. „Ég
man að við vorum nokkur á leið á ball í
Laugarhóli kvöldið sem Kjartan dó. Þvílíkt
sjokk sem við fengum og ekki nokkur leið
að stoppa tárin,“ segir hún.
„Nú á ég sjálf 17 ára ungling og get ekki
ímyndað mér skelfinguna sem fylgir því að
missa barn. Ég hugsa mjög oft til Kjartans,
hvernig hann væri í dag. Væri hann orðinn
pabbi, hvað hann ynni við? Hann mun alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Eitt er
ég allavega viss um við værum enn góðir
vinir enda ekki annað hægt þegar Kjartan,
töffarinn mikli, átti í hlut.“
Ómetanlegt að hafa kvatt Kjartan
„Kjartan var frábær strákur,
skemmtilegur töffari og góður
vinur. Ég var mikið inni á
heimili fjölskyldunnar og
kynntist honum því vel. Hann
var mikill grínisti og gerði
oft grín að því hvað ég var
(og er) lágvaxin,“ segir Harpa
Jóhannsdóttir, ein besta vinkona
Guðnýjar systur Kjartans.
„Ég gleymi aldrei þegar ég sá hann
síðast. Ég var á leið til Akureyrar í skóla og
hann kom við til að kveðja mig. Eftir á var
það ómetanlegt að hafa faðmað og kvatt
hann í síðasta sinn. Andlát hans hafði djúp-
stæð áhrif á mig eins og aðra – ekki bara
af því að besta vinkona mín missti bróður
sinn, heldur missti ég líka góðan vin. Ég
hugsa oft til Kjartans. Hann mun alltaf eiga
sérstakan stað í hjarta mínu.“
ið sem ég vildi gefa honum,“ segir
Guðný góðlátlega og við vinkon-
urnar sem sitjum í minningaflóðinu
á kaffihúsinu og ég spyr hvernig
Kjartan væri í dag?
Sneri sorginni í góða minningu
„Ég leyfi mér ekkert að hugsa það.
Það er ekki hægt. Ég get ekki verið
að syrgja það sem aldrei varð. Ég
leyfi mér að hugsa um að nú væri
hann 36 ára gamall. Ég leyfi mér
ekki að fara lengra. Það eykur á
sorgina. Þá myndi ég einnig gráta
brostnar vonir.“
En að vera hrein og bein, góð við
sína og stökkva á tækifæri sem gef-
ast er það sem bitur reynslan hefur
kennt henni. Hún hefur einblínt á
að snúa sorginni í góða minningu
og hefur lofað sjálfri sér að fara vel
með lífið og takmarka sig ekki af
röngum ástæðum. Fjölskyldan öll
er nánari og þau Kári, yngri bróðir
hennar, eru nátengd þrátt fyrir
níu ára aldursmun. Minningin um
Kjartan lifir.
„Þegar ég hitti fyrri vini hans og
fólk sem ég hitti ekki oft nefnir það
hann oft fyrst af öllu. Þeir sjá mig
og minningin um Kjartan lifnar
við,“ segir hún. „Kjartan verður
alltaf hluti af mér. Ekkert í heim-
inum fær því sem gerðist breytt.
Ég býst ekki við því að vera minna
sorgmædd eftir tíu ár yfir því að
þetta hafi gerst. Það þýðir samt
ekki að ég sé leið alla daga. En
Kjartan bróðir minn á sér alltaf stað
í hjarta mínu.“
Fjórtán og sextán á skólaballi á Ísafirði,
þar sem systkinin bjuggu fyrstu árin.
viðtal 31 Helgin 28.-30. september 2012