Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 44
44 heilsa Helgin 28.-30. september 2012
Matur Hátíð í Búrinu í nóatúni
ANDOXUN
Í 1 lítra af Floridana Andoxun eru um
700 mg af andoxunarefnum
(pólýfenólum)
Floridana Andoxun er bragðgóður ávaxtasafi með bláberjum,
granateplum, yum-berjum, aronia berjum og ólublárri gulrót
sem innihalda andoxunarefni í ríkum mæli. Safinn hefur unnið til
gullverðlauna í alþjóðlegri drykkjarvörukeppni sem besti
virknisdrykkurinn (best functional drink). Floridana Andoxun er
eini safinn sem tilgreinir magn andoxunarefna (pólýfenóla).
Styrkja ónæmiskerfið
Fyrirbyggja alvarlega sjúkdóma
eins og hjarta- og æðasjúkdóma
Hjálpa til við að verjast öldrun
og minnka hrukkumyndun
Andoxunarefni eru talin:
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Ljúfmetismarkaður í
dag og á morgun
í Búrinu Nóatúni verður í dag og á morgun sannkölluð markaðs-stemning fyrir sælkera:
„Í dag fáum við nautakjötsfram-
leiðendurna frá Matarbúrinu í
Kjós til okkar,“ segir Eirný Sigurð-
ardóttir sem opnaði Búrið fjórum
dögum fyrir hrun, fyrir einmitt
fjórum árum, og hefur getið sér
gott orð sem sannkölluð paradís
fyrir sælkera.
„Þau Doddi og Lísa í Matar-
búrinu eru með grasfóðrað nauta-
kjöt og það er ekki oft sem þau
koma í bæinn. Búbót kíkir líka
við í dag með ísinn sinn og svo
verðum við með lífrænt ræktuð
vín og margt fleira á boðstólum,“
útskýrir Eirný en á laugardaginn
verður annað þema því þá verður
opið á markaðnum frá klukkan tvö
til fimm og osta- og hunangsbænd-
um gert hátt undir höfði.
„Hunangsbændurnir frá Svæði
koma og kynna sína vöru og
selja,“ segir Eirný en hunangs-
bændurnir hafa lofað að koma
með „props“ með sér svo þetta
gæti orðið sjónarspil fyrir gesti.
Einnig verður á boðstólum hun-
ang frá Sólheimum og skógar-
hunang Helgu Mogesen. „Þá
koma allir þessir litlu ostafram-
leiðendur saman á einum stað í
fyrsta sinn.“
Ljúfmetismarkaðurinn opnar
klukkan þrjú í dag og er opinn til
sex en á morgun opnar markaður-
inn tvö og það lokar fimm.
Eirný Sigurðardóttir stendur fyrir ljúfmetismarkaði í dag og á morgun. Ljósmynd/Hari
Í dag og á morgun er ljúf-
metismarkaður í Nóatúni.
Það er hún Eirný í Búrinu sem
stendur fyrir herlegheitunum.
Í dag koma nautakjötsfram-
leiðendur úr Kjós en á morgun
verður áhersla lögð á íslenska
osta og hunang.
Mikil stemnning er alltaf í kringum markaðina hjá Eirný í Búrinu, Nóatúni, eins og
sést á þessum myndum sem voru teknar um síðustu jól. Í dag og á morgun verður
markaðurinn innandyra, í nýja rýminu.
Umsögn dómnefndar um Floridana
Andoxun: „Frábær andoxunarblanda
í umbúðum sem kemur innihaldi og
hlutverki skýrt á framfæri við neytend-
ur. Gott dæmi um drykk sem stendur
undir öllum sínum loforðum. Í honum
er að finna allt það sem er gott fyrir
sálartetrið og markar vörunni skýra
stöðu sem ekta andoxunardrykkur.
Floridana Andoxun skarar fram úr
hvað varðar uppruna innihaldsins og
byggir á sterkum og hollum grunni.“