Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 33
læícnabLaðiö -/ um. AÖrir eru á hinn bóginn þeirra álita, að lyfiÖ verki beinlínis drepandi á þessar sóttkrveikjur sérstaklega, og ýmsar fleiri, án þess aÖ skaÖa það heilbrigöa. í lyfjaverslunum er lyfið í tölum á io ctgr., og í dufti. Tíðast er það notað í I /cc upplausn. DuftiÖ er ódýrara í notkun, sé lyfiö mikiÖ um hönd haft, á sjúkrahúsum. en tölurnar hentugri og fljótlegra að grípa til þeirra, ef lítið er búið til í hvert sinn. Fyrstu árin levsti eg meðalið upp í heitu, soðnu vatni. Siðan eg dvaldi á Ullevaal sjúkrahúsi, á deild IVidcröc’s yfirlæknis, um mánaðartíma, haustið 1926, hefir verið fvlgt sömu reglum um tilbúning upplausnarinnar hér á sjúkrahúsinu og þar, soðið í vatnsbaði 1 tíma (Literflaska eða stærri látin standa í potti, sem sýður í, steril baðmull látin standa í á meðan). Við alskvns handlækningar, smærri tegundar, sem brátt ber að með í viðtalstíma lækna, svo sem tilfallandi sár og meiðsli, eða á sjúkrahúsum, reynist lyfið ágætlega, til að koma í veg fyrir ígerðir og hrinda fram fljótri græðslu. Tilfallandi sár, sem eldri eru og farið hefir verið að grafa i, hefi eg nokkrum sinnum fengið ti! að gróa því nær pr. primam, með því að skola þau fyrst út með Rivanol-upplausn í 1—2 skifti, og loka þeim síðan með saumum eða sáraklemmum, með smáopi, eftir þvi sem til hag- ar, og rivanolkveik i. Aður en eg þekti lyfið, tókst það trauðla. Við bráða igerðarbólgu í eitlum, sinaskeiðum, slímpokum og liðum, svo og alskyns kýli, er lyfið notað til að skola út með, eftir að búið er aö skera og hleypa út greftinum. Suinir dæla því inn í bráðaígerðar, og er þá novocain haft saman við það (í lyfjasölu fást slikar rivanol-tölur á 4 ctgrm., og fylgja novocain-suprarenin-tölur með), eftir að búið er að stinga á. Lyfið er oft notað við djúpar ígerðir, og eins nota tannlæknar það mikiö með novo- caini, nú orðið, sem antisepticum við deyfingar. Eins og eg drap á, dvaldi eg um mánaðartima (septemlier 1926) á skurðlækningadeild Wideröe’s yfir- læknis á Ullevaal. Gladdist eg af að sjá, að rivanol var þar i hávegum haft, því að min litla reynsla benti til þess, að það væri að verðleikum. Auk þess, sem hér hefir verið getiö um, var lyfið notað þar við allar laparotomiur og skurði annarar tegundar. Æfinlega var grisjustykki bleytt í i/cc upplausn lögð á húðbarma, þegar búið var að opna lífhimnu, og eins haft til að þerra með. Einnig var það ávalt notað við graftarigerðir i kviðarholi perfor. appendix. o. s. frv. Wideröe yfirlæknir hafði tröllatrú á rivanol, og lét svo um mælt, að það hefði reynst sér best allra þeirra antiseptika, sem hann hefði notað fram til þessa. Eg hefi notað lyfið við stærri og smærri aðgerðir, og hefi mikið dálæti á því, meira en á öðrum sáralyfjum, sem eg hefi komist í kynni við. Það er ómissandi í viðtalstima lækna, á lækningastofur, á sjúkrahús, og í tösk- una má það alls ekki vanta. Mér Jiætti fróðlegt að heyra um reynslu þeirra lækna hérlendis, sem notað hafa rivanol og nota kunna, hvort þeim hefir reynst ]>að eöa reynist Jiað annað eins gæðalyf og mér hefir reynst það, og fjölda útlendra lækna, einkum í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Ól. Ó. Lárusson. Nordisk medicinsk tidsskrift heitir nýtt timarit, sem byrjaði að koma út 5 Stokkhólmi nú um áramótin.’ þaö er vikurit. Forgöngumaöur þessa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.