Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 18
12
LÆKNABLAÐIÐ
isstjórn, sem veitir embætti eflir verðleikum einum og frammist'óöu, — þetra
er þa'S sem læknar óska eftir og almenningur þarfnast!
G. H.
Mér varð hverft við er eg, skömmu fyrir jólin, var kallaöur upp að
Kleppjárnsreykjum til Jóns og sá, að hann hafði tekið banvænan sjúkdóm
— lífhimnubólgu. Hann hafði að visu oft verið lasinn siðustu árin, eink-
um eftir erfiðar ferðir, af þrálátri brjósthimnubólgu. Síðastliðið sumar
hafði hann löngum duglegan stúdent til að hjálpa sér, gat þvi hlíft sér,
enda virtist hann hressast með haustinu; tók þá að ferðast og stunda sjúk-
linga, sem heill væri. Það var 10 dögum áður en eg var sóttur til hans, að
við hittumst hjá sjúklingi, er við vorum kallaðir til. Jón skoðaði sjúkling-
inn með sönm vandvirkni og ró og hans var vani, og hress og spaugsamur
var hann i bílnum á heimleiðinni, en jietta varð samt hans siðasta ferð,
sjúkdómurinn espaðist við ferðavolkið og hristing bílsins á ósléttum veg-
unum.
Borgfirðingar sakna Jóns heitins mikið, ])ví að hann var góður drengur,
heppinn og ábyggilegur læknir, sem allir báru fult traust til og samvisku-
samur með afbrigðum, fór oft fársjúkur upp úr rúminu til þess að
stunda sjúka og jafnvel í ferðir. Litla sjúkraskýlið á Kleppjárnsreykjum