Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 36
LÆKNABLAÐIÐ 3o urnar breytst svona líka vii5 aðra sjúkdóma en skyrbjúg; máliÖ er ekki fitllrannsakaÖ enn þá. Önnur leið til þess að finna latent skyrbjúg er Hcss-prófunin. í þessu skyni er spentur um upphandlegginn samskonar belgur og notaður er til mælingar á blóðþrýstingi. Ekki er dælt inn m'eiru lofti en svo, að púls finn- ist. Eftir 3 mín. er haftið tekið burtu, og athugað, hvort örlitlar blæð- ingar sjáist í hörundinu i olnbogabótinni. Slíkar smáblæðingar benda á veilu í endotheli æðanna, en eiga sér að visu stað við aðra sjúkdóma en skyrbjúg (hormon-truflanir, miltissjúkdómar, mb. Werlhofii). Höf. hygg- ur að talsvert megi þó leggia upp úr Hess prófun. Profylaxis. Ýmsir sjúkl. hafa þarmasjúkdóma, og verður við slika langvarandi kvilla, að hafa skyrbjúg in mente, þegar gefnar eru reglur um mataræði, sem e. t. v. er ætlast til að fylgt sé um langan tíma. Ef sjúkl. þola jarðepli, þarf tæplega aö óttast skyrbjúg, og hafa þau þvi stórkostlegt gildi fyrir þjóðirnar. Auk jarðe])la notar höf. sítrónu- og appelsínusafa, eina eða fleiri teskeiðar á dag. Ennfremur tómata- og gulróta-safa. Vandræði geta orðið með sjúkl. sem hafa þráláta entero- colitis, að sjá þeim fyrir fæði, sem tryggir þeim nóg C-efni. Thcrapia. Ef sjúkl. hefir augljós eða latent — en þó ábyggileg — ein- kenni til skyrbjúgs, leggur höf. mesta áherslu á sömu efnin, sem notuð eru í profylaktisku skyni, en lætur þó sjúklingana nota meira af nefndum efnum, t. d. 50—200 gr. á dag, af safa úr sítrónum, appelsínum, gulrót- um eða tómötum. G. Cl. Tonsillectomy m tíie United States. The J. Americ. Med. Assoc. Oct. 20., 1928. Læknar og almenningur telur vafalaust, að tonsillur og vegetat. adeno- ides í nefkoki séu pestarstiur, sem eitri kroppinn, og þurfi að skerast burtu, enda eru þessar aðgerðir þriðjungur allra skurSaðgerða í U. S. A. Tölur frá Ameríku eru háar. Dr. K a i s e r gefur skýrslu um 28 þús. skólabörn. Af þeim voru 20 þús. ópereruð, tonsillur teknar burt. Höf. telur skarlatssótt og hjartasjúkdóma, kvef og lungnabólgu fátíSari meSal þeirra barna, sem losuS voru viS kokkirtlana. Sjúkdómar utan öndunar- færanna hafa reynst ámóta algengir hjá börnum meS og utan kokkirtla. Athugandi er, aS börn, sem tonsillur höfSu mist, voru móttækilegri gagn- vart skarlatssótt, hettusótt, mislingum og kíghósta (Kaiser, CoT- lins). Tonsillectomia virðist því varhugaverð aðgerð, nema þar sem sérstaklega á stendur. Mikil áhersla er lögS á, aS nema burt a 11 a ton- silluna. Talið aö ýmsir sjúkl. hafi ekki íengið l^ata, fyr en búiS var aS skera burtu mjög inficeraðar tonsillu-leyfar, er eftir voru skildar, viS aögerSina. Engan veginn eru læknarnir ásáttir um indicatio. Tonsillur eru flokk- aSar í „sjúkar“, „stækkaðar" c-g „eölilegar". Misjafnar skoSanir um, hvort telja beri ætíð stækkaöar tonsillur sjúkar. H i 11 o. fl. benda á, aS litlar tonsillur séu einmitt oft hættulegastar og fullar af sóttnæmum gerlum. En þeim sé oft ekki gaumur gefinn við fljótlega inspectio fau- cium. Þess vegna villandi, að einl)lina á stæröina. G. Cl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.