Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 15 var oft íullskipaÖ, gerði Jón nokkrar operationir siðari árin og hepnaðist vel. Jón Bjarnason var fæddur 7. okt. 1892 í Steinnesi; foreldrar: Bjarni prófastur Pálsson og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ólst hann upp hjá afa sínum, Páli Ólafssyni á Ökrum. í skólanum stóö hann sig ágætlega og útskrifaöist með besta vitnisburði. Strax þá hann varð kandidat, 1918, gerðist hann aðstoðarlæknir í Keflavík og árið eftir giftist hann Önnu Þorgrímsdóttur, héraðslæknis þar. Árið 1921 var Jóni veitt Borgarfjarð- arhjerað; sat hann fyrstu árin á hinu gamla læknissetri, Stafholtsey, en fluttist síðan í nýja myndarlega læknisbústaðinn á Kleppjárnsreykjum. Það er skaði að slíkum mönnum, sem Jón læknir var. Fyrst og fremst á læknastéttin þar á bak að sjá einum sinna bestu manna, og svo er það trúa mín, að ef honum hefði enst líf og heilsa, þá hefði mikið legið eftir hann í héraði. Því að kapp, áhugi og vit til framkvæmda var alt í besta lagi, og mikill harmur er að hinni ungu ekkju hans kveðinn og litlu börnunum þeirra, sem cru sex að tölu. Skömmu eftir að Jón lagðist banaleguna, var hann fluttur til Reykja- víkur; bar hann erfiðleika ferðalagsins og sjúkdómsins sem hetja og dó þar á sjúkrahúsi 2. janúar þ. á. Borgarnesi, 18. jan. 1929. /. G. Lækningabálkur. Psoriasis. Psoriasis er einn hinn algengasti húðsjúkdómur. Hún er flestra hörundskvilla þrálátust — oft æfisjúkdómur. Hver ein- asti læknir hlýtur því, fleirum eða færrum sinnum, að fá hana til meðferðav. Um orsökina vita menn ekki. Sumir hafa haldið fram, að um dermotrop efnaskiftasjúkdóm væri að ræða. Aðrir hallast að endokrin og nokkrir aS exogen parasitærum uppruna. Vist er, að sjúkdómurinn liggur stundum i ættunr, þó ekki nærri ætíð. Hann er ekki smitandi og hefir ekki áhrif á alrnent heilsufar sjúklingsins. Psoriasis byrjar venjulega í æsku (urn og eftir fermingaraklur), sést ná- lega aldrei á ungbörnum. Hún byrjar með örlitlum rauðuin bólum senr fljótt hreistra í kollinn, stækka og verða að skarpt afmörkuðum hreisturþöktum skjöldum. Hreistrið sem er hvitt, stundum silfurgljáandi, hleðst upp og getur orðið allþykt, og rná klóra það af í flögum. Koma þá depilblæðingar hér og hvar upp úr hinni þekjulausu húð, sem undir er. Blettirnir geta veriö frá títuprjónshauss- upp í handarstórir. Stundum renna fleiri blettir sainan og taka þá á sig allskonar lögun. Oftast kemur psoriasis á útlimi extensoramegin, einkum hné og olboga, en getur annars komið alstaðar á líkamann. Lófar og iljar sýkjast þó rnjög sjaldan. í neglur koma oft grágulir dílar eða bollar. Sjaldan fylgir kláði útbrotunum. Sjúkdómurinn kemur oftast í köstum, og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.