Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 30
24 LÆKNABLAÐIÐ landalækna á hlutfallslega jafn virÖulegan og veglegan hátt og venja er til me'Öal annara NorÖurlandaþjóÖa, og þeirra læknum ber, fyrir veg- legar móttökur íslenskra lækna, er þeirra þing sækja, þá ályktar félagiö aÖ bjóða engum að halda liér þing, en skorar hinsvegar á félagsmenn að styðja slík málefni, og heitir þeim til jiess stuðningi sínum eftir bestu getu á hverjum tima.“ Samþ. meÖ samhljóða atkvæðum. II. Blóðþrýstingsmœliugar. Dr. med. Hclgi Tómasson flutti erindi um þetta efni, og birtist það nú í Lbl. — Þakkað af forseta og fundarmönnum. III. Umrœffur um áfengisrcglugcrðina. — Ýmsir tóku til máls, og voru bornar fram nokkrar tillögur, er ýmist voru feldar eða komu ekki til atkv. Dr. med. Helgi Tómasson bar fram svohlj. tillögu: „Læknafélag Reykjavikur ályktar að taka hvorki afstöðu til bann- málsins, né hinnar nýsettu reglugeröar um áfengisútlát lækna, á þess- um fundi.“ Samþykt með öllum atkvæðum gegn I. IV. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. — Jón Hj. Sigurðsson skýrði frá, að nefndin hefði unnið að samningum við S. R. Bjóst við að nefndin myndi á næsta fundi leggja til að samningar héldust óbreyttir, í öllum aðalatriðum. Fundi slitið. Smágreinar og athugasemdir. Handlæknamót í Varsjá í sumar. Dr. Mayer, sem er „Secrétaire Général i Société Internationale de Chir- urgie“, hefir nýlega tilkynt mér (um leið og hann var samþykkur uppá- stungu minni um að gefa próf. G. Thoroddsen kost á að ganga í félagið), að á fundinum, sem haldinn verður í Varsjá i sumar, og hefst 23. júlí, verði þessi 4 aðalmál til umræðu: I. Causes et mechanisme de l’embolie post-opératoire. II. Résultats de la résection de l’estomac pour ulcére gastrique et duo- dénal. III. Traitement de la maladie de Basedow. VI. Chirurgie réparatrice de la hanche. Margir nafnkunnir læknar frá ýmsum löndum hafa lofað að taka þátt í umræðunum, en málshefjendur verða þessir: Prófessor Matas frá New Orleans, á ensku; próf. Baldo Rossi frá Mílanó, á ítölsku; próf. Jirasek frá Prag, á ensku; próf. Matthien frá París, á frönsku; sitt umræöuefnið hver. Ef einhver íslenskur kollega óskar að taka þátt i handlæknamótinu eða sérstaklega aö gerast meðlimur félagsins (því enn stendur til boða einum islenskum lækni að gerast meðlimur, svo að við verðum alls 5), getur sá snúið sér til inin (sem er fulltrúi íslands í stjórnamefnd íélagsins) og skal eg greiða götu hans eftir bestu föngum, og gefa frekari upplýsingar. Umræður eru leyfðar á 5 tungumálum (ensku, frönsku, spönsku, itölsku °g þýsku). Steingrímur Matthíasson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.