Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 7
IfKMIilflfllO 15. árg. Reykjavík, jan.—febr. 1929. 1.-2. blað. Um blóðþrýsting'smælingar. Eftir Hclga Tómasson, dr. med. (Fyrirlestur fluttur í Læknafélagi Reykjavíkur 12. febr. 1929), Háttvirtu stéttarbræÖur! Ef dælt er vökva í gegnum dælugeymi út í ákveÖiö æðakerfi, þá verÖur mótstaÖan, sem vökvinn mætir, æ stærri því meira sem æÖakerfi'Ö greinist, því meira sem lumen æðanna þrengist, og fylgir sú aukning mótstöðunnar ákveÖnum stæröfræðilegum lögmálum. Ef vcrður að yfirvinna þessa auknu mótstöðu, eins og t. d. í lokuðu hring- rásarkerfi, og að bylgjuhraðinn á að vera nokkurn veginn sá sami, þá er óhjákvæmilegt að sjálfur hreyfillinn, sem dælir vökvanum, vinni meira, slcingvi vökvanum út með meiri krafti — að vökvaþrýstingurinn veröi meiri. Þegar dælunni er þannig fyrir komið, að hún ýmist fyllist eða tæmist, þá myndast öldugangur í æðakerfinu. Áðitr en vökvanum verður slöngvað út, verður að yfirvinna þá mótstöðu, sem er í kerfinu perifert. Þegar vökvinn slöngvast út, rís alda, sem berst um alt æðakerfið, en sem fellur aftur um leið og dælugeymirinn fyllist á ný. Hve hár bylgjutoppurinn verður, fer eftir því, hve mikill krafturinn er á bylgjunni og eftir mótstöðu þeirri, sem hún mætir. Hve lágur bvlgjudalurinn veröur, fer eftir því, hve „fult“ kerf- ið er á meðan dælugeymirinn er að fyllast, eða m. ö. o. hve þröngt það er — er það því fyllra sem það er gert þrengra. Blóðrásina hjá manninum má að nokkru leyti skoða sem þannig lokað hringrásarkerfi, og er dælugeymirinn hjartað, en æðakerfið, sem aðallega hefir þýðingu, arteriur og arteriolur, og að nokkru kapillærar og venur. Diastola hjartans svarar til þess er dælugeymirinn fyllist, en systolan til þess, er vökvanum, blóöinu, er slöngvað út í arteriurnar. Er púlsbylgjutopp- urinn nefndur systoliskur blóðþrýstingur, en bylgjudalurinn d i a- s t o 1 i s k u r blóðþrýstingur, — liann er sá þrýstingur, sem er á blóðinu í æðakerfinu þegar hjartað er í diastolu, eða sú mótstaða, sem hjartað verður að yfirvinna áður en blóðinu verður slöngvað út úr hjartanu. Brcytingar á systoliskum blóðþrýstingi orsakast af því, 1) að lumen breytist: hækkar ef það þrengist, lækkar ef jiaö víkkar; 2) að hjartað breytist: að hreyfillinn fær aukinn eða ininkaðan kraft til þess að senda blóðið út í æðakerfið. Breytingar á diastoliskum blóðþrýstmgi orsakast einnig af því, 1) að lumen lireytist: hækkar ef þao þrengist, lækkar ef það víkkar; 2) að hjart- að breytist, þannig að vökvi rennur aftur á bak úr æðakérfinu yfir í hjart- að, og lækkar þá diastoliski blóðþrýstingurinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.