Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 38
32 LÆKNABLAÐIÐ gömlum siÖvenjum og hugmyiidum. En heilbrigöir egypskir hermenn eru myndarlegir og greindarlegir piltar. Dr. Christopherson og a'ðrir breskir læknar, sem kunnir eru málum Egypta- lands, telja alveg vonlaust, aÖ manna þjóðina, nema plágunum fjórum sé útrýmt. „Truly, he who will cure the four plagues, may have of Egypt anything he wishes". G. Cl. Fréttir. Embætti. iMagiiús Ágústsson hefir verið settur til þess að gegna Borg- arfjarðarhéraSi. Ritstjóraskifti hafa crðiö viö LæknahlaðiS, Magnús Pétursson gekk úr ritstjórninni um áramótin, en kosinn var í hans stað dr. med. Helgi Tómas- son. Hann hefir nú á hendi innheimtu hlaðsins meS aðstoð innheimtu- nuannsins. Þýskalandsförin. Níels Dúngal docent og stúdentar þeir, sem til Þýska- lands fóru um jólin, komu aftur um miðjan febrúar, og láta þeir mjög vel af ferð sinni. Á Læknabl. von á að fá seinna nánari fregnir af förinni. Magnús Pétursson, hæjarlæknir, er kcminn heim aftur úr utanför sinni. Dvaldist hann lengst af í Hamborg og athugaði þar sóttvarnir hafnarlækn- anna. Vilmundur læknir Jónsson og frú Kristín kona hans voru hér á ferð í byrjun febrúar á leið til útlanda, fyrst til London. Þau ætla sér að hafa langa útivist, en Kristján Sveinsson gegnir héraðslæknisembættinu á ísa- firði á meðan. Alþingismennirnir, Halldór Steinsson og Jónas Kristjánsson, eru nú komnir til þings, en embættum þeirra gegna: Eiríkur Björnsson í Ólafsvik og Pétur Jónsson á Sauðárkróki. Lárus Jónsson er nýkominn úr siglingu, hefir verið á ýmsum spítölum í Danmörku. Hann fer nú nerður á Húsavik og gegnir störfum Björns Jósefssonar meðan hann verður erlendis. Bjami Bjamason, læknir á Akureyri. konn hingað snögga ferð úm miðj- an febrúarmánuð. Kleppspítalinn nýi mun taka til starfa seinni hluta marsmánaðar. Influenza og mislingar hafa gengið hér í Revkjavík í vetur, en um nián- aðamótin janúar—febrúar kom hingað nýr faraldur af influensu, sem sýkt hefir mjög marga af bæjarbúum, en er yfirleitt fremur væg. Læknablaðið hefir nýlega fengið um 30 nýja áskrifendur, og hefir því upplag blaðsins verið aukið. Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson, Grettisgötu 37, Rvik. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.