Fréttatíminn - 28.09.2012, Page 70
Skuggalegt ástand
Vinsældir bókmenntagreinar þeirrar er kennd er við
„mömmuklám“ nýtur slíkra vinsælda á Íslandi og
víðar um heim um þessar mundir
að mörgum finnst nóg um. Bókin
Fimmtíu gráir skuggar, eftir E L
James, er einna mest áberandi í
þessum kima um þessar mundir
og rokselst hér sem annars staðar.
Bókin telur einar 500 blautlegar
blaðsíður með krassandi kynlífs-
lýsingum sem virðast falla vel í kramið. Hinum hagyrta
Hjálmari Jónssyni, dómkirkjupresti og fyrrverandi al-
þingsmanni, varð þetta ástand innblástur fyrir vísukorn
sem hann kastaði fram á Faceboook-síðu sinni:
Haustið blæs um hlíð og nes,
hrím er á sálarglugga
og fósturlandsins freyja les
50 gráa skugga.
Hollywood AnnAr Íslendingur Í stórmynd stillers
Gunni Helga í mynd Bens Stiller
Leikarinn Gunnar Helgason fer með
lítið hlutverk í Hollywoodkvikmyndinni
The Secret Life of Walter Mitty sem
Ben Stiller leikstýrir. Myndin er sem
kunnugt er að stórum hluta tekin upp
hér á landi.
Gunnar var staddur í Svíþjóð þeg-
ar Fréttatíminn náði tali af honum í
vikunni, en þar var verið að frumsýna
Hellisbúann í í leikstjórn hans. Gunn-
ar vildi ekki tjá sig um hlutverk sitt í
myndinni.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
tímans leikur Gunnar hóteleiganda í
myndinni og leikur hann í senum með
Stiller sjálfum. Mun hann hafa komið
tökuliðinu á óvart með ökufærni sinni
þegar hann keyrði Lödu sport-bifreið.
Tökur á atriðum Gunnars fóru fram á
Seyðisfirði.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum
fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk
í The Secret Life of Walter Mitty. Ben
Stiller birti mynd af honum við tökurnar
á Twitter-síðu sinni í vikunni.
Gunni Helga leikur hóteleiganda í
The Secret Life of Walter Mitty.
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
iðnHönnun nýtt Íslensk fyrirtæki HAnnAr leikföng
Skar út heiðursorðu
Bandaríkjaforseta
P álmi Einarsson iðnhönnuður var fenginn til að framleiða heiðursorðu Bandaríkjaforseta sem leikmun í
mynd Ben Stiller sem verið er að taka upp
hér á landi um þessar mundir. Pálmi stofn-
aði nýverið eigið hönnunarhús og fram-
leiðir módelleikföng og gjafavöru undir
nafninu Geisli.
Auk þess sker hann út með svokölluðum
geislaskurði eftir pöntunum og nýttu leik-
myndahönnuðir myndar Stiller, The Secret
Life of Walter Mitty, sér þekkingu hans og
reynslu nú í vikunni.
„Þeir birtust bara hér einn morguninn
og báðu mig um að framleiða þessa orðu
fyrir sig sem ég gerði,“ segir Pálmi. Hann
fann myndir af orðunni á netinu, teiknaði
upp og skar út í geislaskurðvél. Leik-
myndahönnuðirnir luku sjálfir við frágang-
inn og máluðu orðuna svo hún líktist fyrir-
myndinni.
Pálmi lærði iðnhönnun í Hollandi og
hefur starfað hjá stoðtækjaframleiðandan-
um Össuri frá árinu 1994, bæði hér á landi
og í Kalíforníu, meðal annars sem þróunar-
stjóri.
Hann kom heim með fjölskylduna árið
2010 en Pálmi á eiginkonu og tvo syni,
fjögurra og sex ára. „Draumurinn var alltaf
að vera með eigin hönnunarstúdíó en hér
á landi er takmarkaður iðnaður þannig að
maður verður bara að framleiða eitthvað
sjálfur,“ segir Pálmi. „Þetta hófst í raun allt
með því að ég fann hve strákarnir mínir
voru áhugasamir um leikföng sem ég smíð-
aði handa þeim, í raun miklu áhugasamari
en um leikföng sem voru úr plasti. Sjálfur
byrjaði ég að saga út leikföng úr krossviði
þegar ég var sex ára,“ segir hann.
