Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Page 48

Fréttatíminn - 28.09.2012, Page 48
Helgin 28.-30. september 201248 tíska Höldum erlendum tísku- áhrifum í skefjum Í tvö ár hef ég haldið úti þessum tískusíðum hér í Frétta­ tímanum og í hverri viku fæ ég einhvern til að útskýra fyrir mér hvaðan innblástur er helst sóttur þegar kemur að tísku og klæðavali. Svörin sem ég fæ eru eins ólík og þau eru mörg, en öll tengjast þau hnattvæðingunni á einn eða annan hátt. Það er ótrúlegt hvað tæknin sem fylgdi hnattvæðingunni hefur haft mikil áhrif á okkar daglega líf. Það má segja að við séum orðin háð snjallsímunum okkar, samskiptavefjum á borð við Twitter, Facebook og myndaforritinu Instagram þar sem við erum flest í lífsgæðakapphlaupi við aðra neyt­ endur. Við sköpum okkar eigin ímynd sem við viljum að aðrir sjái af okkur með því að hlaða inn myndum, mynd­ böndum, greinum og fleira sem öðrum gæti þótt spennandi. Þannig sköpum við okkar eigin fullkomna heim. Samhliða því að auglýsa okkur sjálf fylgjumst við svo með öðrum, bæði í nálægð eða úr fjarlægð, gegnum ver­ aldar vefinn og það má segja að helsti innblástur tískunnar komi þaðan. Tískublogg og myndasíður eru einnig orðinn stór hluti af því hvernig við klæðumst og er úrvalið af þeim í þúsundatali. Íslensk tískublogg eru sem betur fer orðin meira áberandi en á árum áður, sem er eitthvað sem ís­ lenskt tískusamfélag þurfti mikið á að halda, því undan­ farin ár hefur tíska skandinavískra tískubloggara tröllriðið íslenskri tísku. Nú er tími fyrir okkar tísku að blómstra og reyna halda erlendum áhrifum í boði hnattvæðingarinnar í skefjum. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar  Stígur upp úr hverSdagSleikanum í SparidreSSið með Sömu flíkinni Förðun breytir heildarlúkkinu Hversdagsdressið Sparidressið Sara Björk Þorsteinsdóttir, 21 árs hjúkrunarfræðinemi í Háskóla Íslands, hefur lengið leitað sér að svörtum kjól sem fer vel við öll tilefni. Draumakjólinn fann hún svo í Kaupmannahöfn á dögunum, í versluninni Urban Outfitters, og hefur hún notað hann óspart síðan. „Það sem heillaði mig við kjólinn var opið bæði í hálsmálinu og bakinu“ segir Sara. „Fyrst notaði ég hann eingöngu við sérstök tilefni, en eins og með svo margt annað þá fannst mér tilgangslaust að láta svona fína flík hanga uppi á herðatré og fór að nota hann hversdagslega. Það er auðvelt að breyta þessum fallega kjól í hversdagsdress og finnst mér bæði skór og jakkar spila mikið inn í. Förðun finnst mér einnig skipta máli, enda ótrúlegt hvað einn varalitur gerir mikið fyrir mann.“ Adele snýr sér að fata- hönnun Aðalhönnuður tískuhúss- ins Burberry, Christpher Bailey, hefur fengið ófrísku söngkonunna Adele í lið með sér og saman munu þau hanna fatalínu fyrir konur í yfirstærð fyrir tískuhúsið. Línan kemur á markað á næsta ári. Adele hefur alla tíð verið mikill aðdáandi tískuhússins og ósjaldan látið sjá sig í hönnun þess á rauða dreglinum. Aðdáun hennar á merkinu vaknaði þó áður en hún varð fræg og viðurkenndi hún í nýlegu viðtali við tímaritið Vogue, að eitt sinn sparaði hún í þrjú ár fyrir handtösku frá tískuhúsinu. Tekur sér frí frá fatahönnun Rapparinn og fatahönnuðurinn Kanye West, sem fyrst frum- sýndi hátískufatalínuna sína á tískuvikunni í París í fyrrahaust og aftur í febrúar á þessu ári, ætlar ekki að hanna aðra línu fyrir vor/ sumarið 2013. Þetta staðfesti Karla Otto, talsmaður línunnar, við tísku- tímaritið WWD á dögunum. Þegar Kanye mætti á tískupall- ana í fyrrahaust fékk hann mikla og harða gagnrýni fyrir línuna og hefur hann kannski ákveðið að einbeita sér að tónlistinni. Ekki er þó vitað hvort hann hefur gefist upp fyrir fullt og allt með fata- línuna sína eða hvort hann mætir sterkur til leiks í febrúar með haust/vetrartískuna fyrir árið 2013. Með átta sólgleraugu í töskunni Fyrrum raunveruleikastjarnan og nú fatahönnuðurinn Nicole Richie hefur lengi verið þekkt fyrir að vera mikill sólgleraugnaaðdáandi og er hún mikill frumkvöðull þegar kemur að setja ný trend. Það sýndi sig og sannaði þegar hún tæmdi hand- tösku sína fyrir tískutímaritið Harper's Bazaar á dögunum, en upp úr töskunni dró hún upp átta stykki af ólíkum sólgleraugum, flest frá línunni sinni House of Harlow. „Ég gæti ekki lifað án sólgleraugna. Ég hef vanið mig á að hlaða upp birgðum í töskuna, ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Nicole í viðtali við tímaritið. Ásamt öllum sólgleraugunum dró hún einnig upp tvo hárbursta, nýja ilmvatnið frá House of Harlow, vítamín og veski frá Goyard. Gina Tricot Gs Skór Urban Outfitters Urban Outfitters Urban Outfitters Urban Oufitters Cheap Monday Spúútnik Oroblu Jeffrey Campbell

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.