Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ tS notar maður hin eiginlegu antipsoriatica, sem eru: tjara, chrysarobin, pyro- gallol og kvikasilfur. Þýðingarmikiö er að meðulin, sem notuð eru, lykti ekki mjög sterkt, og að þau séu litarlítil, liti ekki eða eyðileggi á annan hátt nærfatna'S. Þessi smyrsl fullnægja þessum skiíýrðum: Liqv. carb. deterg. 5—IO Anthrasoli 5—ic chlor. amido-hydrarg. 5 chlor. amido-hydrarg. 5—10 adip. lanae 50 adip. lanae 50 ol. olivae 20 ol. olivae 20 áqv. dest. ad 100 aqv. dest. ad 100 Smyrslunum er núið inn að kveldi með mjúkum bursta, og niá nota þau hvar sem er á líkamann, einnig á höfuð. í hársverði er gott að þvo áburð- inn af að morgni með 3% salicylspiritus. Þetta er handhæg og hættulaus meðferð á psoriasis, sem eg get mælt með af eigin reynslu. Af öðrum aðferðum ber að nefna það meðal, sem sennilega mest hefir vcrið notað í heiminum við þessum sjúkdómi, en síðari árin mætt megnri mótspyrnu: chrysarobinið. Það er ekki hættlaust efni og þarf hinnar mestu nákvænmi við í notkun. Komi það nálægt augum veldur það heiftugum conjunctivitis. Það getur valdið slæmum dermatitis, sérstaklega í kringum genitalia. Það litar neglur og hár rauðbrúnt, ljósbjart hár verður grænleitt. Það litar og eyðileggur nærfatnaö. Chrysarobinið er notað þannig: Undirbúningsmeðferð eins og áður. Þvi næst einu sinni á dag núið vel inn í blettina 3—10% chrysarobin-vaselin. Á einstaka liletti, hné, olboga, er l>est að nota reglulegar smyrslaumbúðir. Handhægara en seinvirkara er chrysarobin-traumaticin 3—10%, penslað á daglega. Við gömul, þrálát tilfelli duga oft ágætlega svokölluð tjöruböð. Allir blettirnir eru vandlega penslaðir með óblandaðri beyki- eSa eini- tjöru. Síðan er sjúklingurinn látinn liggja i heitu baði —iþá klukkustund. Þetta er endurtekið daglega. Venjulega þarf 8—10 böð, oft færri. Þessi aðferð er mjög mikið notuð á Ríkisspítalanum í Khöfn, og gefst vel. Blettirnir i hársverðinum eru oft erfiðastir viðureignar, og verður því oft að grípa til sterkra meðala t. d.: Pyrogalloli 5 acid. salicyl. pyr. juniper. aa 2,5 ol. ricini 10 vaselini ad 50 Fyrst eru allar skorpur fjarlægöar með salicylolíu 5—10%, sem borin er á í nokkra daga. Gott er þá að láta sjúklinginn nota baðhettu yfir höf- uðið. Afhreistrunin gengur fljótar og rúmfatnaður óhreinkast ekki. Þegar allar skorpur eru horfnar og blettirnir hreinir, nýr maður áburðinum vand- lega inn einu sinni á dag. Hafa verður hugfast, að pyrogallolið litar ljóst hár.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.