Fréttatíminn - 28.09.2012, Qupperneq 42
42 heilsa Helgin 28.-30. september 2012
Heilsa NáttúrulækNiNgafélag ÍslaNds fræðir um óHollustu sykurs
a ukin sykurneysla undanfar-inna áratuga er talin eiga sinn þátt í mörgum nútímasjúk-
dómum sem hrjá okkur, líkt og segir
á vef Náttúrulækningafélags Íslands,
nlfi.is. Margar rannsóknir hafa sýnt
fram á tengsl sykurs við offitu, sykur-
sýki, ofvirkni og hjartasjúkdóma, líkt
og þar kemur fram. Vísindamennirnir
Lustig, Schmidt og Brindis gengu svo
langt í frægri grein sinni „The toxic
truth about sugar“ í tímaritinu Nature
fyrr á þessu ári að krefjast þess að
sykur verði meðhöndlaður á sama hátt
og áfengi og tóbak vegna þess hversu
mikið eitur hann sé, segir í greininni.
Sykurbragðið sé merki um mat sem
öruggt er að borða. Það sé engin nátt-
úruleg matartegund sem er bæði sæt
og eitruð og því erum við frá náttúr-
unnar hendi sólgin í sykur. „Vanda-
málið er hins vegar að sykurmagnið
sem við innbyrðum í dag er langt um-
fram það sem við getum innbyrt í nátt-
úrulegri fæðu. Mikið af þeim sykri
sem við innbyrðum er falinn. Hann
leynist í stórum hluta þeirra mat-
væla sem við kaupum og getur farið í
yfir 60% af innihaldi vörunnar. Dæmi
um vörur sem innihalda mikinn
sykur eru ýmsar mjólkurvörur, brauð,
sultur, sósur, kjöt sem er kryddlegið,
morgunkorn, tómatsósa, fitusneyddar
vörur þar sem sykur er oft notaður til
að bæta upp bragðmissinn og fleira og
fleira.“
Náttúrulækningafélagið heldur því
fram að meðal Íslendingurinn inn-
byrði um 1 kg. af sykri á viku, sem sé
með því mesta sem þekkist í heim-
inum. Meðal barna sé hlutfall sykurs
í fæðunni jafnvel enn hærra en hjá
fullorðnum. „Leikskólabörn neyti að
meðaltali 54 gr. af sykri á dag, eða yfir
19 kg. af hreinum sykri á ári. Það er
rúmlega meðalþyngd 4 ára drengja.
Þetta er meðaltalið sem þýðir að mörg
börn borða talsvert meira magn en
þetta af sykri. Á myndinni má sjá fjög-
urra ára barn með 1.620 gr af sykri
fyrir framan sig, sem er það magn
sem það innbyrðir að meðaltali á mán-
uði. Þetta gríðarlega magn af sykri er
einfaldlega meira en lifrin getur unnið
úr,“ segir í greininni.
Dr. Kimber Stanhope við Kaliforn-
íuháskóla sýndi fram á í nýlegri rann-
sókn að þegar lifrin fær meira magn
af sykri og sætuefnum en hún getur
unnið úr breyti hún sykrinum í fitu
sem fer út í æðakerfið og myndar þar
meðal annars kólesteról. Þetta kólest-
eról sest í æðarnar og eykur líkurnar
á hjartasjúkdómum.
„Sykur er ávanabindandi og þó ekki
sé hægt að kenna sykri um alla offitu
og heilsuvandamál henni tengdri,
þá er sykurinn einn aðalhvatinn í of-
neyslu á mat“, segir í greininni. Þeim
mun meira sem þú neytir af sykri,
þeim mun meira kalli líkaminn á hann
og þarf stöðugt stærri skammta til
að fullnægja þörfinni. Þess vegna er
mikilvægt að venja börn strax á sykur-
litla fæðu til að forða þeim frá því að
lenda í vítahring sykurfíknar, segir
jafnframt.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Sykur kallar á meiri sykur
Náttúrulækningafélag Íslands hefur hrint af stað herferð á vef
sínum, nlfi.is, í því skyni að fræða um óhollustu sykurs sem þar er
sagður eiga sinn þátt í mörgum nútímasjúkdómum sem hrjá okkur.
Sykur er einn
aðalhvatinn í
ofneyslu á mat