Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 29
LÆKNAB LAÐIÐ 23 Læknafélag1 Reykjavikur. (Agrip af fundargerðum). Fundur 14. jan. 1929, á venjulegum stað og stundu. I. Forseti mintist látins collega, Jóns Bjarnasonar, héraðsl., frá Klepp- járnsreykjum, og tóku fundarmenn undir það með því að standa upp. II. Gjaldskrár-málið, frh. umr. Þ. Tlioroddscn l)ar fram svohlj. till.: „Heimilt er félagsmönnum að vinna læknisverk ókeypis, þegar þeim list, svo og að starfa f. minni borgun fyrir ríkis- og bæjarstjórnir, og . sjúkrasamlag eftir samningi, er félagið sanrþykkir. Þó er þetta því skil- yrði bundið, að hlutaðeigandi stjórnarvöld leyfi sjúkl. frjálst læknaval. Akvæði þetta gildir ekki um spítala, sem hafa fasta lækna. „Að þvi er útgerðarfél. snertir, og önnur atvinnufyrirtæki, mega með- limir Læknafél. ekki starfa að læknisverkum fyrir þau, nema fél. leyfi sjúkl. frjálst læknaval." Fyrri liður samþyktur með 8 shlj. atkv. Síðari liður með 7 shlj. atkv. Samþykt var og, að lægsta húslæknisgjald skyldi vera kr. 75.00 á ári. Samþykt að nýja gjaldskráin gildi frá 1. jan. 1929. IIT. Lœknablaffið. Kosinn í ritstjórn, í stað Magn. Pctnrssonar, dr. med. Hclgi Tómasson, m. 11 atkv. ■— Frestað að leggja frarn ársreikn., vegna fjarveru M. Pét. IV. (Utan dagskrár) : Hcimboð norrœnna bcrkla- og lyflœkna. Sig. Magn. prófessor mælti með að Læknafél. Rvíkur byði þessum læknum að halda fundi í Rvík 1931. Eftir nokkrar umr. voru kosnir i nefnd til að athuga máliS: Próf. Sig. Magn., dr. med. Helgi Tómasson og Gunnl. Ein. V. (Utan dagskrár) : Próf. G. Hanncss. bar fram svohlj. till.: ,,L. R. væntir þess, að Alþingi sjái sér fært að ljúka við byggingu Landsspitalans 1930, og þá að sjálfsögðu einnig starfsmannahússins, svo sem sanm. segir milli kvenna og landsstjórnar. Er hér urn brýna nauðsyn almennings að ræða, svo og lífsskilyrði fyrir kenslu lækna, hjúkrunar- kvenna og ljósmæðra." Samþ. með öllum greiddum atkv. VI. Dr. med. Gunnl. Clacssen sýndi, með skuggamyndum, röntgenmynd- ir af beinbrotmn. VII. Áfcngisrcglugcrðin nýja. M. Júl. Magnúts hóf máls. Benti m. a. á þetta: 1. Heimabruggun mjög algeng orðin til sveita. 2. Áfengi það, sem læknar ávísa til neyslu, aðeins mjög litiö brot af því áfengi, sem landsmenn afla sér með bruggun og smyglun. 3. Nýja reglugerðin gerir sérfræðingum í húðsjúkdómum mjög erfitt fyrir um notkun spiritus-lyfja, til útvortis- notkunar. 4. Vill láta lækna beita sér fyrir afnárni bannlaganna. Umr. frestað. — Fundi slitið. Fundur 11. febrúar. I. Fundiir norrœnna berkla- og lyflœkna í Reykjavík. Nefndin, sem kosin var á síðasta fundi í því máli, lagði fram svohljóðandi álit: „Á meðan LR. sér sér ekki fært, að standa fyrir læknaþingi Norður-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.