Hann sagaði því vörubíl út í krossvið
sem hann límdi saman með hjálp drengj-
anna sinna sem fengu síðan að mála hann.
„Þeim fannst þetta stórkostlegt og tókum
við ákvörðun í framhaldinu að koma á fót
þessu hönnunarhúsi,“ segir Pálmi.
Leikföngin eru skorin út í tré og sett
saman eftir að heim er komið og máluð
og skreytt að vild. „Börn eyða miklu meiri
tíma í leikföng sem þau búa sjálf til enda
eiga þau sjálf í þeim,“ segir Pálmi sem
notar drengi sína óspart til að prufukeyra
ný leikföng. „Leikföngin verða lifandi lista-
verk sem börnin eru endalaust að bæta við.
Drengirnir mínir voru að mála þyrluna sína
í fjórða sinn nú á dögunum enda eru þetta
leikföng sem má föndra við,“ segir hann.
Geisli hannar einnig gjafavöru sem er
framleidd á sama hátt og leikföngin, skorin
út í þar til gerðri vél.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Börn
eyða
miklu
meiri
tíma í
leikföng
sem þau
búa sjálf
til enda
eiga þau
sjálf í
þeim.
Pálmi Einarsson iðnhönnuður skar út eftirmynd af heiðursorðu Bandaríkjafor-
seta sem notuð verður sem leikmunur í kvikmynd Ben Stiller. Hann framleiðir
leikföng sem börn geta sjálf sett saman og málað.
„Börn eyða miklu meiri tíma í leikföng sem þau búa sjálf til enda eiga þau sjálf í þeim,“ segir Pálmi Einarsson iðnhönnuður
sem notar drengi sína óspart til að prufukeyra ný leikföng. Ljósmynd/Hari
Segðu það með
Hestasveinn
Baltasars
Nýjasta kvikmynd Baltasars
Kormáks, Djúpið, hefur
gengið vel frá frumsýningu
og fólk hópast á hana í bíó.
Myndin hefur fengið prýðilega
dóma enda valin maður í
hverju rúmi við gerð hennar.
Hestar koma lítillega við sögu
í einu atriði myndarinnar og
Baltasar sparaði hvergi til
þar frekar en annars staðar í
framleiðslunni en samkvæmt
kreditlista Djúpsins sá stór-
leikarinn og félagi Baltasars
í hestamennskunni, sjálfur
Hilmir Snær Guðnason, um
hrossin á tökustað.
Gyðja verðlaunuð í Hollywood
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, stofnandi Gyðju Collection, heldur áfram að gera sig
gildandi á bókamarkaði í Bandaríkjunum og á fimmtudagskvöld tók hún við
Golden Quill-verðlaunum á hátíð metsöluhöfunda á Roosevelt-hótelinu í hjarta
Hollywood.
Sigrún Lilja skrifaði bókina The Success Secret ásamt Jack Canfield ásamt
fleiri sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Bókin kom út í Bandaríkjunum í ágúst
og skaust strax ofarlega á þrjá metsölulista og fór í annað sæti hjá bóksöluris-
anum Amazon.com. Sigrún Lilja hélt því til Los Angeles þar sem hún tók við
verðlaunum fyrir þátt
sinn í gerð bókarinnar.
Með þessu er Sigrún
Lilja orðin tvöfaldur
metsöluhöfundur í
Bandaríkjunum en
fyrsta bók hennar The
Next Big Thing sem kom
út í fyrra varð einnig
metsölubók og hún fékk
sambærileg verðlaun
fyrir hana á hátíðinni
í fyrra.
„Ég stefni að því að
hafa reglulega gaman af þessu og njóta augnabliksins,“ sagði Sigrún Lilja fyrir
afhendinguna. Hún hefur í nógu að snúast þar sem hún er að undirbúa nýja
vetrarlínu Gyðju og nýtt ilmvatn. Sigrún Lilja tók við verðlaununum í sérgerðum
kjól sem hún hannaði sjálf. Kjólameistarinn og klæðskerinn Sigrún Elsa Stefáns-
dóttir saumaði kjólinn frá grunni.
70 dægurmál Helgin 28.-30. september 2012