Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 20
LÆKNABLAÐIÐ
H
hverfur þá venjulega alveg á milli. Blettirnir gróa örlaust, en eru oft lengi
á eftir sterkt pigmenteraÖir. Stundum lýsast þeir aftur svo mikið, þegar
lengra líður frá, að þeir verða ljósari en umhverfið, leukoderma psoriaticum.
Sé sjúkdómurinn á háu stigi myndast ekki sjaldan upp úr honum dermat-
itis universalis.
Histologist þekkist sjúkdómurinn á ofvexti í hornlaginu og rete Malpighii
(akanthose), leucocytainfiltration undir stratum corneum, löngum hlóðrík-
um papillum, sem skaga hátt í epidermis og þvi auðveldlega rifna, þegar
hornhúðin er tekin af. Af því stafa depilhlæðingarnar.
Við aðgreiningu á psoriasis frá öðrum sjúkdómum er einkum að varast:
papulosqvamös syfilid. Syfilidin eru meira infiltreruð, dekkri (koparrauð)
á litinn og halda sig ineira heygjenda-megin á útlimum, koma oft í lófa og
iljar. Verður þá jafiiframt að athuga öll önnur lues-einkenni: vessandi
papulae, eitlabólgur, WaR o. s. frv.
Þá getur verið erfitt að greina psoriasis í hársverði frá seborrhoe. Við
seborrhoe verður hreistrunin ekki eins mikil, hreistrið er feitara, loðir meira
saman en við psoriasis. Athuga hvort ekki finnast psoriasishlettir á hnjám
og olbogum.
Trichophytia superficialis þekkist frá psoriasis á hinum fersku, smáu
graftarbólum í jöðrunum (pustúlae). Auk þess verður þar smásjárrannsókn
að skera úr, einkum þegar utn er að ræða vafasama bletti í hársverði, þá
ætti ætíð að mikroskopera hreistrið og rækta, ef smásjárrannsókn gefur ekki
fullnægjandi upplýsingar.
Flestir þessara sjúklinga vilja fá nákvæmar upplýsingar um batahorfur.
Þar til er því aö svara, að batavonina má aldrei taka frá þeim til fulls. Marg-
ir sjúklingar, einkum kvenfólk, taka sér þennan áralanga hvimleiða sjúk-
dóm mjög nærri. Vekja athygli á, að veikin er ósmitandi og hættulaus fyrir
aðra, að hún hefir ekki áhrif á alment heilsufar sjúklingsins, og að jafnvel
hraustbygt og heilsugott fólk fær þennan sjúkdóm frekar en aðrir.
M e ð f e r ð. Um psoriasis gildir sama reglan og um aðra húðsjúkdóma:
Ekki >wta of stcrk lyf, sérstaklega þó, ef um ambulant sjúklinga er að ræða,
en það munu flestir þessara sjúklinga vera hér á landi.
Intern og extern meðferð eiga að haldast í hendur.
Af intern meðulum er arsenið það eina, sem til greina kemur. Það verk-
ar oft vel, einkum hafi sjúklingurinn ekki áður fengið arsen, eða gengið
mjög lengi með sjúkdóminn.
Arsenið er best að gefa per os sem liqv. ars. kalici, t. d.: liqv. ars. kal. — -
aqv. amygdal. amarae aa gr. 15, stígandi, 3 upp í 25 dropa þrisvar á dag.
Eða í pill. Asiaticae 3 pillur á dag eftir mat, hækkandi þriöja hvern dag um
eina pillu, alt upp i 12 pillur á dag. Arsenið heldur maður áfram að gefa
í 6—8 vikur. Sé engin sjáanleg verkun orðin, þá þýðir ekki að halda því
áfram.
Aðaláhersluna ber þó að leggja á localmeðferðina.
Hún miðar að tvennu: 1. að lcysa «/>/> ocj fjarlœgja hrcistrið, 2. að eyða
infiltratinu og græða blettina.
Til þess að leysa upp hreistrið er best að nota dagleg heit sápuböð og
jafnframt núa einu sinni á dag inn í blettina salicylvaselin 2•—5% t. d. með
mjúkum, soðnum tannhursta. Eftir t'áa daga er hreistrið horfið, og þá fyrst