Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 14
8
LÆICNABLAÐIÐ
ingsrannsókn, sem sjálfsagðan lið í Iwerri einustu rannsókn á hverjum ein-
asta sjúkling þeirra, og skora cg hcr með á nienn,
a ð eignast liandhœgan blóðþrýstingsnueli,
a ð byrja að nota hann, og
a ð halda öllum tölunum saman. Þccr geta orðið þeim sjálfum og sjúk-
ingum þeirra að ómetanlegu gagni.
/
Askoranir, læknakosningar og embættaveitingar.
ÞaÖ hefir ekki veriÖ fátítt, undanfarin ár, aÖ héraÖsbúar hafa sent veifc*
ingavaldinu áskoranir um aÖ veita ákveÖnum lækni héraÖ, sem laust hefir
veriÖ. Oftast munu vinir eða frændur læknisins hafa gengist fyrir þessu,
stundum ef til vill læknirinn sjálfur aÖ tjaldabaki. Þó mun þaö sjaldan
hafa viljað til, aÖ slikar áskoranir hafi nokkru verulegu ráðið um veitingu
héraðsins.
Þá hefir því og verið hreyft nokkrum sinnurn, að réttast væri að alþýða
kysi lœkna sína. Það er ekki undarlegt, þó mönnum komi þetta til hugar,
úr því að ráðið er fram úr svo mörgu öðru með kosningum og atkvæða-
greiðslu.
Fljótt á að lita sýnist það engin fjarstæða, að taka tillit til óska héraðs-
búa, ekki af því að atkvæðagreiðsla um mál, sem almenningur hefir litið
vit á, sé viturleg úrlausn, heldur hinu, að ætíð er það mikilsvirði, að læknir
njóti fulls trausts hjá héraðsbúum. Hér er um svipað að ræða og að ein-
staklingum sé leyft að leita þess læknis, sem þeir bera mest traust til, þó
talsvert beri hér á milli.
Þrátt fyrir þetta mun flestum fara svo, er þeir athuga þetta mál hánar,
að þéir sjái mörg og mikil vandkvæði á því, að fara eftir áskorunum eða
kosningum við skipun héraðslækna. Það er engin tilviljun, að þess munu
engin dæmi erlendis, að alþýða ráði skipun embættislækna.
Hvað áskoranirnar snertir, nægir að benda á örfá atriði, til þess að sýna
hve lélegt úrræði þær eru:
Það hefir naumast komið fyrir, að héraðsbúar hafi vitað hvcrjir í boði
voru, er áskriftum var safnað, þó að kunnugt hafi þeim verið um einn
eða tvo. Þeir hafa því valið áður en þeir vissu um hverja var að velja, og
sjá allir hve hyggilegt það er. Nú nýskeð hefir áskorunum verið safnað í
einu læknishéraði áður en embættinu var „slegið upp“.
Þá liggur það í augum uppi, með því fyrirkomulagi á áskorunum, sem
tíðkast hefir, að umsœkjcndur standa afarólíkt að vígi og sá læknir, sem
settur hefir verið í héraðið, miklu best. Honum er ætíð í lófa lagið áð fá
fjölda undirskrifta ef hann vill, svo framarlega sem hann hefir engin aug-
ljós afglöp gert. Aðrir reyna þetta sjaldan eða aldrei, enda árangurinn hæp-
inn, néma einhver atkvæðamaður innanhéraðs heitist fyrir söfnuninni. Lik-
legt er það og, að iniklu skifti, að verða fyrstur til.
Þó ekki sé fleira talið, þá munu allir sjá, að áskoranaleiðin er ekkert ann-
að en injög ófullkomið kosningaskipulag, og hlyti fljótlega að leiða til laga-
sctningar um kosningu héraðslœkna. Allir vissu þá að hverju þeir hefðu að