Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 19 konu, sem var sýkilberi. Saur frá henni hafÖi veri'Ö rannsakaÖur áriÖ 1925 án þess að þá tækist a'Ö finna taugaveikissýkla. Frá Isafirði er sagt frá einum sjúklingi, sem fékk taugaveiki í annað sinn. Bronchitis acuta er skrásett 4799 sinnum, og er það svipuð tala og 5 næstu árin á undan. Próf. G. Hannesson heldur að bronchitis acuta sé smit- andi og aö sjúkdómur þessi breiðist út í stórum, árlegum faröldrum, sem byrja venjulega í október, ná hámarki i jan.—febr. næsta ár og enda í maí —júní þannig, að sumarmánuðirnir eru næstum því lausir við þessa far- sótt. Hann setur þennan einkennilega gang veikinnar í samband við ferða- lög verkafólks og sjómanna frá heimilunum til atvinnustaðanna og þaðan aftur heim. Hann segir, að þessi þyrping fólksins til stærri bæjanna, sem orsakast af ferðalögum þessum, valdi því, að smitandi bronchitis acuta brjótist út me'Öal þeirra nýkomnu og á einu standi hvort þeir hafi verið heilbrigðir er þeir komu eða ekki. Seinna sýkjast líka þeir, sem búsettir eru á staðnum. Farsóttarbylgjan getur svo breiðst út frá þessum miðdepli til annara staöa. Próf. G. Hannesson gerir mikinn greinarmun á bronchitis acuta og influ- ensu. Það er því ekki að ræða um influensu eða nasakvefs-farsótt. Skrásettir voru 565 með pleuritis epidem. sicca. 23Ó voru skrásettir me'ð urethritis gonorrhoica, 12 innan 12 ára aldurs; þeim er ekki skift eftir kvni. 18 íslendingar voru skrásettir með syfilis. Úr berklaveiki dóu 183 og af þeim 109 úr lungnaberklum og ekki minna en 46 úr meningitis tub. Skýrslurnar riefna 1 sjúkl. með meningitis cere- brospinalis epidemica, en vafi er talinn á greiningunni. Að öðru léyti er meningitis ekki getið. Skyldu ekki ýmsar aðrar tegundir af meningitis leyn- ast undir greiningunni meningitis tub. ? Grciningin er vitanlega ekki ætíð svo auðveld án rannsóknar á mænuvökva, og slíkra rannsókna er ekki getið. . .Nú er aðeins kunnugt um 49 sjúklinga með holdsveiki og 46 voru taldir fram með sullaveiki. 12 dóu úr þeirri veiki. Krabljamein urðu 126 að bana. Encephalitis epidemica er alls ekki nefnd. Þessi veiki sýnist ekki hafa kornið mikið við Island. — Kaflinn um skólaeftirlit samsvarar að mestu íeyti bók Poul Flertz: Lægen i Skolen, Kbh. 1924. En tneiri áhersla er lögð á að gefa nákvæmar reglur um skoðun barna, og ])ær eru að mörgu leyti ólíkar reglum Hcrtz. Próf. Guðm. Hannesson ræður þannig til þess, eins og Carl Schiötz í Osló, en í mótsetningu við Hertz, að rannsaka, mæla og vega öll börn nakin. Piltarnir og yngri stúlkurnar eru skoðuð í smáhópum, 5—10, stærri stúlk- urnar erú téknar hver fyrir sig. Þessar 26 bls. um skólaeftirlit, fela í sér samanþjappaðar, ótal hagkvæmar upplýsingar og mjög nákvæmar leiðbein- ingar um skoöun, sem með sönnu má segja að sé frá hvirfli til ilja. Mikið tillit er og tekið til skólans og umhverfis hans, og próf. G. Hannes- son ræður til þess, að eftirlitið endi á skoðun á kennara og ef til vill líka heimilisfólki hans. íslenskum héraðslæknum ber, eins og kunnugt er, bæði í kauptúnum og sveitum, skylda til þess að skoða skólabörn á ákveðnum fresti. Heilbrigðis- stjórnin gefur nú út hæðar og þyngdartöflur Carls Schiötz, yfirlæknis, til notkunar við skoðunina, og nú á tímuin eru vafalaust íá lönd, sem hafa betri skólalæknisfyrirkomulag en ísland, þegar öllu cr á botninn hvolft. Greinilega má lesa úr þessum stuttu leiðbeiníngum Guðm. próf. Hannes-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.