Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 26
30 LÆKNABLAÐIÐ sonar hlýjar og næmar tilfinningar fyrir heill barnanna. Próf. Guðm. Hannesson metur skólalæknirinn og verk hans mikils. Þegar áriS 1917 reit hann grein í LæknablaðiÖ uin skólaeftirlit. Hann lauk greininni meÖ því að segja um læknana og skólalæknana sérstaklega: „Þér eruð salt jarðar, og ef saltið missir sinn kraft, með hverju á þá að salta?“ Próf. G. Hannes- son hefir varla skift um skoðun síðan. Hinar 6 bls. á ensku, aftan við bókina, eru að mestu leyti stuttur útdrátt- ur úr ársskýslunni, en þó finnast þar einstaka upplýsingar, sem eru ekki í fyrri kaflanum. HeilbrigSisskýrslurnar íslensku fyrir 1926, sem próf. G. Hannesson hef- ir ritað, líkjast ekki mikið öðrum ársskýrslum. Þær likjast miklu fremur ársriti en ársskýrslu. Það má óska próf. G. Hannessyni til hamingju með að hafa nú fundið fyrirkomulag, á ársskýrslunni, sem sennilega helst. Menn hlakka til þess að fá framvegis nýtt hefti á hverju ári. (G. Th. þýddi). Dr. Stephen Rowland um berklasmitun i hjónabandi. S. Rowland er borgarlæknir í Northampton og einn af mínum mörgtt vinum erlendis. Hann hefir tvisvar komið hér til lands og vegsamar land og þjóð. Eg kyntist honum, er hann kom til Akureyrar fyrir 5 árum. Við töluöum lengi um berklaveiki, því aö hann var þá berklahjálpar- stöövarlæknir í Northampton. Eg haföi um þaö leyti lesiö ýmislegt viö- víkjandi berklasmitun og var oröinn sannfæröur um, aö bamasmitun væri algengust. Eg trúöi því þá, sem eg trúi enn, að þegar svo sýnist aö fullorðnir smitast, megi oftast skýra þaö þannig, aö urn sjálfsmitun (autoreinfektion) sé aö ræða, en hins vegar ekki vert, aö þvertaka fyrir þaö, að einnig komi fyr.ir utan aö komandi reinfektion. Rowland hlustaöi á mig meö mestu athygli. Aö vísu haföi hann eitt- hvaö lesiö um þessa hluti og sjálfur í rauninni kornist á þá skoðun, að berklaveikin væri ekki eins smitnæm og margir héldu. En enskir læknar era furöu lítiö bókfróöir; þessvegna þótti honum gaman aö kynnast því, sem eg haföi lesið fram yfir hann. Eg sagöi honum frá gamla lækninum viö Brompton Hospital for Consumption, sem um 1860 hélt því fram, aö tæring væri e k k i s m i t a 11 d i, því að hann haföi árum sarnan ekki orð- ið var viö, að læknar og hjúkrunarkonur viö þann mikla spítala sýktust meir en fólk flest. Siðan sagöi eg honum frá ritgjörö prófessors Saug- mann, þar sem hann skýrir frá vitneskju þeirri, er hann aflaöi sér um smitun berklalækna víðvegar í Evrópu meö því aö skrifa þeim og leggja fyrir þá vissar spurningar. Jafnvel hálssérfræöingar, sem daglega yfir- hóstast af bakteríuþrangnum hrákaúða, þeim varö ekki skeinuhættara af berklum en yfirleitt Pétri og Páli. Og svo fræddi eg hann á skoöun Römers hins þýska og Antwords hins norska um barnasmitun og ónæmi; sömuleiöis um kenningu Hamburgers hins austurríkska o. íl. En 1 a s t

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.