Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 9 ganga, og héraðsbúar tækju enga ákvörðun, fyr en þeir vissu hverjum væri völ á, en jafnframt yrði þá heilbrigðisstjórnin óþarfur milliliður, sem vel mætti spara. Af tvennu til, væru skipuleg kosning hálfu skynsamlegri en alt áskriftapukrið. En hversu myndu þá slik lög gefast ? Hversu almenningi, hversu lækn- um? Enginn læknir mun ganga að því gruflandi, að þau reyndust illa, en eg vil þó benda á nokkur atriði: a) Eins og fyr er getið, stæði einn af umsækjendum ætið miklu betur að vigi en allir hinir, nefnilega sá, sem settur væri til bráðabirgða í hér- aðið, og hefði haft tíma og tækifæri til þess að kynnast fólki og afla sér fylgis. b) Þetta hlvti að leiða til þess, að allir umsækjendur, sem því gætu kom- ið við, leituðu eftir setningu, eða settust að í héraðinu sem starfandi lækn- ar að öðrum kosti. Ungir læknar kynnu að geta kornið þessu við, en naum- ast héraðslæknar í fjarlægum héruðum. Þeir gætu ekki tekið þátt í slíkri samkepni fyrir margra hluta sakir, og kæmu því sjaldnast til greina. Þótt einhver þeirra vildi ferðast um héraðið, sýna sig, tala við menn og reyna að afla sér fylgis, ])á er ekki hlaupið að því fyrir hann að sýna fólki læknis- list sína og kunnáttu. Eina ráðið yrði helst að „agitera“, lofa sjálfan sig og lasta keppinautana. Sennilega færi oftast svo, að veitingin vccri afgcrð með setningunni. Ef hún væri ekki algert handahóf, yrði að vanda jafnt til hennar og nú á að vera gert við veitingar embætta — að fólkinu fornspurðu, — og hvað væri þá unnið? c) Víðast mun reynslan sú, að fólkið telur æskilegast að íá ungan lækni írekar en eldri. Það er eins og það skilji ekki, að nokkur lífsreynsla er mikill skóli og gagnlegur, en meðfram kann það og að ráða, að menn treysta ungu mönnunum best til ferðalaga. Hversu sem þessu er farið, eru allar líkur til þess, að oftast nccr yrðu cl'dri lccknar að lúta í Iccgra haldi, nema því meira orð hafi af þeim farið. d) Vafalaust skiftir það mestu máli fyrir almenning, að fá sem færast- an og best mentaðan lækni. En hvernig á almenningur að geta dæmt um kunnáttu litt þektra manna i læknisfræði? Hvernig á hann t. d. að geta lagt réttan dóm á framhaldsmentun ungra kandidata? Mér sýnist að heilbrigðis- stjórninni veiti þetta stundum full erfitt, og stendur þó landlæknir ólíkt l)etur að vigi. Sannleikurinn er sá, að hér væri þýðingarmikið mál lagt undir dóni manna, scm lang oftast hefðu ckki vit á því. Nepotismus og pólitik réðu liklega mestu. e) Bæ'ði hér og í Noregi hafa menn átt að stríða við þau vandræði, að læknar hafa ekki fengist tímum saman í lökustu héruðin, sem oftast eru afskekt, erfið og tekjurýr. A báðum stöðum hefir verið gripið til þess ráðs, að gefa umsækjendum von eða vissu fyrir því, að þeir skyldu eftir nokk- urt árabil fá annað betra embætti. I Noregi hafa fastar reglur verið settar um það, að starf norður á Finnmörk hafi tvöfalt(?) gildi við embættaveit- ingu á móts við sama tima í betri landshlutum. Ef kosningar réðu embætta- veitingum, yrði liálfu crfiðara að fá nýta lcekna í þessi hcruð, því oftast yrðu þeir að sitja þar alla æfi. Eg efast mjög um að læknafjölgunin bæti úr þessu, nema lökustu héruðin séu jafnframt launuð miklu hærra. Eg hefi nú talið nokkur helstu vandkvæðin við læknakosningarnar, og þau eru ekki litilfjörleg, — en málið hefir og aðra hlið, sem einkum veit ;ið læknum. Þó aö fyrst beri að líta á nauðsyn og heill almennings, þá er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.