Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ
Breytingar á l u m e n œðakerfisins — aÖallega arteriolanna — má ai5-
allega greina tvennskonar: neurogenar og vasogcnar; minni þýSingu hafa
mekaniskar breytingar á lumen.
Neurogenar breytingar eru frá vegetativa taugakerfinu: Vaso-
konstriktion viÖ irritation á vasokonstriktorum, vasodilaiation við irritation
á vasodilatatorum, eða lömun á vasokonstriktorum. Vasokonstriktion veld-
ur hækkun á systoliskum og diastoliskum blóðþrýstingi, vasodilatation
lækkun.
Neurogenar breytingar á blóðþrýstingi geta orsakast af öllu því, sem áhrif
getur haft á vegetativa taugakerfið, beint eða óbeint, reflektoriskt, toxiskt
eða emotionelt.
Samkvæmt rannsóknum siðari ára er augljóst, að allar vegetativar funk-
tionir eru mjög háðar elektrolytjafnvæginu í blóðinu og vefjunum og aðal-
lega kationunum Ca, K, Na. Liggur því mjög nærri að hugsa sér að breyt-
ingar myndu finnast í þessum efnum í blóðinu við vegetativar dysfunktion-
ir, eins og t. d. neurogen hypertoni. Á seinustu 3 árum hefir Svíi einn, Eskil
Kylin, í fjölda ritgerða sýnt fram á, að svo sé við neurogen hypertoni (sem
hann og ýmsir aðrir einnig nefna „essentiel hypertoni"). Hefir hann og þeir,
sem gert hafa rannsóknir hans upp aftur, fundið að Ca er tiltölulega lækk-
að, K tiltölulega hækkað í blóðinu við þennan sjúkdóm. Na hefir ekki verið
rannsakað í þessu sambandi. En Jacques I^ocb hefir sýnt fram á, að hlut-
fallið Ca/Na er það, sem irritabilitet cerebro-spinal (somatislai) tauganna
er komið undir; að sama hlutfallið gildi um irritabilitet vegétativu tauganna,
hefi eg sýnt fram á í disputatsiu minni. Fullnægjandi skýring á því, hve
mikil elektrolytjafnvægistruflunin sé, sem veldur vegetativu irritabilitets-
truflununum við neurogen eða essentiel hypertoni, fæst því ekki fyr en gerð-
ar verða samhliða rannsókriir á Ca, K, Na í blóði hjá hypertonisjúklingum.
Það hefir þá þýðingu að finna hvernig elektrolytjafnvægið er við hypertoni,
að með því að þekkja það, fæst rationel terapeutiskur basis fyrir sjúkdóminn.
Vasogenar hreytingar á lumen æðakerfisins eru annaðhvort mes-
eða endarteritiskar. Þær þrengja lumen eða gera æðavegginn stirðari, þannig
að blóðbylgjan mætir meiri mótstöðu. Aneurvsmata hafa sjaldan þýðingu
fyrir blóðþrýstingsbrcytingar.
Aðalsjúkdómarnir, sem hér koma til greina eru arteriosclerosis univers-
alis og nefrosclerosis.
Er um það nokkuð deilt, hvers vegna nefrosclerosis framkallar aukinn
lilóðþrýsting, og alment álitið að það sé vegna þrengingar á lumen nýrna-
arteriolanna og kapillæranna. Mér virðist sú skýring mjög ófullnægjandi,
því að arteriolur í nýrunum eru ekki það margar, að almennilega sé hægt
að hugsa sér hvernig það ætti að geta gefið svo tnikla blóðþrýstingsaukn-
ingu, sem finna má við nefrosclerosis, að þær væru alveg oblitereraðar.
Mér virðist liggja miklu nær skoðun þeirra, sem álita að ástæðan muni
vera kemisk: Við nefritis og sér í lagi nefrosclerosis hefir fundist að Ca
í blóðinu er lækkað og K hækkað, það sama sem Kylin og hans samverka-
menn hafa fundið við „essentiel" hypertoni.
Breytingar á systoliskum og diastoliskum blóðþrýstingi geta, eins og
áður er á minst, auk hreytinga á lumen æðakerfisins, einnig stafað af
b r e y t i n g u m á h j a r t a n u s j álf u.
Breytingar á hjartanu geta verið primærar, þ. e. ef sjúkdómurinn er i