Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 22
i6 LÆKNABLAÐIÐ Loks er að geta geislalækninga. Qvarzljós eru gagnslitil eða gagnslaus. Röntgengeislar hafa verið mikið rómaðir við psoriasis. Því er heldur ekki að neita, að þeir gefa oft í svip ágætan árangur, eru hreinleg og þægi- leg meðferð fyrir sjúklinginn. Nú eru þó orðnar mjög skiftar skoðanir um verðmæti þeirra til psoriasis- lækninga. Því er sem sé haldið fram af ýmsum, að þó að útbrotin láti fljótt undan geislunum, þá komi recidiv mikið fyr, og verði venjulega ill- kynjaðri en eftir einfalda localmeðferð. Af þessum ástæðum ganga sumir svo langt að banna algerlega Röntgenlækningu við psoriasis (próf. Arwdt, Bcrlín). Eg minnist þess, að yfirlæknirinn á húðklinik þeirri, sem eg var á í Berlin, var vanur, i hvert skifti, sem sjúklingur kom með slæma psoriasis, að spretta upp og segja: „Þér hafið fengið Röntgengeislun!“ Og þegar svo svarið oftast var játandi, sneri hann sér að okkur útlendu collegunum og sagði: „Þar sjáið þið!“ Að vísu þóttist hann hafa verið með þeim fyrstu til að benda á hin skaðlegu áhrif Röntgengeisla á psoriasis, svo að hann hefir nú ef til vill haft sins heiðurs að gæta. Til Röntgengeislunar eru aðallega fallnir blettir, sem hafa haldist mjög lengi á sama stað og hafa ekki viljað láta undan annari meðferð. Einnig þeir líkamspartar, sem sjúkdómurinn veldur miklum óþægindum á, svo sem höndum, eða þar sem líkamslýtin eru tilfinnanlegust (andlit), og sjúkling- urinn því um fram alt vill losna við sjúkdóminn á þann fljótasta og hrein- legasta hátt. Hannes Guðmundsson. Ritfregnir. Guunlaugur Clacsscn: Thc Rocntgcn Diagnosis of Echinococcus tumors. Stockholm 1928. Ariö 1883 — fyrir 45 árum síðan — hlaut Jónas Jónassen, þá héraðs- læknir í Reykjavik, doktorsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla fyrir rit um sullaveiki. Síðan hefir enginn íslenskur læknir, hér búsettur, gerst til að afla sér þeirrar virðingar, þar til Gunnlaugur Claessen nú fyrir skemstu. Doktorsrit sitt varði Gunnlaugur við „Karolinska Institutet“ í Stokk- hólmi og hafði einnig sullaveikina að umtalsefni. Um langan aldur hefir sullaveiki verið algengari kvilli hér en víðast ann- arsstaðar, að minsta kosti algengari en nokkursstaðar í Evrópu, og er því fært að ná hér saman sæmilega miklum efniviði til rannsókna, þótt í fá- menni sé. Frá því að Röntgenstofa háskólans var stofnuð fyrir 14 árum hefir Gunnl. Clacsscn veitt henni forstöðu, og gert það með mestu prýði, aukið hana og bætt með hverju ári, eins og fylstu föng voru til, svo að hún hefir jafn- an verið honum og landinu til sóma, og nú hefir hann enn aukið álit stof- unnar og unnið sér til maklegs frama, er hann hlaut doktorsnafnbót fyrir bók

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.