Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 11
þa8 ekki ósanngjamt, að nokkurt tillit sé tekiÖ til þessa, þó ekki sé þaÖ
ætíð, að breytt sé til batnaöar við vistaskifti.
f þriðja lagi má telja gamalt vandræðamál læknastéttarinnar: Vókustu
héruðiii. Það er sök sér að starfa nokkur ár í þeim meðan maður er ung-
ur og hraustur, en neyðarkjör oftast nær að vera þar alla æfi, nema fyrir
úrvalsmenn, sem gerast þar ef til vill héraðshöfðingjar og sökkva sér nið-
ur í allskonar framfaramál héraðsins. — Starf um nokkurt árabil í þess-
um héruðum ætti að vera meðmæli með læknum við embættaveitingu, líkt
og verið hefir í Noregi, svo að þeir væru ekki dæmdir til að sitja þar alla
æfi. Mætti setja ákveðnar reglur um þetta.
Eg hefi þá talið þau atriðin, sem mestu máli skifta sjálfa læknana. og
þau virðast öll ósamrýinanleg kosningu lækna af almenningi.
Það er eftirtektarvert, að allir af þeim mörgu læknum, sem hafa skrifað
mér um þetta mál, hafa verið algerlega mótfallnir kosningu lækna, hverrar
skoðunar sent þeir hafa annars verið í landsmálum. Um þetta eru allir sam-
mála, jafnvel þeir, sem borið hafa skarðan hiut frá liorði við síðustu veit-
ingar.
Eftirtektarvert er það og, að imergi í víðri veröld hcfir þetta kosninga-
skipulag verið tckið upP. Eg held að Island sé eina landið, þar sem það
hefir kornið til orða. Jafnvel sócialistar, sem vilja gera alla lækna að em-
bættismönnum, sem starfi ókeypis, liafa ekki farið fram á, að alþýða kysi
lækna, og ekki mun það heldur eiga sér staS í Rússlandi.
Eg tel lítil líkindi til þess, að Alþingi samþykki nokkru sinni lög um
kosningu lækna, svo franiarlcga scm niálið cr sœmilcga athugað, en meðan
ekki kemur til ]>ess, er það óefað illa'ráðið, að veita cmbœtti cftir áskorun-
um, aðferð, sem augljóslega stendur langt að baki opinberum, skipulegum
kösningum.
Eg vil ekki skiljast við þetta mál án þess að minnast á það, að veiting
læknishéraöa þyrfti að komast i fastara Imrf en vcrið hefir undanfarið, og
lœknuni cctti að vcra kunnugt hvcrjum reglum cr fylgt og hverjar kröfur
cru gerðar. Hverjar kröfur eru t. d. gerðar til lækna, sem hugsa til að verða
læknar á fjórðungaspítölum vorum? Hversu er embættisaldur metinn,
hversu starf í tilteknum lökustu héruðum. Þá sýnist það og við-
sjárvert, að láta þá fáu lœkna, scm brotið hafa scr lcið crlcndis, sitja fyrir
góðum mönnum hér, meðan horfir til atvinnuleysis hjá innlendu læknunum.
Erlendis eru menn á réttri leið í þessum efnurn. Þar er hvarvetna kom-
inn sá siður. aö kandidatar hafi starfað á spitala ekki minna en eitt ár
eftir próf, áður þeir setjist aö sem starfandi læknar, hvað þá heldur fái
enibætti. En auk þessa er krafist sérstaks námsskeiðs af þeim, sem vilja ger-
ast héraðsl. I Danmörku stendur það yfir 4 mánuði, í Sviþjóð 3 mán., i
Englandi 1 ár. í Noregi stendur til að koma því á fót. Alt þetta miðar að
þvi, að gera læknana sem færasta til þess að hugsa um heilbrigðismál hér-
aðsins. Spor í þessa átt eru þau 3 kandidatapláss, sem nú hafa verið stofn-
uð hér. í Noregi er sérstök áhersla lögð á æfingu og sérþekkingu i lierkla-
fraeðum og farsóttum.
Agætlega mentaðir og ötulir læknar, sivakandi, reikningsglögg heilbrigð-