Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 29 yfir sjúkdóminn. Danski læknirinn Meulcngracht liefir fundiÖ eigi allfáa skyrbjúgssjúklinga í Danmörku. MeÖal sjúklinga höf. voru konur í miklum meiri hluta. Sjúkl. voru á fullor'Ösins aldri, og flestir með vafalaus skyrbjúgseinkenni. ViÖ athugun á fæði sjúklinganna kom í ljós, að hjá þeim öllum vantaði C-bætiefni í matinn. Sjúklingarnir höfðu fari'ð á mis við mjólk, ávexti og grænmeti. Mjög er þaö eftirtektarvert, að jarðepli virtust koma i veg fyrir skyrbjúg. Höf. getur þess, að í Noregi hafi fengist góð reynsla um, hve jarðepli séu mikilsverð, til þess að verja þjóðina fyrir skyrbjúg. Eftir að jarðeplarækt hófst þar í landi, 1760, hefir liti'Ö borið á veikinni. — Hið einhliða viður- væri sjúkl. Dr. 0hnells var oft þannig til komið, að þeir héldu sérstakar matarreglur, vegna meltingarsjúkdóma. Augljósustu sjúkdómseinkennin voru í tannholdinu (gingivitis), sem bólgna'Öi í papillæ interdentales. Sumir sjúkl., sem voru illa haldnir að öðru leyti, höfðu litla bólgu í tannholdi, og mun ástand þess a'Ö miklu leyti fara eftir munnræsting sjúklingsins. Blœðing í hörundi hafði meiri hluti sjúkl.; venjulega var þetta á gang- limum, og á gómstórum blettum; sjaldan meiri háttar mar, sem náðu yfir stór svæði. Innvortis blœðingum bar lítið á; þó kom fyrir blóðspýtingur og blóð í þvagi. Skiljanlega voru flestir sjúkl. blóðlitlir, og ýmsir kvörtu'ðu um verki hér og þar, sennilega vegna blæðinga í vöðvunt og bandvef. Sjúkl. voru yfirleitt flestir fremur veiklaðir. Höf. hefir ekki gert nákvæmar athug- anir um rnenses, en hefir oröið var við abort og andvana fædd börn, hjá konum með skyrbj úg. Diagnosis styðst vi'ð ástand tannholdsins, blæðingar í hörundi, blóðleysi, ;,gigtar“-verki og C-bætiefnalaust viðurværi sjúkl. Þrátt fyrir breytt og bætt fæði hefir stundum gengið treglega að lækna suma sjúklingana, og heldur höf. því frant, a'Ö læknar þurfi að veita fulla athygli „postscorbutisk“ ástandi og latent skyrbjúg, sem læknum sé ekki svo ljós sem skyldi. Latent skyrbjúgur lýsir sér me'ð þreytu, deyfð, þunglyndi, „gigtar“-verkjum, þurk í hörundi og blóðleysi, og eru þessi cinkenni í sjálfu sér ekki á þá leið, að læknum detti í hug latent skyrbjúgur, nema þeir séu vel kunnir þessum sjúkdómi, og hafi hann í huga. I Svíþjóð er mjög líti'ð um C-efni í fæ'ð- unni mikinn hluta ársins, og telur höf. því mikils virði, ef örugg rá'ð fynd- ust til þess að ganga úr skugga um latent skyrbjúg hjá sjúklingunum. Höf. er ekki i vafa um, að þessi sjúkdómur sé miklu algengari í Sviþjóð, cn menn liafa áður gert sér í hugarlund, enda diagnosis nijög erfið. Fyrst er að minnast á tennurnar. v Sænski tannlæknirinn Westin hefir nýlega gert mikilsverðar athuganir á tönnmn sjúkl. mcð latent skyrbjúg (Westin: t)ber Zahnveránderungen in Fállen von Skorbut bei Homo. Stockholm, 1928), og er liklegt, að þess- ar rannsóknir geti veriö til góðrar "hjálpar vi'ð diagnostik sjúkdómsins. Pulpa-vefurinn í tönnunum rýrnar og eyðilegst, en jafnframt hleðst niður kalk í pulpa og myndast svonefnd „dentikel", sem sýna má á röntgen- myndum, jafnframt bein-atrophi í kjálkanum. Því miður er ekki ætíð unt að leiða þetta í Ijós á röntgenmyndum, og þarf stundum að draga tönn úr sjúkl., til smásjárskoðunar. Höf. getur þess, að ef til vill geti tenn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.