Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 16
10 LÆKNABLAÐIÐ ekki sanngjarnt, aÖ gera læknum lægra undir höfSi en óbreyttum verka- mönnum, sem gera kröfur til þess, að einnig sé litið á hag þeirra og ástæð- ur. Hver áhrif myndi nú kosningaskipulagið hafa á læknana og hag þeirra? Það er óhætt að segja, að læknar hafi undanfarið sýnt mikinn áhuga á því að menta sig sem best i siuni grein. Þó að ungu kandidatarnir séu skuld- ugir og bláfátækir, þá klífa þeir þrítugan hamarinn til þess að afla sér fram- haldsmentunar, meðfram í þeirri von, að hún verði talin þeim til gildis, er ])eir sækja um embætti. — En einnig héraðslæknarnir hafa lagt mikið i söl- urnar til þess að halda þekkingu sinni við og auka hana, enda sífeld eftir- sókn eftir styrk þeim, sem veittur er í þessu skyni. Enginn efi er á því, að alt þetta kapp um að læra sem mest og best, kem- ur ekki að eins læknunum sjálfum að gagni, heklur miklu frekar almenn- ingi. Steingr. Matthíasson hefir t. d. ekki auðgast á utanferðum sínum, en lært margt, sem hefir komið sjúklingum að góðu gagni. Þctta „excclsior“ í lceknastéttimii myndi að mcstit vcslast itpp. ef atkvæði réðu embættaveitingu. Þeir, sem hugsuðu til þess að gerast héraðslæknar, sæu þann kost vænstan, að setjast sem allra fyrst að i því héraði, sem þeim léki hugur á, — áður en annar kæmi, — annaðhvort sem aðstoðarlæknar eða starfandi læknar. Þetta væri eina ráðið til þess að ná fylgi og atkvæð- um héraðsbúa, auk lægni og slægni til þess að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Niðurdrep væri þetta fyrir læknana og stórtjón fyrir almenning. Fyrir sitt leyti munu læknar gera eina aðalkröfu til veitingavaldsins, og hún er þessi: Gefið lceknum scm mcsta hvöt til þcss að vcrða scm fróðastir og fccrastir til þcss aö standa vcl í stöðu sinni, því að margt er hér sem svæfir og lamar. Takið síðan fult tillit til þcss livcrsu vér Iiöfum rcynst sem héraðslœknar og embccttisineiin. Þá er annað atriði, sem allir eldri læknar munu sammála um: að taka bcri sanngjarnt tillit til cmbcettisaldurs. Flestir ungu læknarnir munu fall- ast á þetta, en ef til vill ekki allir. Aður var „anciennitet“ matið svo mikils, að nálega eingöngu var farið eftir því við embættaveitingar, en nú lítur út fyrir, að sumum þyki ]iað einskis virði. Hvorttveggja eru öfgar. Það mun óhætt að íullyrða, að íyrsta áratuginn, sem læknar starfa, fcr þcim frani, og sumum miklu lengur. Þó að ýmislegt gleymist af skólalær- dómi, ])á kennir lifið og reynslan meira, og venjulega af þvi sem mestu varðar, — svo framarlega sem slæpingjar eiga ekki hlut að máli. Það er ])vi i raun og veru sjálfsagt framan af æfi hvers Iæknis, að taka fult tillit til embættisaldurs lækna, og ])á auðvitað jafnframt allrar frammistöðu ])eirra. bæði sem lækna og embættismanna. Hitt er álitamál, hve mörg ár beri að telja lækni á framfaraskeiði og hvenær afturförin byrji, því að úr því fcr aldurbin að vcrða ágalli. En það er annað atriði í þessu máli, sem læknirinn rekur sig á: Meðan börnin eru ung, þrífast þau jafn vel hvar sem er og hafa ekki rnikinn kostn- að i för með sér, en þegar þau komast af barnsaldrinum, óska flestir að geta komið þeiiii í góðan skóla og aflað þeim staögóðrar mentunar. Þetta er erfitt á afskektum stöðum og dýrt að kosta þau ár eftir ár í Reykjavík eða annarsstaðar. Þetta mun oft valda því, að lækni leikur oft hugur á því að breyta til, og komast í tekjumeira og fjölmennara hérað. Hann gerir það vegna barna sinna og máske meðfram vegna konu sinnar. Sé hann að öðru leyti nýtur 'maður og standi ekki keppinautunum að baki, þá virðist

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.