Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 24
i8
LÆKNABLAÐIÐ
aÖ ræða um sull hátt í hepar, sem skagað hafi upp í eða upp með lunga.
Sjálfur hefi eg skorið rúma 200 sulli, og enginn þeirra verið í lunga. —
Samt hefir jafnan verið álitið, ef sullur brast inn í bronchus, að það væri
íungnasullur (sullur vaxinn frá upphafi í sjálfu lunganu), en að þeim væri
hætt við að bresta vegna óstyrkrar capsula og snöggra og mikilla hreyfinga
lungans, og þyrfti því sjaldan aðgerðar, þó bar náttúrlega iðulega við, að
gallrensli kom á eftir og sagði til upprunans.
Þetta hefir nú G. Cl. rannsakað með mikilli nákvæmni, t. d. inj. lipiodoli o.
s. frv.) og reyndist svo, að í sérhvert skifti, sem sjúkl. var sendur til hans
með diagnosis ech. puhn. eða afleiðingar af ech. pulm., þá gat hann með
R-myndinjii sannaö, að um ech. hepatis var að ræða. Hann segir því: A Is-
landi eru lungnasulHr í mönnum afar sjaldgœfir ef ckki alls óþcktir, og í
öðrum löndum eru þcir vafalaust ckki eins algengir og talið hefir verið. —
Svo mörg eru þau eftirtektarverðu orð.
Margar aðrar ályktanir dregur hann af R-skoðunum sínum, en auk þess
er bókin, eins og fyr er sagt, svo vel og rækilega rituð, og mikill fróðleik-
ur viövíkjandi einkennum, greiningu og útbreiðslu sulla þar saman kominn,
að hverjum lækni cr nauðsynlegt að eiga hana. Að hann síst dregur úr því
sem íslenskir læknar hafa lagt til þessara fræða. tel eg kost á bókinni og
höfundinum til lofs.
Med. Dr. Gunnl. Claessen hefir með þessu verki sínu sýnt fram á, að
mjög oft er R-skoðun ágœt hjálp til þcss að ákveða, hvort um sidl cr að
rccða og hvar Itann cr, og að stundum cr ómögulcgt að ákveða það án þeirr-
ar hjálpar.
Jafnframt því að eg votta Gunnlaugi Claessen þakkir fyrir þetta vel unna
verk, vil eg geta þess, að þegar eg fyrir tveimur árum sá um endurprent-
un á sullaveikiskaflanum i II. útgáfu af „Lærebog í iutern Medicin", þá
nefndi eg alls ekki R.-skoðun í sambandi við greiningu sulla eða sullaveiki
yfirleitt, og játa eg nú, þegar eg er búinn að sjá hve mikill árangur hefir
orðið af rannsóknum Gunnlaugs, að eg tel það mikla yfirsjón.
Matth. Einarsson.
Guðmundur Hannesson: Heilbrigðisskýrslur 1926. Eftir R. K.
Rasmussen, Ejde, Færeyjum.*
Fyrsta bindi af Heilbrigðisskýrslum kom út 1922 og náði yfir árin 1911
—1920. Annað bindi kom út 1927, fyrir árin 1921—1925. Þriðja og sein-
asta bindið, sem hér er tekið til athugunar, flytur aðeins, auk leiðbeininga
um skólaeftirlit, útdrátt úr skýrslum héraðslækna fyrir eitt ár, 1926.
íbúatala Islands var í lok ársins 101764, og þar af var hér um bil fjórð-
ungur í Reykjavik. Mannfjölgunin er töluverð í stærri bæjunum, en í
sveitum hefir aftur á móti fækkað lítiö eitt. Barnkoman var 2Ó.i%c, dánar-
tala ii.i%c. Af 1000 lifandi fæddum börnum dóu að eins 49.3 á fyrsta ald-
ursári.
Nokkrir stærri en fleiri minni taugaveikisfaraldrar komu fyrir og stöf-
uðu allflestir frá sýkilberum, annaðhvort beinlínis eða með mjólk. Alls
sýktust 175 af taugaveiki og' þar af dóu 13. í Reykjavik kom faraldur frá
* Ritdómur þessi er saminn fyrir Ugcskr. f. Læger og hefur komið i því timarivi
en Lbl. hefur fengið leyfi til þess að hirta hann. Ritstj.