Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
3i
R. K. Rasmussen: Dyriske Snyltcrc hos Bcfolkningen paa FœrÖ-
crne. Ugskr. f. Læger, nr. 18, '28.
Höí., sem orðinn er kunnur að vísindalegum áhuga sínum, birtir í rit-
gerð þessari yfirlit um sníkjudýra-sjúkdóma á Færeyjum. Um sullaveiki
farast höf. orÖ á þessa leið:
Sullaveiki er enn óþekt á Færeyjum. Eyjarnar eru þó taldar í sífeldri
hættu staddar, vegna sambandsins við fsland. Með lögum 28. febr. ’o8, og
tilskipun 27. april '27 er sett barin við innflutningi hunda frá fslandi.
Bann þetta hefir því miður aldrei verið vel haldið, og lauma sjómenn,
sem koma frá íslandi inn hundum, á skútum sínum. Höf. hefir nýlega
látið lóga 4 íslenskum hundum í Ejde-læknishéraði. Hundatal fór frant
í héraðinu 1927, og voru taldir fram 85 hundar. íbúar eru 2000. Höf.
telst til, að i Færeyjum muni vera 40—50 íslenskir hundar, sem laumað
hefir verið inn í Eyjarnar.
Þrátt fyrir þetta hefir ekki orðið vart sulla í Færeyjum, í mönnum e'Sa
skepnum, og „har Lykken været bedre end Forstanden“, segir höf., sem
telur vafalaust, að sýkin muni berast til Eyjanna. Astæður: Innfluttir
hundar, sem vafalaust sumir hverjir hafa í sér tænia echinococcus; sauðfé
margt í eyjunum, til þess að sýkjast; hirðuleysi eyjaskeggja við slátrur..
Hundar hafast mjög við í hýbýlum manna í Færeyjum, sem á íslandi.
Höf. vitnar i ritgerð Stgr. Matthíassonar, um sullaveiki á Islandi, sem
nýlega birtist í Ugeskr. f. Læger. G. CI.
Plágumar fjórar í Egyptalandi. (Ritstj.grein i The Lancet, 10. nóv. '28).
Egypska þjóðin hefir ekki lifað verulegu menningarlífi, síðan á dögum
Faraóanna. I landinu eru til eigi allfáar stofnanir og skólar með Evrópu-
sniði, en allur almenningur er frámunalega vankunnandi og lifir i mestu
niðurlægingu. Bretar hafa þá trú, að járnbrautir og hótel myndu hverfa,
og verslun öll fara út um þúfur á fáum dögum, ef Egyptar væru einir látnir
fjalla um sín mál. Flver er orsökin til þessa auma ástands egypsku þjóð-
arinnar ?
AstæSunnar er að leita í heilbrigðisástandi þjóðarinnar, svo sem Dr. J.
B. Christopherson nýverið hefir lýst því i erindi, sem hann flutti (1. nóv.
þ. á.) í Section of Tropical Diseases and Parasitology of the Royal Societv
of Medicine. Dr. Chr. telur heilsu almennings mjög bágborna. Utlending-
ar og mannaðir innlendir Egyptar eru samtals aðeins hálf miljón, en bænda-
stéttin (fellah) er 14 miljónir. Þetta fólk er flestalt hvorki læst né skrif-
andi, kúgað af allskonar harðstjórn og haldið hinum fjórum egypsku plág-
um, sem sé hilharaia (sníklar — Trematoda — sem valda blöðrusjúkd., með
hæmaturia), hookworm (ankylo-stomiasis), pcllagra og ophtalmia, Auk þess
er reyndar mjög algeng sykursýki og allskonar kynvillur. Bilharzia hafa
1/4 af öUmn íbúum. Pellagra er væntanlega avitaminosis, og stendur í sam-
bandi við matarhæfi fólksins. Flugur og óþrifnaður flytja augnsjúkdóm-
ana manna á milli. Þriðji hver maður sem deyr, lætur lífið vegna nefndra
sjúkdóma. Það ræður að líkindum, að þetta herfilega heilbrigöisástand
veiklar svo mjög andlega og líkamlega krafta þjóðarinnar, að engin skil-
yrði eru til þess að veruleg Evrópu-menning í nútímans skilningi, geti rutt
sér til rúms hjá þjóðinni, enda lifir allur almenningur skv. þúsund ára